Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
Árið 1890 er Sigríður sögð 52 ára vinnukona á Hrauni á Skaga í Ketusókn og þar er hún enn skráð vinnukona í árslok
árið 1900, þá sögð 62 ára. Hún fer síðar til Kanada til dóttur sinnar Guðlaugar Helgu Þorleifsdóttur. (Ljósmynd Björn
Jónsson skólastjóri).
Þorleifsdóttir. Þess má geta, að nafn Sigríðar, finnst
ekki í manntali árið 1901 og nafn hennar finnst heldur
ekki skráð í Vesturfaraskrá.
f Skilaboðaskjóðu Ættfræðifélagsins í júlí árið
2005, óskaði ættingi Sigríðar, að nafni Kristjana, eft-
ir upplýsingum um hana og Guðlaugu Helgu, dótt-
ur hennar, eftir að þær voru fluttar úr landi og sagði
hún þær mæðgur hafa skrifað frá Winnipeg í nokk-
urn tíma eftir komuna þangað. í islendingabok.is má
finna dánardægur mæðgnanna, þannig að víst er, að
einhver tengsl hafa verið við þær í Kanada.
Margir niðjar
Að lokum má þess geta, að niðjar Sigríðar Hansdóttur
hér á landi eru allmargir, en Arnbjörg Þorsteinsdóttir,
dóttir hennar, giftist Guðlaugi Guðmundssyni, f. 14.
september 1870, d. 6. febrúar 1951. Þau áttu heima
á Sæunnarstöðum í Hallárdal í Vindhælishreppi og
eignuðust níu börn.
Foreldrar Guðlaugs voru Guðmundur Helgason
og Efemía Gísladóttir. Skv. Mt. 1870, er Guðmundur
40 ára húsmaður á Svangrund, Höskuldsstaðasókn,
Húnavatnssýslu og Efemía, kona hans er 35 ára. Bæði
eru þau fædd þar í sókn.
Illa fenginn auðinn þinn,
áður en lýkur nösum,
aftur tínir andskotinn
upp úr þínum vösum.
Höfundur: Páll Olafsson
***
Lífs míns sól fer lækkandi
loks hún hverfur sýnum.
Fer því óðumfækkandi
framhjátökum mínum.
Höfundur: Ragnar Ásgeirsson ráðunautur
Lokaorð
Nú er væntanlega kominn tími á að ljúka þessu verki.
Allnokkrum þeirra spurninga, sem komu fram í hug-
ann, þegar ég var að kanna æviferil mæðgnanna,
þeirra Sigríðar Vigfúsdóttur og Sigríðar Hansdóttur,
tel ég mig hafa fengið nokkur svör við, en þó ekki við
þeim öllum. Hitt er annað mál, þegar leitað er upp-
lýsinga um þá, sem horfnir eru á vit feðra sinna fyr-
ir margt löngu, geta komið fram í hugann afskaplega
margar spumingar, sem ekkert þýðir að vænta svara
við, t.d. hvernig var hugsanagangi fólks þessa háttað,
sem leitað er upplýsinga um, skapferli þess eða útliti?
Hvernig var t.d. “venjulegur dagur“ í lífi þessara ein-
staklinga? Hvað er líka hægt að fá að vita um gleði
fólks þessa eða sorgir? -Já, þá finnast fá svörin!
Helztu heimildir:
Gísli Konráðsson: Saga Skagstrendinga og Skaga-
manna.
Margeir Jónsson: Ögmundarstöðum. Heimar horfins
tíma. Útg. 1989
BÆ. Borgfirzkar æviskrár 1. bindi
SÆ. Skagfirzkar æviskrár, 1850 til 1890, 6. bindi
Guðmundur Sigurður Jóhannsson. ÆAH. Ættir
Austur-Húnvetninga.
Júlíus H. Kristjánsson: Vesturfaraskrá 1873-1914.
Útg. 1983.
Manntal 1816, 1850,1855, 1870, 1880 og 1890.
Islendingabok.is: Ymis ártöl og dagsetningar.
Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins í júlí árið 2005
Kb. Hjaltabakka, Höskuldsstaðasóknar, Hofs- og
Spákonufellssókna, Austur-Húnavatnssýslu, Ketu-
sóknar og Hvammsprestakalls í Skagafirði.
Akureyri, 20. febrúar til 13. maí 2013.
Einn kemur þá annar fer
Höfundur: Ragnar Ásgeirsson ráðunautur
http://www.ætt.is
16
aett@aett.is