Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Side 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
Og inn í þetta vefur hann Nóa, Sigurði Fáfnisbana,
Sæmundi fróða, Haraldi hilditönn, Lofti ríka, Akra-
Finni og svo ektabrúðum, launbörnum, gildum frúm,
dyggum dætrum, þriflegum ektajóðum, hetjum,
barnaláni og Steinunni stilltu og fríðu, og lætur ekki
staðar numið fyrr en eftir 188 vísur og hefur þá kom-
ist að því að:
Fimmtán kóngar finnast þar
fimm spekingar nafnfrœgir
fimm ríkustu frónsbúar
og fimm þjóðskáldin áður hér.
Nei, hann þurfti ekkert Espólíntölvuforrit fyrir ætt-
arfróðleikinn sinn hann Sigurður blessaður Daðason
enda uppi frá um 1759 til 1820.
Páll skáldi
Til eru ágætar vísur sem bóndasonur einn á
Rangárvöllunum orti,en það voru áhöld um það hvort
faðir hans væri rétt feðraður, en ýmsir þóttust í hæfi-
leikum hans og föður hans sjá spor eftir Pál skálda en
einhvemtíma kvu Páll skáldi hafa litið við hjá ömmu
hans sem þá var bæði ung og lífsglöð og allmiklu
yngri en maður hennar.
Af þessu tilefni orti bóndasonurinn:
Ættartölustigi er stundum háll
og steypir mörgum œttfrœðing í vanda.
Hvort afi minn hét Pétur eða Páll
pú, ég held það megi á sama standa.
en bætti svo við:
Sonarsonur séra Páls
sagður er ég vera.
Amma á Hofi missti máls
en mátti til að bera.
En það eru nú ekki allir sammála um að það standi á
sama hvort afinn heitir Pétur eða Páll, allra síst lækna-
vísindin sem keppast nú við að grúska í genunum og
gætu þess vegna flett ofan af hverju framhjáhaldinu
af öðru ef genagrúskið væri ekki allt hulið leynd og
þagmælsku. Svo að menn geta hér eftir sem hingað til
brugðið sér af bæ án þess að upp komist.
Húskveðjan
Lengi vel tíðkaðist það að hafa húskveðjur heima
á bæjunum, þar sem hinn látni var kvaddur af sín-
um nánustu áður en hann var fluttur til kirkju. í hús-
kveðjunum, sem auk prestanna voru fluttar af leik-
mönnum, nágrannabændum eða vinum var oft fólg-
inn mikill fróðleikur og samantekt á lífi hins látna.
En sjálfsagt hefur það fylgt húskveðjunum eins og
mörgum eftirmælum að hið jákvæða fékk yfirhönd-
ina og gaf heldur betri mynd af viðkomandi en hann
átti skilið.
Það fannst að minnsta kosti Daníel Jónssyni fyrr-
um bónda á Eiði á Langanesi en hann var fæddur
1853 og dó 1930, en hann tók sig til og samdi sína
eigin húskveðju og mæltist til þess að hún væri les-
in upp að honum látnum og það var sannarlega eng-
in lofræða.
Eftir að hafa þakkað guði og mönnum góðar við-
tökur í heiminn léttir hann á hjarta sínu og iðrast
synda sinna. Hann hafi verið elskulegri móður sinni
erfiður og óhlýðinn sonur sem hafi illa haldið sín lof-
orð. Hann hafi ginnt systkin sín út á þunnan ís eða hátt
upp á hús og verið bæði baldinn og ódæll. Yndislegri
konu sinni hafi hann verið vondur og hann skamm-
ast sín fyrir hversu illa hann síðan reyndist ungri og
saklausri bamsmóður sinni. Hann veltir fyrir sér sam-
búðarörðugleikum og hjónaást og kemst að raun um
að mesti örðugleikinn sem hann hefur átt við að stríða
hefur verið fólginn í að sigra sjálfan sig, illar hneigðir
og ófullkomleik. I lok langrar húskveðju kveður hann
heimilisfólkið og sína nánustu en einnig skepnumar
sínar sem hafa klætt hann og fætt.
Melabjargið
Ofan við Mela á Skarðströnd er Melabjargið. Það er
snarbratt og um 450 m hátt. Einhverju sinni voru þeir
í leitum Guðmundur Jóhannesson á Reynikeldu og
Sigurjón Sveinsson á Sveinsstöðum/Kvenhóli (föð-
urbróðir Svavars Gestssonar f. v. sendiherra) og fleiri.
Sigurjón manaði Guðmund til þess að skíta fram af
bjargbrúninni, Guðmundur tók áskomninni - og tókst
það!
Nafnavísa
Þegar níræð frænka mín, Agnes (Bjömsdóttir)
Holteman-Knudsen, fædd og búsett í Noregi alla tíð,
heimsótti Island í sumar fór hún með eftirfarandi vísu,
sem var nánast það eina sem hún kunni í íslensku.
Vísuna hafði langafi hennar, Olafur Björnsson, lengst
af bóndi víða í Hrútafirði ort um barnabörnin sín.
Vísan er trúlega ort á bilinu 1885-1888, en 1888
fæddist yngsta systirin Olöf Sigurrós og hennar nafn
er ekki í vísunni.
Agnes, Björn og Olafur
Inga, Valli, Hallgrímur.
(Ingibjörg og Hallgrímur Valgeir)
Gvendur, Jón og Guðfinnur
(Guðmundur og Guðfinnur Jón)
Gústa, Steinunn, Hólmfríður.
(Hólmfríður Ágústa og Steinunn)
Eigi er mögur nema móðir sé
http://www.ætt.is
21
aett@aett.is