Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Side 14
Eins og gefur að skilja þá er Óskar 100% ör- yrki í dag. Hann ber kerfinu ágætlega söguna enda hafi hann verið með góðar tryggingar gegnum Íslandshótel, þar sem hann vann síð- ast. Ekki sé yfir neinu að kvarta. „Ég er kom- inn með sund- og strætókort,“ segir hann á léttum nótum. „Það var þannig lagað ekkert erfitt að sætta sig við örorkuna en ég viður- kenni að það var svolítið skrýtið að heyra það upphátt í fyrsta skipti. Þá var ég á leið í sund og starfsmaðurinn kannaðist ekki við kortið mitt og ætlaði ekki að taka það gilt. Þá skarst annar gestur í leikinn og benti honum á, að þetta væri allt í lagi. Ég væri nefnilega ör- yrki.“ Þetta rúma ár hefur verið mikil rússíbana- reið fyrir Óskar og fjölskyldu hans. Í sept- ember fór hann í læknisskoðun og fékk þau tíðindi hjá Jakobi að hann væri hraustur en að það væri ennþá eitthvað eftir af æxlinu þarna uppi og að sjúkdómurinn væri ólæknandi. „Ég heyrði bara að ég væri hraustur og krossbrá því þegar Sigurður fór í framhaldinu að tala um að ég þyrfti að halda mínu striki og vera tilbúinn í næsta slag. Þetta myndi koma aftur og verða erfiðara. Hvorki væri hægt að geisla mig aftur né fara inn í höfuðið á mér. Ég spurði um hvað hann væri að tala, Jakob hefði sagt að ég væri hraustur. Já, sagði Sigurður, það er alveg rétt en hann sagði annað líka. Sjúkdómurinn er ólæknandi. Þá skildi ég þetta auðvitað betur. Krabbameinið er ekkert á för- um.“ Ýmsir hliðarkvillar Rúmir þrettán mánuðir eru síðan hann veikt- ist. Óskar segir að sér líði ágætlega miðað við aðstæður og sé þakklátur fyrir hvern einasta mánuð, hvern einasta dag. „Ég er eins og GSM-sími, það fara bara 30-40% inn á hleðsl- þetta er ekki sjúkrastofnun. Maður er ekki sjúklingur þarna inni, heldur bara manneskja. Tekið er á mataræðinu, stressinu og öllu mögulegu sem fylgir því að greinast með krabbamein.“ Óskar hefur gripið til allskyns nýjunga í sínu lífi. Þannig byrjaði hann að hugleiða í mars á síðasta ári. „Ég hélt ekki að hugleiðsla væri neitt fyrir mig en hún hefur hjálpað mér heilmikið. Ég hugleiði í fimmtán mínútur tvisvar á dag, um miðjan daginn og fyrir svefn- inn, og það er eins og að setja heilann í þvotta- vél. Hann kemur hreinn og ferskur út á eftir. Það tók mig um tvær vikur að ná tökum á þessu.“ Ströng lyfjameðferðin stóð í fimm mánuði en að því loknu var gert hlé á henni til að lík- ami Óskars gæti jafnað sig. Ekki hefur verið ákveðið hvort hann fari í aðra slíka meðferð. „Þeir hreinsuðu allt æxlið út nema um það bil 10% sem liggja á mjög viðkvæmum stað. Hefði sú rest verið tekin hefði það getað lamað mig bæði á höndum og fótum.“ Ekki verður um fleiri geislameðferðir að ræða út af staðsetningu æxlisins, það er ein- ungis er hægt að geisla þetta tiltekna svæði í höfðinu einu sinni. „Verði það gert aftur eru tvöfalt meiri líkur á því að maður komi verri út,“ segir Óskar. Óskar hélt ekki bara áfram að mæta í ræktina meðan á lyfjameðferðinni stóð, hann fór líka út að ganga með hundinn, mætti í afmælisveislur og þar fram eftir göt- unum. „Ég var frjáls maður á meðan enda fóðraði ég mig á jákvæðni,“ segir Óskar sem leitaði meðal annars í smiðju til þekktra hugarfarsþjálfara eins og Bandaríkjamann- anna Tony Robbins og Jim Rohn. Það hafi skipt miklu máli enda ekkert vopn sterkara í mannlegum raunum en hugarfarið. „Ég hlusta líka mikið á Guðna Gunnarsson á Rope Yoga-setrinu. Jákvæðni skiptir svo miklu máli, ekki síst á þessum erfiðu tímum kórónuveirunnar.