Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 29
Brando, Elizabeth Taylor, Rock
Hudson eða Övu Gardner. Hvað þá
Montgomery Clift, sem allir hefðu
samt gott af að þekkja.
Þegar ég var að vaxa úr grasi á ní-
unda áratugnum í fásinninu á Akur-
eyri var James Dean stjarna. Hann
hafði þá að vísu legið í um þrjá ára-
tugi í gröf sinni en frægð hans var
samt á hvers manns vitorði, greinar
voru skrifaðar um hann í íslenskum
blöðum og veggmyndir að finna í
Bravo, Pop Rocky og öðrum slíkum
erlendum blöðum sem kaupa mátti í
Bókabúð Jónasar. Ég man ekki bet-
ur en að kappinn hafi um skeið verið
uppi á vegg hjá mér í rauða leður-
jakkanum sínum.
Allir vissu að James Dean hafði
týnt lífi með voveiflegum hætti í bíl-
slysi aðeins 24 ára gamall. Vissu
menn það ekki nennti maður ekki að
tala við þá. Mikið meira lá svo sem
ekki fyrir; þetta var löngu fyrir daga
stafrænna myndbandsleigna og
streymisveitna og aðgengi að þess-
um örfáum myndum sem maðurinn
lék í áður en hann andaðist afar tak-
markað.
Í einni af fyrstu Lundúnaferðum
mínum, seint á níunda áratugnum,
sá ég mér því leik á borði og festi
kaup á East of Eden, Rebel Without
a Cause og Giant í annaðhvort HMV
eða Virgin Megastore á Oxford-
stræti. Kom með þær heim ásamt
haug vínylplatna enda ekki rukkað
fyrir yfirvigt á þeim árum, að maður
muni. Skyndilega skapaðist stór-
kostleg hætta á því að þota hrapaði
væri einu sokkapari ofaukið í tösk-
unni hjá manni. Hvað eruð þið ann-
ars að láta mig rifja þetta upp núna?
Djöfull er mann farið að langa upp í
flugvél! Myndi meira að segja sætta
mig við lágfargjaldaflug, þar sem
maður þyrfti að vera með hnén graf-
in djúpt í bakinu á manninum í sæta-
röðinni fyrir framan.
Hér erum við auðvitað komin
býsna langt frá okkar manni James
Dean sem ugglaust hefur ekki farið í
mörg flug um dagana, blessaður
karlinn. Frægðin náði ekki almenni-
lega í skottið á honum fyrr en hann
var allur.
En ég var að tala um bíómynd-
irnar hans. Þær voru á VHS-spólum
og fóru þráðbeint í tækið þegar heim
var komið. Til allrar hamingju var
pásuvídeóið hans Þórarins Sveins
frænda þá úr sögunni en það hafði
þann leiða ósið að skyrpa spólunum
út úr sér annað veifið – óumbeðið.
Þær magalentu bara á stofugólfinu
undir blótsyrðum viðstaddra. Óvin-
sæll gjörningur á síðkvöldi.
Vinahópnum var smalað saman og
menn látnir horfa á myndirnar, eina
af annarri, með þeim rökum að eng-
inn væri gjaldgengur í umræðum
um poppkúltúr hefði hann ekki séð
katalóginn hans James Dean.
Hin eilífa ímynd
„Og?“ spyrjið þið nú, með öndina í
hálsinum.
Sko. Ég ætla alls ekki að gerast
neinn Höskuldur, hafið þið ekki séð
þessar myndir, en þær eru ekkert
hrikalega spes. Þannig lagað. Í öllu
falli hafa þær ekkert verið að knýja
dyra hjá mér á seinni árum. Eins
gott svo sem, ég á ekkert nothæft
myndbandstæki lengur.
East of Eden er best en hún bygg-
ist sem kunnugt er lauslega á skáld-
sögu Johns Steinbecks. Flestum
heimildum ber líka saman um að
þarna hafi Dean verið upp á sitt
besta en hann var tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna fyrir leik sinn.
