Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013
Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands:
Sundurlausir þankar um
ættfræði og fjölskyldusögu
Sennilega eru engin frœði betri til að gefa mynd
af samfélagi liðinna alda en einmitt ættfræð-
in. Síðan bætist skemmtanagildið við sem bón-
us. Þetta segir Gísli Gunnarsson prófessor við
Háskóla Islands íeftirfarandi grein.Hann fjallar
einnig um œitardramb, frœndsemi, œttrakningar,
áafjölda, endurnýjun þjóðar og „útdauðar ætt-
ir“. Gísli telur einnig hæpið að rekja ættir sín-
ar til einhvers ættföður sem lifði á þjóðveld-
istímanum, eins og Snorra Sturlusonar og Egils
Skallagrímssonar, því allir núlifandi Islendingar
hljóti að vera afkomendur þessara merkismanna
á hundruð efekki þúsundir mismunandi vegu.
Ég flutti á fundi Ættfræðifélagsins 25. mars sl. er-
indi, sem er samhljóða titli þessa greinarkorns. Ekki
er mögulegt að birta erindi þetta „orðrétt“; það fólst í
því að ég sýndi myndir á tilhlýðilegum varpa og tal-
aði ég síðan blaðlaust út frá þeim. Myndirnar sýndu
ættartöflur ýmiss konar, líkön af áafjölda í fyrri kyn-
slóðum og hugsanlegan hámarksfjölda þeirra, um
hugtakið „útdauð ætt“ og hættuna af því að rekja að-
eins ættir í beinan karllegg eins og venja er meðal
margra ættfræðinga erlendis.
Erindið fjallaði þannig að stórum hluta um ýmsa
misnotkun á ættfræði sem bæri að varast. Dæmi var
tekið hvernig þýskir nasistar hefðu fært sér íhalds-
sama ættfræði í nyt í pólitískum tilgangi. Bent var
á að allir íslendingar hlytu að eiga meira eða minna
sameiginlega áa ef nógu langt væri rakið, oftast dygði
að rekja í 11 til 14 kynslóðir eða til 16. og 17. alda,
I apríl 1996 birtist í Fréttabréfi Ættfrœðifélagsins
grein eftir Gísla Gunnarsson prófessor í sagn-
fræði við Háskóla Islands, sem hann kall-
aði Sundurlausir þankar um œttfrœði og fjöl-
skyldusögu.
Greinin byggði á erindi sem Gísli flutti á
Ættfrœðifélagsfundi í mars sama ár. Þar er að
finna afar skemmtilega sýn á hugtök eins og œtt-
ardramb, frœndsemi, œttrakningar, áafjölda
og „útdauðar ættir“. Gísli veitti Fréttabréfinu
góðfúslegt leyfi til þess að endurprenta þessa
ágætii grein. Inngangur og millifyrirsagnir eru
nýjar og á ábyrgð ritstjóra.
ekki ósjaldan miklu minna. Allir værum við að meg-
instofni afkomendur allra þeirra sem lifað hefðu á
fyrri hluta 16. aldar og sem átt hefðu niðja að ein-
hverju ráði.
Ættardramb
Af þessari staðreynd mætti draga ýmsar niðurstöð-
ur: ættardramb er út í hött þegar til langs tíma er lit-
ið. Ef orðið frændsemi á að hafa einhverja merkingu
hljótum við að nota það með varkámi, annars ættum
við öll hundruð þúsunda af „frændum og frænkum“.
Ráðlegt væri að takmarka frændsemishugtakið við
fjórmenninga og þaðan skyldara fólk.
Hæpið er að rekja í verulegri alvöru ættir sínar til
einhvers ættföður sem lifði á þjóðveldistímanum, eins
og til Snoma Surlusonar, Egils Skallagrímssonar eða
Haraldar hárfagra! Allir núlifandi íslendingar hljóta
að vera afkomendur þessara merkismanna á hundruð
ef ekki þúsundir mismunandi vegu en þó er ólíklegt
að hlutur hvers þessara áa okkar í litningafjölda hvers
okkar sé meiri en 1 af 5000-10 000!
Það gerir íslenska ættfræðihefð merkari en ætt-
fræði víða erlendis að hér á landi hafa ættir nær alltaf
verið raktar bæði í föður- og móðurlegg. Galli er hins
vegar að sumir ættfræðingar hafa hætt ættrakningu ef
tiltekinn ái reyndist á engan hátt vera merkur mað-
ur. Til allrar hamingju hefur dregið úr þessari áráttu.
Einnig hafa æ fleiri áttað sig á tilgangsleysi þess að
halda á lofti ættartöflum allt til miðalda, þótt ekki sé
nema vegna blessaða heimildaskortsins!
Raunar er ákveðið lán ættfræðinga að heimildir
leyfa ekki verulega ættrakningu lengur en vit er í, það
er að reyna að rekja allt áatal sitt aftur til fyrri hluta
18. aldar. Metnaður hvers ættfræðings ætti einmitt að
liggja sérstaklega í því að finna út alla áatölu sína í
sjö til átta liði. (Það er allt í lagi að halda lengra aftur,
það hefur stundum skemmtanagildi, en best er þá að
hafa allan vara á.)
Engin fræði betri
Góð ættfræðirakning getur verið ómetanlegur þáttur í
alls kyns rannsóknum á sögu þjóðarinnar, ekki síst í
félagssögu. Hún getur einnig nýst öðrum vísindagrein-
um, t.d. læknisfræði eins og dæmin sanna. En síðast
en ekki síst er góð ættfræði merk vísindi með gildi
af sjálfri sér einni, án tillits til annarra fræðigreina.
Sennilega eru engin fræði betri til að gefa mynd af
http://www.ætt.is
22
aett@aett.is