Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021
E
nn hefur veiran aðdráttarafl og þykir
fréttnæmust alls. Nokkrar klisjur
ganga í gegnum alla umræðu. Aðal-
klisjan, sú sem stjórnmálamönnum
allra landa er tömust, er að „vís-
indamenn“ verði að ráða ferðinni.
Hver ætlar að vera á móti því? En ekki hverjir?
Hið unaðslega ábyrgðarleysi
Stjórnmálamenn í sinni sveit taka fagnandi framandi
fyrirmælum og hafa nú síðast logið því að sjálfum sér
að það sé sennilega frumskylda þeirra.
Íslensk lagaákvæði sem voru forsenda þess að
heimila mátti EES-samninginn eru með dularfullum
hætti numin úr gildi án alls atbeina Alþingis. Ein-
hverjir eru keyptir til að glutra niður megin-
réttindum þjóðarinnar í skýrslu, með vísun í ekki
neitt annað en aumingjadóm sinn og annarra og telja
það réttarheimild! Þess háttar stjórnmálamönnum
hentar auðvitað fyrrnefnd klisja. Enda flissar ráð-
herra opinberlega yfir því hver leggur nafn sitt við
endaleysuna.
Veiran voðalega varð til, sumir segja í leðurblökum
en aðrir á rannsóknarstofum ríkisvalds alræðisins og
það hafi verið sjálfgefið að hún myndi leggja heim
undir fót. Við rifjum upp hér á eftir að veirur hafa
birst áður og virtustu fræðimenn veraldar vissu þá
ekki betur stundum en að pínulítill heimsendir stæði
fyrir dyrum.
Af hverju ættu stjórnmálamenn sem vita þúsund
sinnum minna um veiru en veirufræðingar að kok-
gleypa ábyrgð á einhverju sem þeir vita ekki haus
eða sporð á? Því ekki að sjá hvort veirumenn rambi
óviljandi á eitthvað og deila þá sviðinu og taka það
yfir ef vel tekst til.
Gátu stjórnmálamenn nokkru sinni veðjað á svo að
vit væri í að vænta mætti fylgisgróða þegar veiran
agnarsmá og ósýnileg átti í hlut?
Fjölmiðlar vestra (the mainstream media), þeir
sem leggja línurnar, tóku veirunni fegins hendi að svo
miklu leyti sem reikna mátti með henni sem hluta af
baráttutæki á síðasta ári fyrir kosningar. Það tókst
furðu fljótt að gera veiruna að sérstakri veiru
Trumps í Hvíta húsinu. Hann bar frá uphafi miklu
meiri ábyrgð á henni en alsaklaus hvítþvegin forysta
kínverska kommúnistaflokksins. Þegar Trump
nefndi illfyglið Kínaveiru þá brjálaðist góða fólkið og
taldi þá nafngift einkennandi fyrir rasíska tilburði
forsetans! Þeir töldu það ekki einu sinni innlegg í
málið, og algjörlega óumdeilt, að veiran sú kom frá
Kína! Rétt eins og allar þær inflúensur sem mæta í
þennan heimshluta stundvísastar allra sérhvert
haust, löngu á undan jólasveinunum, sem eru lands-
þekktir fyrir að fylgja almanakinu drengilega eftir.
Þessar flensur hafa fellt fleiri í valinn í hverri ein-
ustu ferð en kórónuveiran hefur gert núna. En kór-
ónuveiran á vinninginn þegar horft er á efnahagslega
eyðileggingu hvert sem litið er. Þar munar mjög
miklu.
Kannski vegna þess að öllu var skellt í lás með öllu
því tjóni sem því fylgdi. Íslenskir stjórnmálamenn
þurftu í raun ekki heldur að koma nálægt því. Það
voru aðrir sem skelltu í lás á okkur.
Einn maður og þúsundir mannslífa
Embættismaður í Svíþjóð réð því að hafa hjarðeðlis-
tilraun í sínu landi og ríkisstjórnin þar virtist ekki
hafa haft neitt um það að segja og það þótt margfalt
fleiri létust þar hlutfallslega en annars staðar í ver-
öldinni og það var þeirra óafturkallanlega innlegg í að
taka þátt í þessu magnaða útspili embættismanns
sem enga ábyrgð bar og ekki heldur hinir kjörnu sem
voru uppteknir við að láta sig hverfa þá stundina.