Rebel Without a Cause er samt
frægari enda kallast hún á við hina
eilífu ímynd Deans sjálfs sem ör-
vinglaðs ungmennis sem lendir upp
á kant við umhverfi sitt. „You are
tearing me apart“-senan situr alltaf í
mér en ég hef aldrei áttað mig al-
mennilega á því hvort þar eru á ferð
tilfinningaleg veisluhöld eða bara of-
leikur. Maður þyrfti líklega að sjá
þetta aftur í dag, þrjátíu árum síðar.
Giant er í minningunni fyrst og
fremst langdregin, allar 197 mín-
úturnar. Hún fékk þó yfirleitt góða
dóma. Þaðan er kúrekalíkingin lík-
lega komin enda Dean með slíkan
hatt á höfðinu og Giant skilgreind
sem vestri enda þótt hvorki sé Clint
Eastwood- né John Wayne-lykt af
henni. Aftur var Dean tilnefndur til
Óskarsverðlauna en hlaut þau ekki.
Bæði Rebel og Giant voru frum-
sýndar eftir að James Dean féll frá,
þannig að sú umræða sem fram fer
hér og víðar er honum auðvitað
framandi. En goðsögnin lifir. Það er
ljóst. Þökk sé Bríeti. Og fleirum.
Rólegur kúreki. James
Dean í hlutverki Jetts
Rinks í Giant.
Warner Bros.
7.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
NEI Tony Iommi hefur eytt orð-
rómi þess efnis að Rob Halford,
söngvari Judas Priest, komi til með
að syngja á væntanlegri plötu
bandsins hans, Heaven & Hell, og
leysa þar með Ronnie James Dio af
hólmi. Vinny Appice, trymbill
H&H, hafði áður gefið þessum
möguleika undir fótinn. „Það mun
ekki gerast núna,“ sagði Iommi í
samtali við Loudwire. Fram kom að
hann sé þó að semja nýtt efni en
ekki liggur fyrir hvort það verði
gefið út undir merkjum H&H.
Halford ekki með Iommi
Tony Iommi er iðinn við kolann.
AFP
BÓKSALA Í JANÚAR
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1
Lífsbiblían – 50 lífslyklar,
sögur og leyndarmál
Alda Karen Hjaltalín/Silja Björk
2
Betri útgáfan
Ingi Torfi Sverrisson,
Linda Rakel Jónsdóttir
3
Borðum betur – fimm
skref til langvarandi lífs-
stílsbreytinga
Rafn Franklín Johnson Hrafnsson
4 Yfir höfin Isabel Allende
5
Málsvörn Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar
Einar Kárason
6 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson
7 Syngdu með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal
8 Dróninn Unni Lindell
9 Stjórnsýslukerfið Trausti Fannar Valsson
10 Málsmeðferð stjórnvalda Páll Hreinsson
11 Þess vegna sofum við Matthew Walker
12
Ketó – hugmyndir-
uppskriftir-skipulag
Hanna Þóra Helgadóttir
13 Úr myrkrinu Ragnheiður Gestsdóttir
14 Vetrarmein Ragnar Jónasson
15 Ungfrú Ísland Auður Ava Ólafsdóttir
16 Ketóflex 3-3-1 mataræðið Björg Þórhallsdóttir
17 Tíminn minn 2021 Þorbjörg Hafsteinsdóttir
18 Keto – hormónalausnin Gunnar Már Sigfússon
19 Brúðarkjóllinn Pierre Lemaitre
20 Ofurhetjan Hjalti Halldórsson
Allar bækur
Ég reyni alltaf að lesa meðfram
námi, með misjöfnum árangri, en
í fyrra lögðum við kærastan okkur
sérstaklega fram við að lesa
meira. Í hvatning-
arskyni skráðum
við bækurnar sem
við lásum hvort á
sinn listann sem
héngu í svefn-
herberginu okkar.
Keppninni lauk
með jafntefli en
okkur tókst báðum að lesa tölu-
vert meira í fyrra en árið á undan.
Bækurnar sem standa helst upp úr
hjá mér eru Líf meðal villimanna
eftir Shirley Jackson, Nafn rósar-
innar eftir Umberto Eco og Ka-
ramazov-bræðurnir eftir Fjodor
Dostojevskí.
