Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013 Þórhildur Richter: Sigríður Sigríðardóttir Hansdóttir Móðir sem sögð er fáráðlingur. Efnilegt ófeðrað barn. Hundar ábyrgir fyrir þunguninni, eða þá Hallgrímur læknir... Er það furða þótt ég hafi lagst í frekari rann- sóknir eftir að hafa staðið andspænis þessum stað- reyndum í sögu Skagstrendinga og Skagamanna, skráðri af Gísla Konráðssyni, sem gefin var út af Isafoldarprentsmiðju 1941. Á síðu 136 og 137 í ofangreindri bók er fjallað um kvenmann að nafni Sigríður, sem sögð var fáráðling- ur, á vist á Árbakka. í bókinni stendur: „Hún varð þunguð; en er hún var fyrst spurð, hver ætti þung- ann með henni, sagði hún lengi fyrst, að hundarnir ættu það.“ Seinna, þegar barnið var fætt, sagði hún, að Hallgrímur læknir Jónsson ætti það, en hann hafði áður gist á Árbakka. Hann sór fyrir barnið. Enginn faðir fannst að barninu, en nokkrir voru taldir koma þar til greina, meðal annarra Arent nokkur Arentsson, sem fóstraður hafði verið á Árbakka. í lok þáttarins stóð svo: „En mjög varð barn það efnilegt, er Sigríður ól.“ Mér lék forvitni á að fá eitthvað meiri vitneskju um mál þetta, svo og fólk það, sem þarna kom við sögu. Var t.d. hægt einhvers staðar að fræðast eitthvað meira um Sigríði þessa, sem sögð var fáráður? Hver var Hallgrímur læknir Jónsson, eða þá. hvað var hægt að lesa um Arent Arentsson? Ekki sízt lék mér svo forvitni á að komast að því, hvaða örlög hefðu beð- ið barns þess, sem Sigríður hafði alið, en ég taldi það nokkuð víst, að barnið hefði komist á legg, ella hefði það varla verið sagt efnilegt, eða hvað? Sór af sér barnið Mér barst síðar í hendur bókin „Heimar horfins tíma“ eftir Margeir Jónsson, Ögmundarstöðum. í þætti um Hallgrím Jónsson má lesa, að Sigríður hefði sagt að Hallgrímur hefði komið í rúm hennar um nótt, þeg- ar hann hafði gist á Árbakka. Þar stendur einnig, að Sigríður hafi hræðst hann mjög og fælst, ef hún vissi hann nálægan, en ekki óttast aðra menn. Þess má geta að Hallgrímur sór fyrir öll afskipti af Sigríði. Einhvern veginn hafði ég hugmynd um að áð- urnefnt bam hlyti að hafa verið í heiminn borið á árabilinu 1835 til 1845. Ég tók mig því til og hóf að skoða kirkjubækur Hofs- og Spákonufellssókna í Vindhælishreppi frá þeim tíma, en þess má geta, að Árbakki heyrði undir Spákonufellssókn. Fleiri bækur komu við sögu síðar í ferlinu, en. því mið- ur eru allar þær kirkjubækur, sem ég kannaði vegna fólks þess, sem hér kemur við sögu, ærið glopp- óttar. T.d. finnst ekkert sóknarmannatal í Hofs- og Spákonufellssóknum um tveggja áratuga skeið, þ.e. frá 1806 til 1826, og síðustu færzlur í sóknarmannatal eru frá árinu 1869. Leitin að upplýsingum var nokkuð erfið, víða þurfti að gá, og þar af leiðandi er viðbúið að eitt og annað, sem gott hefði verið að koma auga á, hafi framhjá mér farið. Sigríður Vigfúsdóttir Ofan nefnd Sigríður var Vigfúsdóttir. Hún fæddist 1803 eða 1804. Hún var sögð fædd á Kagaðarhóli í Ásum, en sá bær er í Hjaltabakkasókn, Austur- Húnavatnssýslu. Þetta má m.a. sjá í fólkstali í min- isterialbók Spákonufellssóknar frá 1817 og í sókn- armannatali frá 1853. Ekki er hægt að finna neitt skráð um fæðingu Sigríðar, þar eð fæðingaskrár Hjaltabakkasóknar árin 1802 til 1804 finnast ekki í kirkjubók. Maður, að nafni Vigfús Rafnsson. var talinn fað- ir hennar, en Vigfús þessi var 28 ára vinnumaður á Vindhæli íSpákonufellssókn.skv. manntali árið 1801. Um Vigfús, sem fæddur var 1773, dáinn 1. janúar 1830, er það að segja, (skv. ÆAH), að hann var að öll- um líkindum sonur Rafns Ásmundssonar, sem fæddur var 1745 og dáinn 13. september 1785, en Rafn var bóndi á Álfhóli í Hofssókn 1772 til 1792 og síðan á Hafursvöllum í sömu sókn til æviloka. Kona Rafns var vafalítið Helga Finnbogadóttir f. 1728, d. 1815. Ekkert er vitað um móður Sigríðar, en Sigríður hefur að öllum líkindum verið óskilgetin. Ekki er alveg ósennilegt, að móðir hennar hafi komið úr Vindhælishreppi, þar eð niðursetningurinn Sigríður Vigfúsdóttir er þar til heimilis, ung að árum, og alla tíð síðan, allt til æviloka. En þegar um óskilgetið barn var að ræða, mun bamið hafa verið sent yfir í hrepp þann, þar sem móðir þess átti sveitfesti, væri hún ekki í stakk búin að framfæra það. Niðursetningur Skv. Mt. 1816, er Sigríður 13 ára niðursetningur á Finnastöðum í Spákonufellssókn og þar er hún enn http://www.ætt.is 13 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.