Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Qupperneq 24
FRETTABREF
^TTFRÆÐIFÉLAGSINS
Armúla 19, 108 Reykjavík, Heimasíða: http://www.aett.is, Netfang:aett@aett.is
Opnunartími Þjóðskjalasafns
Lestrarsalur Þjóðskjalasafnsins er opinn sem hér
segir: Kl. 10:00 - 17:00 þriðjudaga,
miðvikudaga og fimmtudaga allt árið.
Kl. 10:00 - 16:00 á föstudögum á vetrartíma
(1. septembertil 31. maí).
Kl. 10:00 - 14:00 á föstudögum á sumartíma
(1. júní til 31. ágúst).
Sumarlokun og lokun yfir hátíðar er auglýst sérstaklega.
Skjöl eru afgreidd tvisvar á dag úr geymslum
safnsins,kl. 10:30 og 14:30.
Opið hús á laugardögum
Ákveðið hefur verið að hafa Opið hús á skrifstofu
Ættfræðifélagsins að Ármúla 19,2. hæð, á laugardög-
um í vetur. Þar verða kynntar til sögunnar ýmsar ættir,
niðjatöl og héruð, nýútkomnar ættfræðibækur og fleira
ættfræðitengt. Eins og áður eru allir velkomnir með
spurningar og svör, gott skap og fróðleik. Heitt kaffi á
könnunni! Opið verður milli klukkan 13:00 og 15:00 og
lengur ef óskað er. Opið hús verður fram til loka maí.
Vilt þú koma og segja frá?
Vilt þú kæri félagsmaður koma og segja frá þínu
ættfræðigrúski á Opnu húsi. Við erum til í að hjálpa við
að senda út auglýsingu. Áhugasamir hafi samband við
Kristin, í síma 8674347 og 5882450, eða sigkri@hive.is
eða Önnu Kristjánsdóttur á annakk@simnet.is Ekki hafa
allir þeir sem fengið hafa Fréttabréfið greitt árgjöld fyrir
2012. Stjórnin skorar á alla sem eiga eftir að greiða félags-
gjöldin að greiða fyrir aðalfundinn. Allir skilvísir félagar
fá þakkir frá stjórninni fyrir að auðvelda starfið.
STORLÆKKAÐ
VERÐ Á MANNTÖLUM
Nú er lag að kaupa manntölin. Þau eru aðeins til í
takmörkuðu upplagi og verða ekki endurútgefín.
Mörg hefti og bindi eru nú þegar uppseld. Ákveðið
hefur verið að stórlækka verðin á manntölunum svo
allir geti eignast þessi bráðnauðsynlegu hjálpartæki
við ættfræðirannsóknir.
Tilvalið er að gefa jafnt ungum sem öldnum
manntöl í afmælisgjafir.
Verðskráin lítur svona út:
Manntal 1910
1. bindi: Vestur-Skaftafellssýsla, 1.000 kr
2. bindi: Árnessýsla, 2.000 kr
3. bindi: Rangárvallasýsla, 2.000 kr
4. bindi: Gullbringu- og Kjósarsýsla, 2.000 kr
5. bindi Reykjavík 1 og 2, 8.000 kr
Manntal 1845
1 .-3. bindi 1.000 kr hvert bindi
Manntal 1816
6. hefti 500 kr (allt sem til er)
Manntal 1801
3. bindi Norður- og Austuramt 1.000 kr (allt sem til
er)
Hægt er að fá þessi manntöl á skrifstofu félagsins
Ármúla 19 á Opnu húsi sem er alla laugardaga
kl. 13:00 - 15:00. Einnig má panta þau í síma
867-4347 eða í tölvupósti á netföngunum aett@aett.
is og gudfragn@mr.is.
Nóvemberfundur
Fimmtudaginn 28. nóvember mun Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins halda erindi sem
hún nefnir Skapti Skaptason aðstoðarmaður landlæknis. Erindið fjallar um annálað góðmenni, ættir og örlög, auð og
Evrópusöguna og klukkuna sem tikkar ei-líbbð, ei-líbbð. Fundurinn verður haldinn kl. 20:30 í húsi Þjóðskjalasafnsins að
Laugavegi 162, 3. hæð, Reykjavík. Kaffi og spjall. Allir velkomnir!
Janúarfundur
Vegna óviðráðanlegra ástæðna frestaðist erindi Guðnýjar Hall-
grímsdóttur doktorsnema í sagnfræði við Háskóla Islands, sem halda
átti í október s.l. en fimmtudaginn 30. janúar mun hún halda erindið sem
hún kallar Guðbjörg Ketilsdóttir - Einstæð og útivinnandi alla tíð.
Guðbjörg, sem fæddist í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði árið 1767 var sögð
dygg en stórgeðja og vann náið með erlendum kaupmönnum á Islandi
kringum 1800. Um það leyti átti hún í leynilegu sambandi við þekktan
kaupmann sem hún eignaðist börn með. Síðar stóð hún fyrir húshaldi á
einu glæsilegsta býli landsins. Fundurinn verður haldinn kl. 20:30 í húsi
Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162, 3. hæð, Reykjavík.
Kaffi og spjall. Allir velkomnir!