“ Bóndi í Borgarfirðinum Aðstoð og hvatning hefur ekki bara borist frá fagmönnum, kollegar Óskars kunna greinilega sitthvað fyrir sér líka. „Völli Snær kokkur [Völundur Snær Völundarson] hringdi í mig síðasta vor en við höfum verið ágætis kunn- ingjar gegnum tíðina. Völli er að upplagi mjög hvetjandi og hugmyndaríkur maður og vildi endilega fara með mig í bíltúr upp í Borgar- fjörð að hitta gamlan bónda sem myndi skoða mig. Bóndinn, Snorri Hjálmarsson að nafni, er víst í sambandi við einhverja sem við hin náum ekki til. Hann fékk vitrun á sínum tíma og hef- ur upp frá því helgað sig því að hjálpa fólki og tekur ekki krónu fyrir. Þetta var ákaflega for- vitnileg heimsókn og gerði mér bara gott.“ Völundur lét ekki þar við sitja. „Hann hafði líka uppi á konu í Bandaríkjunum, Susan Hil- burger, sem hefur lifað í níu ár með samskonar krabbamein og ég. Læknum tókst að vísu að hreinsa allt æxlið út hjá henni. Völli vildi endi- lega koma mér í samband við hana og sagðist hafa fengið nokkra félaga okkar til að styðja verkefnið; borga fyrir fjarfundi með Susan sem heldur úti ráðgjöf fyrir fólk með þessa tegund krabbameins. Þeir fundir hafa gefið mér mikið en ég komst að því seinna að Völli hafði greitt þetta allt úr eigin vasa. Ég fæ hon- um seint fullþakkað. Í dag spegla ég allt í þríeykinu, Jakobi, Sigurði og Susan.“ Að sögn Óskars leggur Susan mikla áherslu á næringarfræðina. Eins hafa þau fengið mikla hjálp frá Írisi Gunnarsdóttur vinkonu þeirra Maríu sem m.a. kom Óskari í samband við Ingu Kristjánsdóttur næringarþerapista. Hún kom heim til Óskars og fór næringarlega yfir allt sem máli skipti og lét hann henda út öllu sem var óæskilegt. Þá eru Jón Óttar og Mar- grét, fyrrnefndir vinir hans í Bandaríkjunum, ætíð með puttann á púlsinum. „Við erum það sem við borðum, bæði matarlega og ekki síður andlega. Það þarf bæði að fóðra magann og hugann. Vonandi verður mín saga til þess að hjálpa einhverjum að taka meiri ábyrgð á sinni heilsu, þó ekki væri nema fimm manns. Þá yrði ég glaður.“ Hleðslutækið Völli Snær Fari hann út af sporinu segir Óskar fjölskyldu sína, ættinga og vini snögga að rétta kúrsinn. „Einu sinni hafði ég orð á því við Völla hvað ég væri ánægður með það að Finnur sonur minn passaði í jakkafötin mín. Svipurinn á Völla varð eitthvað skrýtinn og hann hringdi svo í mig seinna um daginn: „Óskar, þú átt sjálfur eftir að nota fötin þín lengi. Hver hefur gefið þér leyfi til að deyja?““ Óskar brosir þegar hann hugsar um þetta. „Að heyra í manni eins og Völla er eins og að fá fulla hleðslu á símann. Brýning af þessu tagi heldur manni gangandi og gefur manni ótrú- lega mikið. Það hjálpar líka mikið að vinna með æðruleysisbænina, ef jákvæðnin víkur um stund. Sumu get ég einfaldlega ekki breytt og einbeiti mér þess vegna að hinu sem mögulega er hægt að breyta.“ ’Ef eitthvað er, þá er ég baraákveðnari í að standa migenn betur. Ég er kominn meðeitt ár og ætla mér að fara í tvö ár og síðan þrjú. Það kemur ekki til greina að gefast upp. Rúmir þrettán mánuðir eru síðan hann veiktist. Óskar segir að sér líði ágætlega miðað við aðstæður og sé þakklátur fyrir hvern ein- asta mánuð, hvern einasta dag. Morgunblaðið/Eggert VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.