Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
til heimilis árið 1826. Hún var síðan árum saman
til heimilis á Arbakka í sömu sókn, en er komin að
Vakursstöðum 1868. Sigríður deyr síðan 66 ára að
aldri og að öllum líkindum á Vakursstöðum. (Andlát
hennar fannst ekki skráð í kirkjubók). I islendingabok.
is má sjá, að Sigríður Vigfúsdóttir andast þann 23.
júní 1869.
Um Sigríði má lesa í bók Margeirs Jónssonar, að
hún hafi „hvorki getað lært að prjóna, spinna, bæta
bót, eða þjóna sjálfri sér.“ Hún hafi aðeins verið fær
um að sinna mjög fábrotnum störfum og þá undir
eftirliti og enga bóklega þekkingu mun hún hafa náð
að tileinka sér. Öruggt má því telja, að Sigríður hafi
þurft á mikilli aðstoð samferðafólks síns að halda.
Því miður er afar lítið hægt að gera sér grein fyrir
ævi Sigríðar. Við munum aldrei fá vitneskju um hvaða
hugsanir bærðust innra með henni, en þó er hægt að
geta sér þess til, að hún hefur ekki verið öfundsverð
af hlutskipti sínu í tilverunni. Víst er, að niðursetning-
ar hafa aldrei verið hátt skrifaðir og að öllum líkind-
um hefur ekki ævinlega verið tekið nægilegt tillit til
fötlunar hennar.
Ómagi
Greinilegt er á athugasemdum presta í sókninni, að
Sigríður hefur búið við andlega skerðingu, en hvað
hefur valdið þessari skerðingu er ómögulegt að dæma
um. Kannski var hún fötluð frá fæðingu, kannski voru
einhver veikindi ástæðan, eða jafnvel harkaleg með-
ferð á unga aldri. Hver veit? Því miður mun það víst
ósjaldan hafa átt sér stað, að börn hafi verið beitt það
miklu harðræði, að þau báru þess aldrei bætur síð-
ar meir.
Hér má sjá nokkrar glefsur úr sóknarmannatölum:
1826 er Sigríður á Finnastöðum, þá skráð „niðurseta,
vitskert." 1829 er hún á Árbakka sögð niðurseta, óles-
andi. 1834 er skráð um Sigríði, að hún sé „ómagi, vit-
skert.“ Árið eftir er skráð um hana að hún sé „nið-
urseta, fábjáni.“ 1848: „niðursetningur, fábjáni.“
1851: „ólæs, fábjáni.“ 1854 er skráð „hreppsómagi."
1857: „hreppsómagi, ekki fullvita.“ 1861 er skráð
„ólæs, vantar algjörlega kristindómskunnáttu og
uppfræðing.“ 1865 er skráð um Sigríði: „niðurseta,
ólæs.“ 1866 og 1867: „hálfviti á sveit.“ í fólkstali í
ministerialbók frá 1868, er Sigríður sögð 64 ára, ólæs
niðurseta á Vakurstöðum. „Hefur ekki getað lært í
kristindóminum, er fáráðlingur (hálfviti)
Hallgrímur og Arent
Hallgrímur Jónsson var fæddur 24. febrúar 1787,
dáinn 26. janúar 1860. Hann var læknir og bóndi
Miklagarði á Langholti, Skag. og víðar. Foreldrar:
Jón „elsti“ Sigurðsson, f. 1737, bóndi Lómatjörn og
Borgargerði Laufássókn. Síðari kona hans var Guðrún
Eiríksdóttir, f. 1760, d. 21. apríl 1843. Hallgrímur var
gáfaður maður, hann stundaði lækningar. Hann var
sjálflærður, en þótti hafa góða þekkingu á lækning-
um. Hallgrímur var við margar konur kenndur og all-
mörg börn átti hann, bæði innan og utan hjónabands.
í islendingabok.is má lesa: „Skarpur og skáld gott, en
kvennamaður mikill.“
ArentArentsson var fæddur 24. marz 1818. í min-
isterialbók er skráð um foreldra: „Madwe Schram lýsir
Landmaaler Arent Aschlund, ógiftan - en hún er gift.“
Guðfaðir: „Sýslum. í Strandasýslu, Canceli sekreter
JJ. Bondesen.“ Arent fermist 1833. Fósturforeldrar:
„Árni Ólafsson, meðhjálpari og Jórunn Jónsdóttir
á Árbakka.“ Umsögn: „Kann og skilur prýðilega,
skikkanlegur." Um Arent má lesa í fyrsta bindi af
Borgfirzkum æviskrám, en hann bjó á Bjargarsteini
í Stafholtstungum í Borgarfirði. Arent var kvæntur
og átti nokkur börn, en ekki er þó Sigríður skráð þar
meðal barna hans.
Sigrídur föðurlaus
Nafnið Sigríðurföðurlaus má sjá í dálkinum um fædd-
ar meyjar árið 1840 í kb. Hofs- og Spákonufellssóknar.
Fæðingardagur er skráður lO.jan. Móðir: „Sigríður
Vigfúsdóttir, vitskert á Árbakka “ Vitundarvottar
eru Jón Jónsson og Una Árnadóttir á Árbakka. Þessi
færzla er nokkuð frábrugðin öðrum tilsvarandi færzl-
um frá þessu ári, þar eð þarna er ekkert skráð um
hvar, eða hvenær telpan er skírð - og á þetta aðeins
við um Sigríði. Annað er og nokkuð undarlegt: Nöfn
allra hinna firnm stúlknanna, sem fæðast þetta ár, eru
skráð í réttri tímaröð, en nafn Sigríðar er skráð á eftir
nöfnum tveggja stúlkna sem fæðast í maí, en á undan
nöfnum stúlknanna þriggja, sem fæddar eru á síð-
ari helmingi ársins. Helzt hefur hvarflað að mér, að
þar eð um afskrift áðurnefndrar kirkjubókar er hér að
ræða, hafi upphaflega verið skrifað 10. júní og að það
sé hinn rétti fæðingardagur Sigríðar.
Niðurseta
Strax á fyrsta ári, eða árið 1840, er Sigríður komin í
fóstur til Jóhannesar Guðmundssonar, 53 ára og Helgu
Sveinsdóttur, 48 ára á Steinarstöðum í Hofssókn (ath.
ætti að standa Steinnýjarstöðum, en þetta bæjarheiti
má sjá skráð á ýmsa vegu)! Þar er hún sögð niðurseta
árið 1845. Árið 1850 másjá,að Sigríðurföðurlaus, 10
ára niðurseta á Steinarstöðum, stautar. Síðar má lesa,
að Sigríður Sigríðardóttir á Steinnýjarstöðum, „fædd
á Árbakka,“ fermist 17 ára í Hofssókn þann 14. júní
1857. Fósturfaðir: Jóhannes bóndi Guðmundsson.
Kunnátta Sigríðar er sögð sæmileg og hegðun henn-
ar góð.
Sigríður er síðan skráð Sigríðardóttir fram undir 1.
janúar 1869. Eftir það Hansdóttir. Hún er sögð „ljett-
astúlka“ á Steinnýjarstöðum á árunum 1855 til 1857.
Sigríður er á sama bæ 1859 og enn 1865 og 1866, (hér
er bærinn nefndur Stenjarstaðir)! sögð læs vinnukona.
í fólkstali ministerialbókar frá marz 1868, er Sigríður
skráð 28 ára vinnukona á Keldulandi.
Þar á bæ er einnig 24 ára vinnumaður að nafni
http://www.ætt.is
14
aett@aett.is