Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
Hverfisgata 59. Niðurgrafinn kjallari. Tvö herbergi og
eldhús. Ragnar og Björg unnu af sér húsaleiguna með
því að hreinsa stigana og sjá um miðstöðina. „Ragnar
mátti þurrka blauta kolapoka í miðstöðinni þegar ekki
var verið að þvo. Hann fékk 5 aura á pokann.“
Guðrúnu Arinbjarnar. Hún bjó vestur í bæ. Það voru
stórþvottar og ég varð að hafa Erlu hjá mér. Eg lét
hana sitja uppi á borðinu. Fyrir þvottana fékk ég 5
kr. Einnig hreinsaði ég til hjá henni einu sinni í viku,
fyrir það fékk ég eina krónu og fimmtíu aura. Hún
var sparsöm kona þegar verkafólk átti í hlut. Þennan
vetur fékk Erla lungnabólgu og oft kvef. Læknirinn
sagði að húsnæðið væri heilsuspillandi og að við yrð-
um að fá okkur annað betra.
Ragnar hafði aldrei fasta vinnu meðan við vorum
á Hverfisgötunni.. Það sem bjargaði okkur fyrri vet-
urinn var að Björn bróðir minn var í mat hjá okkur
og hann lét okkur taka út allan mat í sinn reikning.
Annars hefðum við soltið heilu hungri.
Sumarið 1939 fór Ragnar í keppnisferð til
Danmerkur með meistaraflokki Fram. Til þess að
spara húsaleiguna fór ég í kaupavinnu að Vatnsenda til
Hjaltestedsfólksins, en þar var vont að vera. Erla, sem
þá var fjögurra ára, var með mér og fékk hún varla
að borða. Vinnuharkan var líka mikil. Eg fór þaðan í
fússi. En nú áttum við ekkert heimili og ég átti í eng-
an stað að venda. Eg fór þá til Jóu á Freyjugötunni
en hún reyndist okkur systkinunum alltaf vel. Jóa gaf
okkur að borða. Eg man enn hvað ég var svöng.
Svo tók ég út 2 krónur sem ég átti á bók og þær
dugðu rétt fyrir áætlunarbílnum austur í Hveragerði.
En þangað vildi ég komast til Bjössa bróður og
Halldóru en þau voru þar með hús eða bústað á leigu.
Þau voru þá með Fríðu nýfædda. Ég man hvað það
var gott að koma til þeirra og hvað þau voru okkur
góð. Þar var ég í vikutíma eða svo með Erlu. Bjössi
fór með okkur í sundlaugina á hverjum degi. Svo fór
ég vestur um sumarið og var þar með Erlu.
Þegar Ragnar kom heim úr siglingunni fór hann á
síld norður á Siglufjörð. Þegar Erla var 4 mánaða fór
ég fyrst með hana vestur í Litla-Galtardal til pabba
og mömmu. Síðan fór hún vestur að Ormsstöðum til
þeirra þegar hún var 3, 5, 6 og 7 ára, ýmist með mér
eða Osk. Þegar Erla var 7 ára fór ég með hana vest-
ur að jarðarför föður míns. Erla var eina barnabarnið
hans sem hann sá.
6, Skólavörðustígur 11
(haustið 1939- vorið 1947)
Lítið steinhús. Steinbær Þorbjargar Sveinsdóttur ljós-
móður. Tvö lítil herbergi uppi og stofa og eldhús niðri,
útikamar. Ég vann af mér leiguna öll tæpu átta árin á
Skólavörðustígnum með því að sjá um þrif og kynd-
ingu hjá þeim hjónum Guðrúnu Pétursdóttur frá Engey
og Benedikt Sveinssyni. þau bjuggu á Skólavörðustíg
11 A. Á Skólavörðustígnum var gott að vera.
Haustið 1939 fer allt að ganga betur. Ragnar
fær vinnu við að steypa hitaveitulögn að Reykjum.
1941 fær hann svo vinnu við sorphirðu á veg-
um Reykjavíkurborgar. Hann keyrði öskubílinn til
1946 en þá fær hann fasta vinnu sem baðvörður við
Austurbæjarbarnaskólann. Þá spurðu allir hvort við
ætluðum ekki að kaupa okkur húsgögn en við sögð-
umst ætla að byrja á því að koma okkur upp húsnæði.
Þið eignist aldrei eigið húsnæði, sagði Gestur bróð-
ir minn.
En ég vissi að það var til betra líf en sú fátækt
sem við höfðum lifað við. Ég mundi alltaf björtu
bernskuárin mín á Staðarfelli með rauðu plusssóf-
unum og hvítu hekluðu dúllunum, postulínsservönt-
unum með glæsimyndunum frá útlöndum og allar
tunnurnar og kirnurnar í búrinu, sneisafullar af mat.
Það var sko sannarlega til betra líf.
1944 er stofnað byggingafélagið Hofgarður og það
stóð fyrir byggingu íbúða í Laugameshverfinu, nánar
til tekið við Hofteig. Við áttum að leggja fram 5000
kr. í stofngjald og vorum búin að safna okkur fyrir
þeirri upphæð. Svo kom í ljós að þessar lóðir þóttu
eftirsóknarverðar og þá átti að hygla einhverjum og
útvega þeim lóð.
Allt í einu var tilkynnt að stofngjaldið væri 10.000
kr. og það áttum við ekki til. Þá fór ég til Guðrúnar
Pétursdóttur, en Bjarni sonur hennar var þá áhrifamað-
ur í þjóðfélaginu, og hann útvegaði okkur lán upp á
þær 5000 kr. sem upp á vantaði, sagði að það þyrfti
nú ekki að hafa áhyggjur af því að við stæðum ekki
í skilum. Við eigum Skólavörðustígsfólkinu mik-
ið að þakka. Aldrei fór styggðaryrði milli mín og
http://www.ætt.is
6
aett@aett.is