Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013 Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir: Ingibjörg Skaptadóttir ljósmóðir Hún var langalangalangalangamma mín. Hún var Ijósmóðir. Hún tók á móti 580 börn- um og þrœddi ógreiðfær og villugjörn hraun Reykjanessins í áratugi til þess að hjálpa konum í nauð. Hún er formóðir mín í beinan kvenlegg í 6. lið. Og svo hét hún Ingibjörg eins og ég. Samt hafði ég aldrei heyrt á hana minnst, aldrei lesið stafkrók um þessa duglegu formóður mína sem var blessun allra kvenna Rosmhvalanessins og víðar á þeirra ögurstundum. Það var ekki fyrr en ég tók stúdentspróf fyrir margt löngu og móðir mín færði mér hring að gjöf. Þetta var giftingarhringurinn hennar Jóhönnu Hernitsdóttur langömmu minnar sem þá var löngu látin. Langamma, sem var fædd í Garðinum og bjó þar nær alla sína ævi, átti þar djúpar rætur í móðurætt. Hvað föðurættina varðaði þá hafði Guðný amma hennar skroppið um tíma norður yfir heiðar, átt þar dótt- ur, Ingibjörgu, sem síðar blandaði blóði við þingeyska skáldaætt úr Aðaldalnum. En faðir Jóhönnu var Hernit Jónsson bróðir Friðjóns skálds og bónda á Sandi. Fátt að finna Þegar ég fór að kynna mér hana Jóhönnu langömmu mína nánar, en hún var fædd 17.9.1865, komst ég að því að Ijósmóðirin sem tók á móti henni var engin önnur en langamma hennar, þá 70 ára - kona búsett í Garðinum. Eg gluggaði þá í ýmis rit um Garðinn en þar var nú ekki mikið að finna um konuna, sem hét Ingibjörg Skaptadóttir og var Ijósmóðir. Tengslin við Ingibjörgu Skaptadóttur eru þessi í beinan kvenlegg: 1. Ingibjörg Skaptadóttir 1795-1874 2. Guðný Jóhannesdóttir 1821-1887 3. Ingibjörg Jónsdóttir 1844-1892 4. Jóhanna Solveig Hernitsdóttir 1865-1951 5. Ingibjörg Þorgerður Guðmundsdóttir 1898- 1936 6. Þórhildur Gísladóttir 1925-2008 7. Ingibjörg Þorgerður Þorleifsdóttir 1954- Alltaf heitir önnur hver Ingibjörg! En hægt og bítandi safnaði ég í sarpinn og fann ýmsan fróðleik um þessa formóður mína og nöfnu, þótt fengurinn hefði mátt vera meiri eftir áratuga eft- irgrennslan. En það sýnir okkur ef til vill að það var fátt og smátt fest á blað um konur, allra síst alþýðukon- ur, þótt þær skiluðu stórmerkilegu dagsverki. Menntafólk Ingibjörg Skaptadóttir var fædd á Eiði á Seltjarnamesi 25.3.1795. Margt bendir til þess að hún hafi verið fyrsta menntaða ljósmóðirin á Suðumesjum. Foreldrar hennar voru Skapti Sæmundsson (1768-1821) ættaður úr Borgarfirði og Sigríður (1765-1821) dóttir Jóns Magnússonar útvegsbónda á Eiði á Seltjamarnesi. Þau bjuggu á Bæ í Kjós og Elliðavatni en síðar á Eiði á Seltjarnarnesi og Götuhúsum í Reykjavík. Skapti var um margt merkilegur maður og afar vel menntaður á þeirra tíma vísu. Hann fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði jám-, silfur og trésmíði. Hann mun einnig hafa stundað lækningar. Hann bjó ytra um árabil. Bróðir læknir Ekki fer sögum af menntun Sigríðar konu Skapta, en Magnús bróðir hennar, bóndi í Káraneskoti í Kjós og Heiðarbæ í Þingvallasveit, var stúdent og smiður og Sigríður kona hans ljósmóðir. Greinilegt er því að Sigríður móðir Ingibjargar, hefur alist upp með óvenjulega vel menntuðu fólki. Hún hefur einnig kynnst mörgu menntafólki vegna nábýlisins við landlæknisfjölskyldurnar í Nesi, en foreldrar hennar bjuggu lengi á Eiði á Seltjarnarnesi. Það byrjaði allt þegar móðir mín gaf mér giftingarhring- inn hennar Jóhönnu Hernitsdóttur langömmu minnar. http://www.ætt.is 8 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.