Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Side 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Side 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013 Spákonufell í Austur-Húnavatnssýslu. Nafnið Sigríður föðurlaus má sjá í dálkinum um fæddar meyjar árið 1840 í kb. Hofs- og Spákonufellssóknar. (Ljósmynd Björn Jónsson skólastjóri). Þorsteinn Björnsson. (Sjá um hann síðar). 1. janúar 1869 er Sigríður skráð 29 ára vinnukona á Litla-Bakka í Hofssókn. Skv. mt. 1880, þegar Sigríður er 40 ára, er hún vinnukona í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. Sigríður giftist ekki, en barnsfeður hennar voru tveir, Þorsteinn Björnsson og Þorleifur Frímann Björnsson. Sambúðin með þeim hefur ekki staðið rétt lengi. Og hvað dætur Sigríðar varðar, virðist sem þær hafi ekki vaxið upp í skjóli móður sinnar, enda hæp- ið, að hún hefði getað séð þeim farborða, þar eð laun vinnukvenna, á þessum tíma, munu hafa verið afar lág. Barnsfeður Sigríðar Þorsteinn Björnsson var fæddur 30. ágúst 1844 og dáinn 1. febrúar 1919. í Mt. 1850 má lesa: Þorsteinn Björnsson er 6 ára í Ásgerðarstaðaseli, hjáleigu, Myrkársókn, Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans eru Björn Benediktsson, 34 ára, bóndi og Guðrún Guðmundsdóttir, 36 ára, kona hans. Fæðingarstaður þeirra allra er þar í sókn. í SÆ er skráð, að Þorsteinn hafi verið í Víkum á Skaga 1880. í islendingabok.is stendur: „Var í Ásgerðarstaðaseli, Myrkársókn, Eyj. 1845. Vinnumaður í Keldulandi, Hofssókn, Hún. 1870. Bóndi á Skeggjastöðum.“ Þorleifur Frímann Björnsson, var fæddur 13. desember 1851, dáinn 4. september 1905. Um hann má sjá í Mt. 1855: Þorleifur Frímann Björnsson er 4 ára í Harastaðakoti, heimajörd, Hofssókn, Húnavatnssýslu. Foreldrar hans eru Björn Guðmundsson, 33 ára bóndi og Hólmfríður Sigurðardóttir, 27 ára kona hans. í islendingabok.is stendur: „Vinnumaður á Syðri- Hóli, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Höfnum,Hofssókn,Hún. 1880.íFossseliíSkagaheiði. Bóndi á Kjalarlandi á Skagaströnd 1901.“ Dætur Sigríðar Nöfn eftirtalinna þriggja dætra Sigríðar fundust í min- isterialbók Hofs- og Spákonufellssóknar: Arnbjörg Þorsteinsdóttir fæðist 25. júlí 1872. Foreldrar hennar eru „Þorsteinn Bjömsson og Sigríður Hansdóttir, bæði ógipt og búlaus á Litlabakka.“ I Mt. 1890 má lesa, að Ambjörg Þorsteinsdóttir er 18 ára vinnukona Syðra-Hóli, Höskuldsstaðasókn, Húnavatnssýslu. Eftirfarandi má svo sjá í min- isterialbók sömu sóknar: „Hjón gefin saman 1895. Guðlaugur Guðmundsson, yngismaður á Syðrahóli, 24 ára og Arnbjörg Þorsteinsdóttir, yngismey á Syðrahóli, 22 ára.“ í islendingabok.is stendur: „Var á Vakursstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Sævarlandi, Höfðahr., A-Hún. 1957“ Ambjörg and- aðist 13. nóvember 1963. -Sjá meira um hana síðar. Helga Þorsteinsdóttir fæðist þann 18. desember 1873 á Fjalli, skírð 19. desember á Brandaskarði. Foreldrar: „Guðrún (en athugandi er, að nafn móð- ur er skráð svo í kirkjubók) Hansdóttir, Fjalli, ógift, lýsir föður Þorstein Björnsson á Bakka.“ Helga Þorsteinsdóttir frá Álfhóli deyr 'A árs þann 6. júní 1874, skráð ómagi. I athugasemd stendur: „Foreldrar lifa.“ GuðlaugHelgaÞorleifsdóttir fæðist 22. nóvember 1876. Foreldrar: „Sigríður Hansdóttir og Þorleifur Björnson, ókvæntr á ÁlfhólI mt. 1880, þeg- ar Guðlaug er þriggja ára, er hún skráð tökustúlka Stenjastöðum (Steinnýjarstöðum) í Hofssókn og enn var hún skráð tökustúlka, þegar hún fer frá Saurum í Vindhælishreppi til Vesturheims 1889. í islend- ingabok.is stendur meðal annars: „Mun hafa verið gift manni með eftirnafnið Sigurdson.“ Eftir 1885 I skránni yfir brottflutta úr sókninni 1885, er Sigríður, 44 ára vinnukona á Bakka, sögð fara að Heiði (Fagranessókn)? Árið 1890 er Sigríður sögð 52 ára vinnukona á Hrauni á Skaga í Ketusókn og þar er hún enn skráð vinnukona í árslok árið 1900, þá sögð 62 ára. Hún fer síðar til Kanada, e.t.v. árið eft- ir, en í Kanada er fyrir dóttur hennar, Guðlaug Helga http://www.ætt.is 15 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.