Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Side 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
Ingibjörg Þorleifs-
dóttir greinarhöf-
undur, 6. ættliður
frá ljósmóðurinni
Ingibjörgu Skapta-
dóttur.
Þau Skapti og Sigríður áttu auk Ingibjargar börnin
Guðríði f. 1793, Guðrúnu f. 1802 og Skapta f. 1805.
Margrét Guðmundsdóttir, dóttir Guðríðar, var yf-
irsetukona á Eiði á Seltjamarnesi. Skapti yngri var
aðstoðarmaður landlæknis þótt ekki væri hann lækn-
ismenntaður og sendi Jón Hjaltalín landlæknir hann
oft í vitjanir þegar hann var sjálfur upptekinn. Guðrún
dóttir Skapta yngri varð ljósmóðir. Hún var fædd
1863 og lést 1937.
Þau Sigríður og Skapti, foreldrar Ingibjargar, létust
bæði með nokkurra vikna millibili, sumarið 1821.
Frómlyndur reipari
En víkjum nú sögunni að Ingibjörgu. Hún ólst upp hjá
foreldrum sínum á Eiði. í Mt 1816 er hún 22 ára og
vinnukona í Robbshúsum í Reykjavík og svo kynn-
ist hún mannsefninu sínu, Jóhannesi sem var sunnan
úr Njarðvík.
Jóhannes var Sigurðsson, fæddur í Ytri-Njarðvík
24. 4. 1795. Hann var reipslagari, (reipari) og smiður
góður, sagður frómlyndur, hreinskilinn og vel látinn
af öllum. Þau rugluðu saman reytum sínum og fluttu
suður með sjó. Svolítið lengra en í Njarðvíkurnar
- fyrst bjuggu þau í Leirunni, síðan í Gufuskála
Vesturkoti en flytja þá í Garðinn. Fyrst bjuggu þau í
Lónshúsum og síðan settust þau að á Meiðastöðum.
Síðustu æviárin bjuggu þau íLitlabæ við ívarshús.
Þau gengu í hjónaband í desember 1821 og var þá
Guðný elsta dóttir þeirra fædd. S varamaður Jóhannesar
var Jón Sighvatsson kallaður propoclær en hennar
Ole Sandholt factor. Sennilega voru þau Ingibjörg og
Jóhannes í vinnumennsku hjá Sandholt í Keflavík.
„Examineruð“
Um það leyti sem tvö elstu börnin fæddust var gef-
in út tilskipun frá landlækni um menntun ljósmæðra
- og voru konur valdar til þess að leggja stund á ljós-
mæðranámið. Þessar konur þurftu að njóta trausts í
sinni heimabyggð - og Ingibjörg var valin. Hvort það
var vegna kunningsskapar landlæknis við fjölskyldu
hennar eða einhvers annars er ekki gott að segja - en
Suðurnesjamenn treystu henni.
Námið var ekki langt en veitti réttindi og fæðandi
konum öryggi. Hún útskrifaðist sem ljósmóðir árið
1823 og tók próf sitt hjá Oddi Hjaltalín landlækni.
I Mt 1835 er hún sögð yfirsetukona „examineruð“.
Hún var skráð ljósmóðir í Gullbringusýslu en sinnti
aðallega Rosmhvalaneshreppi. Hún starfaði sem ljós-
móðir frá 1823-1874, til dánardags.
580 börn
Ingibjörg hefur vafalaust verið vel gift því í starfi
hennar var fólgin heilmikil fjarvera frá heimilinu.
Sængurkonum þurfti oftast að sinna dögum saman og
á hvaða tíma sólarhrings sem var og hvemig sem veð-
urguðirnir höguðu sér. Og ekki var svæðið áuðvelt yf-
irferðar - inn eftir öllu Reykjanesi - upp í Grindavrk
og suður í Hafnir.
Ekki skaut Ingibjörg sér undan ábyrgð því á lífs-
leiðinni tók hún á móti 580 börnum og var ljósmóð-
ir í 50 ár. Hún virðist einnig hafa haft óformlegt leyfi
til að annast sjúka og gefa lyf því Suðurnesjamenn
leituðu til hennar þegar þegar þeir þurftu á lækni að
halda og hún var sagður læknir af guðs náð.
Til Kongen
Ingibjörg var örugglega fylgin sér, því til eru papp-
írar á Þjóðskalasafni frá árinu 1838 þar sem hún sæk-
ir um styrk til konungs. Umsókninni fylgdi m.a. vott-
orð um Ingibjörgu frá Jóni landlækni Thorsteinsen.
Ég hef ekki fundið út hver niðurstaðan varð vegna
umsóknarinnar.
Það er ótrúlegt að sjá þetta langa bréf undirritað af
henni langalangalangalangömmu minni með fallegri
skýrri hönd, þótt það sé trúlega skrifað af öðrum. En
það hefst með orðunum Til Kongen! Það er gaman
að sjá rithönd formóður minnar frá þeim tímum sem
fæstar konur lærðu að skrifa.
Þegar Ingibjörg sótti um styrk til konungsins árið 1838
voru ávarpsorðin í bréfinu Til Kongen
Hér er undirskrift Ingibjargar Þorleifsdóttur í bréfinu
tii konungs.
http://www.ætt.is
9
aett@aett.is