Í heila öld höfum við hér rætt um hina hræðilegu
„spönsku veiki“. Það eru til skýringar á því nafni, en
þær snúast ekki um það að „fjöldamorðinginn“ sé sá,
sem lagði nærri 500 manneskjur, ekki síst ungt fólk, í
sína íslensku gröf. Nærri 2.500 manns í þjóðlífstölum
líðandi stundar. Það var ekki endilega verið að gefa
til kynna að óværan mikla hafi verið upprunnin á
Spáni.
Íslendingar og þeir aðrir sem talað hafa um
spænsku veikina hafa aldrei lagt hatur á Spán vegna
veikinnar.
Bókin sem kom út nýlega hér um spænsku veikina
er þörf lesning fyrir flesta. Þá þótti sjálfsagt of langt í
að hrópa á „rasista“ við hvert tækifæri og oftast nær
gegn betri vitund þess sem öskraði, eins og nú þykir
gáfnamerki gott.
Hugmyndin er sjaldnast sú að verja fjarlægan
minnihlutahóp. Það þarf að vísu hugmyndaflug til að
telja Kínverja dæmigerðan minnihlutahóp og snúið
fyrir okkur hér að tala til þeirra úr okkar ríkulega
meirihluta. (Látum vera að fræðimenn og úrskurðar-
nefndir hafi gleypt að konur séu minnihlutahópur
hér.) Oftast nær er þykkjan fyrir Kína vegna veir-
unnar hluti af almennum vilja stimplaranna til að
þagga niður umræðu sem fellur í rangt kram.
En það flækir málið að veiran hefur, eins og vænta
mátti, komið sér upp nokkrum afbrigðum til að veikja
vörn mannkynsins. Þessi afbrigði koma upp víða og
eru þá einatt nefnd eftir þeim stað sem rak augun í
afbrigðið fyrstur.
Þannig er talað um breska afbrigðið og bætt við að
það sé sérlega útsmogið. Bretar sjálfir tala um það
þannig. Og enginn segir að þeir séu að beita sjálfa sig
rasisma. En kannski hafi stimplarar ekki haft
hgmyndaflug til þess. En jafnvel við, sem minnst vit-
um, teljum víst að breska afbrigðið hefði aldrei orðið
til, ef formóðirin, kórónuveiran sjálf, hefði ekki komið
sér til Bretlands frá Kína með viðkomu þar sem milli-
lent var.
Varnir Breta hafa, allt til þessa dags, verið í molum
á lendingarstöðum heima fyrir, hvort sem það eru
vellir flugvéla eða hafnir ferja. Það er að minnsta
kosti sennilegast að þannig hafi þetta afbrigði bankað
upp á hjá Bretum, en ekki orðið til þar. Svo er það
Suður-Afríku-afbrigðið, sem er við það land kennt
þar sem það kom þar fyrst í ljós. Enginn hefur getað
sýnt fram á það að þessi tvö afbrigði og máski öll hin
sem eiga eftir að dúkka upp hafi verið getin þar.
Eina sem má vera alveg ljóst ætti þó að vera það, að
hefði veiran ekki breiðst út frá Kína þá hefðu „nýju
afbrigðin“ aldrei komið sínum ættboga til.
Gömlu tilvonandi heimsfaraldrar
Við erum flest búin að gleyma svínaflensunni sem
setti heiminn og þar með okkur (2009) á hættustig að
mati sérfræðinga. Hún var helst talin hafa komið frá
Mexíkó, Texas og/eða Kaliforníu. Og ekki má gleyma
fuglaflensunni. Hún vakti ógn og skelfingu. Hún var
talin hafa komið frá Hong Kong. Sagt var að gamli
skrifstofustjórinn, sem mátti ekki vamm sitt vita,
hefði algjörlega hætt að opna tölvupóst þaðan til að
stuðla ekki að frekari útbreiðslu veirunnar.
En hvað varð af hinni hræðilegu svínaflensu? Þór-
ólfur sóttvarnalæknir var spurður um það fyrir
nokkrum árum og sagði að hún væri enn til og væri
nú ein af okkar föstu inflúensupestum. Hún hefði
lengi haldið sínu nafni, en sérfræðingar væru nánast
hættir að sýna henni slíka virðingu. Hún væri eigin-
lega orðin hluti af hefðbundnum flensum. Með öðrum
orðum þá virtist svínaflensuveiran hætt að syngja
einsöng en væri orðin hluti af kórnum. Við héldum
mörg að hún væri fyrir löngu dauð, svo þetta kom
þægilega á óvart, sennilega.
Þegar litið er til baka til þeirrar skelfingar sem
blossaði upp um hríð vegna svínaflensunnar er at-
Veiruleikinn enn
ekki sá sem sýnist
Reykjavíkurbréf12.02.21