Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
„Guðhræddar,
frómar jómfrúr66
Eins og fram kom í grein Ingibjargar Þorleifsdóttur þá
var Ingibjörg formóðir hennar í mannatali titluð yf-
irsetukona „examineruð“, en hún tók sitt ljósmæðra-
próf 1823. Formleg ljósmæðrafræðsla hófst um 1760
en áður var það skylda prestanna að annast uppfræðslu
þeirra og taka af þeim embættiseið. Bjarni Pálsson,
fyrsti landlæknirinn. réði til Islands danska ljósmóður
til þess að sjá um verklega kennslu ljósmæðra. Bjarni
kom því til leiðar, „þótt seigt gengi“ að uppfræddar
og examineraðar yfirsetukonur væru í hverri sýslu og
fengu þær árlega 100 ríkisdali af Kóngi.
Bjarni annaðist að mestu einn prófun ljósmæðra
meðan hans naut við, en eftir hans dag fór það í vöxt
að fjórðungslæknar prófuðu þær. I bréfi frá 1833 segir
að verja megi fé úr Jarðarbókarsjóði til þess að kaupa
grindarlíkön til ljósmæðrafræðslu.
Forundrar mig...
Bjarni Pálsson átti í skoðanaskiptum við Finn biskup
Jónsson um æskilega hjúskaparstöðu verðandi ljós-
mæðra og afsakar við hann að hann hafi leyft „jómfrú
Þórunni Högnadóttur yfirsetukonu í Rangárvallasýslu
að gangast undir próf þótt ógift sé, með því hún sé
farin að eldast, svo að óvíst sé, hvort hún giftist, en
þekkt að sómasamlegri hegðan og af góðu fólki kom-
in.“ Annars kveðst hann mótfallinn því að taka ung-
Til fyrirmyndar
Ritstjórinn brá sér í haust austur í Þykkvabæ með
barnabörnunum til þess að taka upp kartöflur og
sameinaði það ökuferð um sveitina. Þá blöstu við
honum á öðrum hverjum bæ gamlar myndir, tekn-
ar um 1940 af Helga Hannessyni. Ljósmyndirnar
eru festar á staur með nafni bæjanna og sýna flest-
ar gamla torfbæi og gömul útihús. Þetta framtak
er til mikillar fyrirmyndar og gaman væri ef fleiri
sveitir tækju þetta upp.
frúr til slíkra starfa, enda sé það eitt af inntökuskil-
yrðum við Fæðingarstofnunina í Kaupmannahöfn, að
konurnar séu giftar og hafi eignast böm.
En Finnur biskup er á öðru máli: „Öldungis for-
undrar mig á yður, svo hálærðum, háfornuftugum
og gagnverseruðum manni, að skulið fordæma guð-
hræddar, frómar jómfrúr frá yfirsetukvennaskólanum
Svo mun ég deyja að aldrei mun ég gera það.“ Þetta
hefur haft áhrif því í síðari bréfum sínum dregur Bjarni
mjög úr fyrri ummælum sínum um jómfrúmar.
Brjálæðiskennd feimni
Námstími ljósmæðranna á tímum Bjama Pálssonar
virðist hafa verið alveg óákveðinn, stundum ekki nema
fáeinir dagar fyrir prófið. Fyrir miðja 19. öldina er tal-
að um að námstíminn sé um einn mánuður og það hef-
ur þá trúlega verið sá tími sem Ingibjörg Skaftadóttir
fékk fyrir sína fræðslu. Jón Hjaltalín (1855-1881)
lengdi tímann í sínu héraði upp í þrjá mánuði og
með yfirsetukvennalögum frá 1875 var námstíminn
ákveðinn þrír mánuðir. Þegar Yfirsetukvennaskólinn
var stofnaður árið 1912 tók landlæknir við kennslunni
og þá var námstíminn lengdur í sex mánuði.
Fyrsta kennslubókin í ljósmóðurfræðum á íslandi
„Yfirsetukvennaskólinn“ var gefin út á Hólum af
Halldóri biskupi Brynjólfssyni, ellefu ámm áður en
Bjarni Pálsson varð landlæknir. Bjarna var það mik-
ið gremjuefni hversu illa gekk að fá ljósmæður til
þess að kynna sér efni bókarinnar. „Veldur því brjál-
æðiskennd feimni og blind óbeit á öllu nýju“ seg-
ir Bjarni. Elsta próf í ljósmóðurfræðum, sem varð-
veist hefur, var lagt fyrir Rannveigu Egilsdóttur á
Staðarfelli á Fellsströnd. 9. maí 1768.
Starfsheiti
í fornsögum eru þær stundum nefndar þjónustukon-
ur. Yfirsetukona, nærkona og náverukona em ljós-
móðurheiti sem koma fyrir í gamalli biblíuþýðingu
frá 13. öld. Fyrirsetukona og léttakona var einnig not-
að. Talið er að starfsheitið ljósmóðir komi fyrst fyrir í
Guðbrandarbiblíu árið 1584.
Heimild: Ljósmœðratalið
Samantekt: Guðfinna Ragnarsdóttir
Beygðu kvistinn meðan hann er ungur
en brjóttu hann ekki
http://www.ætt.is
12
aett@aett.is