Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Síða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013 Guðmundur Sigurður Jóhannsson: Um Málfríði Brandsdóttur og börn hennar Málfríður Brandsdóttir fæddist um 1768 á Kárastöðum á Vatnsnesi. Hún var dóttir hjónanna Brands Brandssonar (f. um 1742, d. 1792) og Kristínar Helgadóttur (f. um 1730, d. 27. ágúst 1814) sem bjuggu í Skarði á Vatnsnesi frá því fyrir 1773 og til 1774, en síðan á Illugastöðum á Vatnsnesi til æviloka Brands. Málfríður ólst upp hjá foreldrum sínum á Illugastöðum ásamt systrum sínum tveimur, Kristínu Brandsdóttur (f. um 1766, d. 20. júlí 1843) og Elínu Brandsdóttur(f. um 1772,d. 1. september 1859). Voru þær allar þrjár í foreldrahúsum þar til faðir þeirra dó, en fóru þá í vinnumennsku, Málfríður væntanlega í austurpart Húnavatnssýslu, en Kristín og Elín á bæi í nágrenninu. Hvorug þeirra síðastnefndu giftist eða átti afkomendur, það séð verður í fljótu bragði, en um Elínu ritar prestur eftirfarandi athugasemd í kirkjubók við greftrun: „Var blind frá því hún var 6 vetra“. Árið 1794 var Málfríður orðin vinnukona á Holtastöðum í Langadal og átti þá dóttur með giftum manni, Árna Jónssyni, sem var hjú á sama heimili. Þá var hún álitin það vel stæð, að hún var talin borg- unarmaður fyrir sektinni sem henni var dæmd fyrir skírlífisbrotið. Tveimur árum síðar, hinn 6. október 1796, gekk Málfríður í hjónaband með Jóni Ólafssyni í Blöndudalshólaprestakalli í Húnavatnssýslu. Þau virðast hafa verið í vistum eða húsmennsku í upp- sveitum fyrstu hjúskaparárin, en fengu svo jarðnæði til ábúðar á Kálfshamri á Skagaströnd. Hófu þau þar búskap annað hvort 1798 eða 1799. Jóns naut ekki lengi við því hann drukknaði á Húnaflóa 14. maí 1800 ásamt Guðmundi Einarssyni bónda á Saurum á Skagaströnd, og virðast þeir hafa farist í fiskiróðri. Dætur í lausaleik Málfríður og Jón eignuðust fjórar dætur og fædd- ist sú yngsta eftir lát föður síns. Fjölskyldan sundr- aðist við dauða Jóns, og fóru þrjár eldri dætumar til vandalausra. En dóttir Málfríðar og Árna Jónssonar ólst upp með föður sínum meðan hans naut við, og var svo tekin í fóstur af heiðurshjónunum Jóni Benediktssyni og Ingiríði Jónsdóttur í Sólheimum í Svínavatnshreppi. Aldamótaárið 1800 brá Málfríður búi á Kálfshamri og fór í húsmennsku að Höfnum á Skaga með yngstu dóttur þeirra Jóns. Má vera að hún hafi þá hafst við í Kolkubúð eða Rifi, en þessar gömlu hjáleigur frá Höfnum, sem í daglegu tali voru nefndar Hafnabúðir, voru stundum í byggð, en eins oft í eyði.. Eftir að Málfríður varð ekkja eignaðist hún tvær dætur í lausaleik, væntanlega með sama manni, en ekki finnst stafkrókur um þær barneignir í legorðsmálaskjöl- um úr Húnavatnssýslu. Má það undrum sæta, því slík skjöl virðast hafa verið samviskusamlega færð í Húnavatnssýslu á árunum upp úr 1800. Málfríður var í húsmennsku í Háagerði á Skagaströnd 1805-1806 með yngstu dóttur sína. Varð úti Nokkrum árum seinna hefur tekið að halla undan fæti hjá henni og hún neyðst til að kalla eftir framfæri hjá fæðingarsveit sinni, Kirkjuhvammshreppi. Síðustu árin var Málfríður á sveitarframfæri á Gauksmýri í Línakradal 1812-1813, á Almenningi á Vatnsnesi 1813-1814 og á Gauksmýri aftur 1814-1815, en í vinnumennsku í Stapakoti á Vatnsnesi 1815-1816. Allra síðast var hún á sveitarframfæri í Múla í Línakradal 1816 til æviloka. Hún dó20.janúar 1817, „Ekkjauppflosnuð í niðursetu áMúla,48 [ára],dó úti í stórkafaldshríð", ritar prestur í kirkjubók við greftr- un hennar. Börn Málfríðar Nú verður gerð grein fyrir börnum Málfríðar og feðr- um þeirra, eftir því sem heimildir hrökkva til. Barnsfaðir: Árni Jónsson, f. um 1745, d. 16. nóvember 1802 á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi, vinnumaður á Holtastöðum í Langadal. Foreldrar: Jón Bjarnason bóndi í Syðri-Tungu í Staðarsveit 1762 og kona hans Þuríður Árnadóttir. Árni var lausamaður í Sólheimum í Svínavatnshreppi manntalsárið 1801, en síðast á Litla-Búrfelli. Barn: Málfríður, f. 1794 á Holtastöðum, d. 18. apríl 1838 á Vörðufelli á Skógarströnd, gift fyrr Katli Jónssyni bónda á Vörðufelli, síðar Jóni Jóhannessyni bónda á Vörðufelli. Eiginmaður, gift 6. október 1796, Jón Ólafsson, f. um 1753, dr. 4. maí 1800 á Húnaflóa, bóndi á Kálfshamri á Skagaströnd. Óvíst er um ætterni hans, en aldurs vegna gæti hér verið um að ræða Jón Ólafsson, sem var hjá foreldrum sínum á Sævarlandi í Laxárdal ytri manntalsárið 1762, sagður 9 ára, son http://www.ætt.is 17 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.