Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Qupperneq 20
Hekl í heimsfaraldri
Það er allt svakalega fínt aðfrétta úr heklinu!“ segir TinnaÞórudóttir Þorvaldar heklari
með meiru þegar blaðamaður leit inn
til hennar í vikunni. Í stofunni má
sannarlega greina að þar búi heklari.
Dokkur af garni eru þar í hillum, fal-
leg teppi, treflar og sjöl liggja í bunk-
um og í horninu er góður hæg-
indastóll og lítill lampi þar sem
tilvalið er að sitja og hekla.
Tinna, sem vinnur eingöngu sem
hekllistakona, segir að aldrei hafi
gengið betur en nú.
„Það má finna bjartar hliðar á öllu.
Nú í þessum heimsfaraldri er fullt af
fólki lokað inni heima hjá sér og hvað
gerir það þá? Nú, það heklar og horf-
ir á YouTube!“ segir Tinna og hlær
dátt.
Uppskriftir slá í gegn
„Fullt af fólki hefur fundið sér ný
áhugamál núna og heklið og öll
handavinna er svo græðandi og góð
fyrir sálina. Það er svo gott að vinna
með höndunum og skapa eitthvað
nytsamlegt. Um leið og fólk hefur
eitthvað fyrir stafni eins og að hekla,
þá gleymir það áhyggjum. Það eru
mjög margir sem hafa tekið upp hekl
í heimsfaraldrinum,“ segir hún.
Tinna þurfti að breyta öllum sínum
plönum í fyrra, eins og fleiri.
„Ég var að fara á túr til Bretlands,
Írlands og Danmerkur með nám-
skeið og á listahátíðir. Það varð auð-
vitað ekkert úr því. Ég var einmitt í
Skotlandi þegar Covid byrjaði og
kom heim mjög stressuð. Þá fór ég að
hugsa, hvað get ég gert? Ég var þá
þegar með YouTube-rás og var með
tuttugu þúsund áskrifendur og það
hafði gengið ágætlega. Ég ákvað að
gefa í og bjó til fleiri myndbönd og
setti þar inn. Það bar þvílíkan árang-
ur og nú fyrir árslok 2020 náði ég
markmiðinu mínu og er komin með
hundrað þúsund YouTube-
áskrifendur sem ég er mjög ánægð
með. Þetta vatt fljótt upp á sig,“ segir
Tinna og segist vera með smávegis
tekjur þaðan. En í kjölfarið rauk upp
salan á uppskriftum svo um munaði.
„Ég var ekki búin að gera mér
grein fyrir afleiðingum af þessu
áhorfi, en salan jókst gífurlega,“ seg-
ir Tinna en hún selur hekluppskriftir
á síðunni ravelry.com.
„Ég er að vinna mikið með mósaík
hekltækni og sló þetta í gegn í fyrra.
Þetta bara rokgengur.“
Tíu þúsund í samhekli
„Annað sem ég gerði var að stofna
hóp á Facebook sem heitir Tinna’s
Crochet Club og telur hann nú 37.000
meðlimi og ég er einnig á Instagram
undir @tinnahekl. Einu sinni á ári er
ég með samhekl, sem virkar þannig
að ég gef út uppskrift í pörtum og
fólk heklar þá á sama tíma. Það gekk
svakalega vel og var mjög gaman en
það voru yfir tíu þúsund manns sem
tóku þátt í samheklinu. Af öllum sam-
heklunum í heiminum í fyrra held ég
að mitt hafi verið vinsælast; eða alla
vega í topp þremur sætunum. Ég er
byrjuð að undirbúa núna mitt þriðja
alþjóðlega samhekl.“
Íslenska ullin með í pakka
Ertu þá orðin fræg í heklheiminum?
„Já, það er bara orðið þannig. Ég
var eiginlega búin að gera allt sem ég
gat gert hér heima. Það er tvennt
ólíkt að vera með þrjú hundruð þús-
und manna markað og svo allan
heiminn. Ég er búin að gefa út fjórar
bækur og halda endalaus námskeið
hér heima en svo 2018 tók ég mig til
og fór að selja á netinu og þá allt á
ensku. Flestir sem kaupa uppskriftir
eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu,
Bretlandi, Hollandi og Suður-
Afríku,“ segir Tinna og segist sífellt
vera að hanna nýjar uppskriftir og
gefa út.
„Ég held ótrauð áfram og hamra
járnið á meðan það er heitt. Svo er ég
líka búin að vera að kynna íslenska
ull í hópnum mínum og hefur því ver-
ið vel tekið. Næsta skref er að fara að
selja pakka sem inniheldur uppskrift
ásamt dokkum af íslenskri ull. Mér
finnst gaman að geta borið út fagn-
aðarerindi íslensku ullarinnar.“
Tvö í samsteypunni
Tinna bjóst ekki við þessum miklu
vinsældum en hefur nú stofnað fyrir-
tækið TM-Enterprise í kringum
heklið, YouTube-rásina og upp-
skriftasöluna á netinu. Hún segir
nafninu hafa verið slegið upp í gríni í
byrjun en síðar fest, en TM eru upp-
hafsstafir þeirra hjóna, Tinnu og
Maikel.
„Þetta hljómar eins og alþjóðleg
samsteypa en er bara við tvö,“ segir
hún og skellihlær.
„Maðurinn minn er mjög klár að
taka upp myndbönd og vinnur með
mér í þessu. Við fórum einmitt síð-
asta vor þegar engir voru ferðamenn-
irnir og tókum upp flott myndefni við
Jökulsárlón, Reynisfjöru og Skóga-
foss. Maður verður að tjalda öllu sem
er til. Útlendingar eru sjúkir í þetta.“
Vinsældir Tinnu Þóru-
dóttur Þorvaldar hekl-
ara hafa aldrei verið
meiri og má segja að
hún hafi lagt heiminn
að fótum sér.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Tinna Þórudóttir Þorvaldar situr
oft í þessu horni og heklar, en hún
er nú að slá í gegn á heimsvísu.
Þetta fallega marglita
teppi hannaði Tinna
fyrir samheklið 2020. ’Fullt af fólki hefurfundið sér ný áhuga-mál núna og heklið og öllhandavinna er svo græð-
andi og góð fyrir sálina.
Það er svo gott að vinna
með höndunum og skapa
eitthvað nytsamlegt.
Ljósmynd/Maikel Medina
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2021
HANNYRÐIR