Líf meðal villimanna segir frá
húsmóður í Vermont-fylki í
Bandaríkjunum á sjöunda áratug
síðustu aldar og hversdagsamstri
hennar, t.d. vandræðagangi eigin-
mannsins, uppátækjum barnanna
þeirra, húsnæðisvandamálum og
mörgu fleira. Höfundur lýsir fá-
ránlegum uppákomum í heimilis-
lífinu sem hvílir allt á herðum hús-
móðurinnar og skrifar um leið
hárbeitta ádeilu
um þessa hefð-
bundnu fjöl-
skyldueiningu.
Bókin er mein-
fyndin.
Seinni tvær bæk-
urnar voru liður í
því að „hámenningarvæða“ les-
listann minn eftir að hafa sætt
gagnrýni fyrir að lesa tvær Tinna-
bækur í röð. Það kom skemmti-
lega á óvart hvað báðar bækurnar
hafa mikið afþreyingargildi. Nafn
rósarinnar er fyrsta glæpasagan
sem ég les í mörg ár. Bókin er
bræðingur af Sherlock Holmes og
miðöldunum með smá keim af Er-
lendi rannsóknarlögreglumanni.
Munkur finnst myrtur í ítölsku
klaustri á miðöldum og aðkomu-
munkur og hjálparsveinn hans
ráðast í það að leysa glæpinn. Ka-
ramazov-bræðurnir er aftur á
móti réttarhaldadrama af bestu
gerð með tilheyrandi siðferðis-
spurningum. Þrír hálfbræður sem
er öllum í nöp við föður sinn kom-
ast í kast við lögin þegar faðirinn
er óvænt myrtur
og öll spjót beinast
að einum bræðr-
anna sem þverneit-
ar að hafa framið
glæpinn.
Annars langar
mig að nefna smá-
sagnasafnið Vetr-
argulrætur eftir Rögnu Sigurð-
ardóttur sem stóð, að mínu mati,
upp úr í íslenskri bókaútgáfu árið
2019. Í fimm sögum segir frá fimm
ólíkum, listhneigðum ein-
staklingum í krísu. Þ. á m. er lista-
kona á sjötta áratugnum sem átt-
ar sig á því að eiginmaður hennar
lítur ekki á hana sem jafningja sinn
í listsköpun, íslensk hefðarfrú sem
hýsir gamlan skólafélaga sinn sem
er landflótta á tímum nasista og
leikskólakennari á 21. öld sem
reynir að hafa uppi á barni sem
týndist á hennar vakt.
Að lokum vil ég vekja athygli á
væntanlegri ljóðabók Þórðar Sæv-
ars Jónssonar – Brunagaddi – sem
las ég nýverið yfir. Bókin er veru-
lega fyndin og sniðug og ég held
að margir muni hafa gaman af
henni.
ODDUR SNORRASON ER AÐ LESA
Jafntefli við kærustuna
Oddur Snorra-
son er MA-
nemi íslenskri
málfræði.
Ertu með fæðuóþol?
Mikilvægt er að melta fæðuna vel svo við getum tekið upp
og nýtt næringu fæðunnar betur og fengið þannig meiri orku
ásamt því að losna við bæði meltingarónot og ýmiskonar
fæðuóþol.
● Hentar vel gegn ýmiskonar fæðuóþoli
● Styður við meltingu á glúteini, laktósa ogmjólkurpróteinum.
● Hentar allri fjölskyldunni
Fæst í apótekum, heilsuhúsum og flestum stórmörkuðum
„Ótrúlegt en satt þá fann ég mun frá fyrsta
degi. Á skömmum tímaminnkuðu öll einkenni
fæðuóþolsins til muna og mörg jafnvel hurfu.
Svo hafa aukakílóin einnig farin að losa takið og
greinilegt að Digest Spectrum verður hluti af lífi
mínu áfram“.
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, kennari.
Reynslusaga:
Spectrum
Meltingarónot, orkuleysi og þreyta orsakast oft af
vöntun eða truflun á ensímframleiðslu líkamans.
Digest