Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar - 01.02.1970, Síða 6

Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar - 01.02.1970, Síða 6
6 FRÉTTABLAÐ ÞRÓTTAR Knattspyrnusnillingurinn PELE Árið 1957 varð 16 ára drengur að nafni Edson do Nascimento fastur leikmaður hjá hinu heimsfræga brasilíska knattspyrnufélagi Santos og voru laun hans 6750 krónur íslenzkar á mánuði, nú þrettán árum og 1000 mörkum síðar þekkja allir hann undir nafninu Pele og laun hans nú eru 273.000 íslenzkar krónur á mánuði. Pele hleypur af leikvelli, eftir að hafa gert 1000. mark sitt. Það var árið 1958 að við Evrópu- búar komumst fyrst í kynni við þennan mikla snilling er hann lék í liði Brasilíu í heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð, þá aðeins 17 ára að aldri. Hann hafði ekki verið valinn í tvo fyrstu leiki þeirra í riðlinum, á móti Austur- ríki, sem Brasilía vann 3—0, og á móti Englandi, en þeim leik lauk með jafntefli 0—0. Eftir þann leik fannst stjórnanda brasilíska liðsins, Feola, breytinga þörf á framlínu liðs síns og Pele var sett- ur í liðið gegn Rússum, en þann leik vann Brasilía 2—0. Að vísu gerði Pele hvorugt markið, en sýndi samt það góðan leik að hann hélt stöðunni. í næsta leik, sem var gegn Wales í 8 liða úrslitum, gerði hann eina mark leiksins, gegn Frakklandi í undanúrslitum gerði hann þrjú mörk, en sá leikur var að flestra dómi bezti leikur keppn- innar og endaði með sigri Brasilíu 5—2 og í úrslitaleiknum gegn Sví- þjóð gerði hann tvö mörk, en þann leik vann Brasilía einnig 5—2. Fyrr í vetur gerði Pele sitt 1000. mark frá því er hann fór að leika með Santos, en milli 14 og 16 ára aldurs lék hann með annarrar deildarliðinu Baura og gerði með þeim 158 mörk, þannig að mörk hans eru að verða tólf hundruð frá því er hann fór að leika í meistaraflokki, en það þýðir að hann hafi gert að meðaltali 80 mörk á ári og er það nokkru meira en flestum liðum tekst að gera, t. d. vann Leeds ensku fyrstudeild- ina í fyrra og gerðu aðeins 66 mörk. Ellefu sinnum á þrettán árum með Santos hefur hann verið mark- hæsti maður Brasilíu, jafnvel árið 1964 er hann hafði verið frá keppni fjóra fyrstu mánuði deildarkeppn- innar vegna meiðsla, þurfti hann

x

Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar
https://timarit.is/publication/1574

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.