Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
Ólafs Guðmundssonar og Helgu Jónsdóttur, búandi
hjóna á Sævarlandi.
Börn: Margrét, f. um 1796 á Holtastöðum, d.
13. mars 1848 á Sveinsstöðum í Þingi, gift Jóni
Jónssyni bónda á Húnsstöðum á Asum 1834-1835
og á Skinnastöðum á Ásum 1835-1841. Guðbjörg,
f. um 1798 á Stóru-Mörk á Laxárdal fremri, d. 28.
maí 1883 á Brúsastöðum í Vatnsdal, bústýra hjá
Jóni Jónssyni bónda á Hóli í Sæmundarhlíð 1844-
1849, í Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði 1849-1854,
á Stóru-Mörk 1857-1859 og í Móbergsseli aftur
1859-1860. Hún var ógift og barnlaus. Kristín, f.
2. júlí 1799 á Kálfshamri, d. 1. júlí 1878 í Litladal
í Svínavatnshreppi, gift Jörundi Björnssyni bónda á
Syðri-Reykjum í Miðfirði 1834-1835. Ingibjörg, f.
1800 (sk. 19. ágúst 1800) á Kálfshamri, d. 1828 (gr.
5. maí 1828) í Höfnum á Skaga, var á sveitarframfæri
í Höfnum. Hún var ógift og barnlaus.
Yngstu börn MálfríðarBrandsdóttur voru: Sigríður
Vigfúsdóttir, f. um 1803 á Kagaðarhóli á Ásum, d.
23. júní 1869 á Njálsstöðum á Skagaströnd, var á
sveitarframfæri á Árbakka á Skagaströnd 1845. Hún
var ógift, en átti eina dóttur. Sigurlaug Vigfúsdóttir,
f. 1804 eða 1805, d. 10. febr. 1806 í Háagerði á
Skagaströnd, var hjá móður sinni í Háagerði.
Það er freistandi að geta sér þess til að þessar stúlk-
ur hafi verið samfeðra. En hver var faðirinn? Einn
maður virðist hér öðrum fremur geta komið til greina.
Það er Vigfús Rafnsson, f. um 1773, d. 1. janúar
1830 í Skipanesi í Leirársveit, sonur hjónanna Rafns
Snorrasonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem bjuggu á
Grímarsstöðum í Andakíl. Vigfús var vinnumað-
ur á Vindhæli á Skagaströnd manntalsárið 1801, en
á Hreðavatni í Norðurárdal 1818. Ólafur Snóksdalín
staðhæfir að Vigfús Rafnsson hafi átt laundóttur með
Sigríðarnafni. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 260).
En í þessu tilliti gæti þó hugsanlega annar maður
einnig komið til greina. Það er Vigfús Jónsson, f. um
1744, d. 26. ágúst 1825 á Hvítadal í Saurbæjarsveit,
sonur Jóns Hannessonar vinnumanns á Vesturlandi og
barnsmóður hans Oddnýjar Helgadóttur vinnukonu á
Vesturlandi, sem giftist síðar Gísla Sigurðssyni bónda
á Staðarhóli í Saurbæjarsveit 1762. Vigfús var all-
lengi Vesturlandspóstur, en manntalsárið 1801 var
hann hættur póstburði og kominn í húsmennsku að
ívarshúsum á Akranesi. Hann fór síðar norður og var
í húsmennsku á Bakka á Skagaströnd 1805-1807 og á
Hróarsstöðum á Skagaströnd 1807-1808. Hann gekk í
hjónaband með seinni konu sinni, Valgerði Jónsdóttur,
hinn 5. júlí 1806 í Hofsprestakalli í Húnavatnssýslu.
Áður en skilið er með öllu við Vigfúsana, má
geta þess að 27. júlí 1810 dó ungbarnið Guðrún
Vigfúsdóttir á Spákonufelli á Skagaströnd, sögð „0
[ára], óegtab[arn]“. Um foreldra hennar er ókunnugt,
því færsla um fæðingu og skírn hennar finnst ekki í
kirkjubókum.
Hálf gátan leyst
Ætterni Sigríðar Vigfúsdóttur hefur lengi vafist
fyrir mönnum og er það einskær tilviljun og happ
að tekist hefur að ráða þá gátu til hálfs, það er að
segja hvað móðurlegginn varðar. Á blaðsíðum 381-
384 í Hreppsbók Vindhælishrepps í Húnavatnssýslu
1790-1830, er skrá yfir þurfafólk, færð í bókina milli
tíundarreikninga áranna 1823 og 1824. Þar í er þessi
póstur á blaðsíðu 382: „Christín Jónsdóttir, fædd á
Kálfshamri, vinnur nú í Bólstaðahlíðarhrepp, henn-
ar alsystir Ingibjörg á Höfnum sem verður ómagi
alla æfi, en hálfsystir er Sigríður Vigfúsdóttir á
Finnstöðum eins ómagi.“
Dótturdóttirin
Ekki verður skilist við Málfríði Brandsdóttur án
þess að gerð verði nokkur grein fyrir dótturdótt-
ur hennar Guðrúnu Jónsdóttur. Hún fæddist 28.
ágúst 1827 á Auðunarstöðum í Víðidal og and-
aðist 15. maí 1876 í Reykjaseli í Mælifellsdal, dótt-
írv'-
7 jy R {'f/ « - Þ/t/I dTtl.l u—> op . - /o
Ljýir-jo&sr 'Jertöixur'Jitííu 6'itfcT. % JJxffrpSjj a k e rf irutn '’jlunsuvafaj.a/t/á
-4htrúr\íÝ^.
Síar/iLU,c(birv\ . i ‘ nin, rrf . Jrúéu.éj/frS céenrti, ‘Ma, ■ - : . l .i'.rv.. ?nd. . eJariv . ' P /'fi ítfnu iy J/r/neijy
\f-ejfécLKónUjfcllr f t , iKf i, C&UrLn, Lzjiarffyéhr' ^bi ^ é.ó. ~"T 1 — u — „ —» - — 1 ' n — t' ~ » " - ~ 11 fi f.
cp) JtCÍnilYl buJmumrd mtÉMfS ■ xiPv}/* rrvt-dir-xAnt, ‘ tx,
. í/cferr- - 4' . —■ * - * ■ ' Lsttxm. éérniJeyiJjóru qT ! <V,.vUÍ tVt&rf--. ■ ~H - V - V. — _._lL '{^7 ‘í-ee. :
Legorðsskýrsla úr Húnavatnssýslu 1794 (upphaf). Þar er neðst á myndinni færsla um legorðsbrot Árna Jónssonar og
Málfríðar Brandsdóttur í Holtastaðasókn. (Sýsluskjöl Húnavatnssýslu X, 3.b.).
http://www.ætt.is
18
aett@aett.is