Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Side 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
Lokastígur 16. Kjallari. Tvö herbergi. „Gólfið var svo
lélegt að við urðum að setja spýtur yfir götin. Ekkert
eldhús, en við máttum elda á bekk í vaskahúsinu ef ekki
var verið að þvo og þurrka.“
spýtur yfir götin. Osk vann úti, við eitt og annað, og
kom ekki heim fyrr en seint á kvöldin. Hún fór oft um
fjögurleytið á morgnana í þvotta en ég var nú heima.
Þarna var ekki neitt eldhús en ég mátti elda á bekk í
vaskahúsinu ef ekki var verið að þvo og þurrka. Það
var alveg bannað að elda inni í herbergjunum. Erla
mátti helst ekki vera á lóðinni. Það var allt bannað.
Það var leiðinleg og illgjörn kerling sem átti húsið.
Við vorum þarna bara um sumarið.
5. Hverfisgata 59
(haustið 1937- sumarið 1939)
Kjallari. Tvö herbergi og eldhús. Ósk var í öðru her-
berginu. Þessi kjallari var allur niðurgrafinn. Glugginn
var um 40 cm hár, alveg við götuna. Þess vegna var
hann alltaf óhreinn. Eldhúsið var gluggalaust, aðeins
örlítil skíma gegnum smágler í útitröppunum. Ofn var
í okkar stofu sem þurfti að hita upp bæði herbergin. í
húsinu uppi var miðstöðvarhitun. Þetta var stórt hús
með verslun og mjólkurbúð.
Við unnum af okkur húsaleiguna með því að
hreinsa stigana og sjá um miðstöðina. Ragnar sá að
mestu leyti um að kynda miðstöðina. Þar var falinn
eldur á kvöldin og svo þurfti að hreinsa út á morgn-
ana, bera út alla ösku og það átti að vera orðið heitt
um kl 8. Þetta var risastór miðstöð fyrir fjórar hæð-
ir. Ragnar mátti þurrka blauta kolapoka í miðstöðinni
þegar ekki var verið að þvo. Hann fékk 5 aura á pok-
ann. Þannig fengum við smá aukatekjur. En þetta var
voðalega sóðaleg vinna.
Ég hreinsaði stigana í húsinu bæði götu- og garð-
megin. Ekkjan sem átti húsið, hún var vel efnuð, átti
það til að koma fram með hvíta dulu og bregða henni
á koparskinnurnar framan á tröppunum sem ég átti að
fægja, til þess að vita hvort þetta væri nógu vel gert
hjá mér. Ég varð að byrja á að hreinsa stigana kl 5 á
morgnana því ég átti að vera búin kl 9 þegar búðin
opnaði.
Þennan vetur þvoði ég líka alla þvotta fyrir
Skýringar
Björg var ættuð vestan af Fellsströnd. Hún var ein
tíu systkina og ólst upp hjá frændfólki sínu á rík-
isheimilinu á Staðarfell fyrstu sex ár ævinnar, síð-
an á efnaheimili í Túngarði til tólf ára aldurs og
þar á eftir í fátækt hjá foreldrum sínum fram til
sextán ára aldurs þegar hún fór suður og fór að
vinna fyrir sér.
Ragnar var Reykvíkingur og ólst upp í mik-
illi fátækt hjá einstæðri móður. Hann var í 40
ár baðvörður í Austurbæjarskólanum. Hann lék
árum saman fótbolta með meistaraflokki Fram.
Þau Björg og Ragnar kynntust árið 1934. Elsta
dóttir Bjargar og Ragnars var Erla Hólmfríður.
Hún vann lengst af á Bæjarskrifstofunum í
Reykjavík. Óli bróðir Bjargar hét Ólafur og var
húsgagnasmiður og rak Húsgagnavinnustofuna
Nýmörk í Bankastræti. Kona hans var Laufey
Jónsdóttir. Bjössi bróðir Bjargar, er Björn Guð-
finnsson prófessor. Halldóra, kona Björns, var
Andrésdóttir. Hún var hjúkrunarkona. Fríða
dóttir þeirra er blaðamaður og var lengi fram-
kvæmdastjóri Blaðamannafélags íslands. Fríða
systir Bjargar hét fullu nafni Hólmfríður. Ósk var
elsta systir Bjargar. Hún vann við ýmiss störf, m.a.
þvotta, í fiski og við heimilishjálp. Gestur bróðir
Bjargar var afgreiðslumaður og síðar blaðamað-
ur á Alþýðublaðinu. Hann var lengi fararstjóri hjá
Ferðafélaginu og gaf út margar ljóðabækur. Geiri,
bróðir Bjargar, hét Matthías Hildigeir og vann
lengst af í Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Palla
var yngsta systir Bjargar. Hún hét Pálína og vann
við saumaskap. Jóa Ólafs hét Jóhanna Ólafsdóttir.
Hún var sveitungi Bjargar, frá Stóru-Tungu á
Fellsstönd. Bjarni, sonur Guðrúnar Pétursdóttur,
var Bjarni Benediktsson síðar borgarstjóri og
forsætisráðherra. Sigurjón bóndi í Forsæti var
Kristjánsson. Högni hjá Mjólkurfélaginu var
Halldórsson. (ritstjóri)
http://www.ætt.is
5
aett@aett.is