Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 6

Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 6
ríkisstuðningi og endaði að lokum sem „verslum á Íslandi“, sem út af fyrir sig er ágætt mál. Við hefðum aftur á móti viljað átak þar sem fólk er hvatt til að velja íslenska framleiðslu sem skapar störf í landinu og stuðlar að verðmætasköpun og minna kolefnisspori. Það endaði þannig að við ásamt fimm öðrum matvælafyrirtækjum tókum okkur saman og fórum í okkar eigin herferð sem gaf góða raun,“ segir Andri en tekur fram að fyrirtækið sé áfram aðili að Samtökum atvinnu- lífsins í gegnum Samtök verslunar og þjónustu. Úrsögnin hafi því ekkert með kjaramál að gera heldur einvörðungu lélega þjónustu SI. En fyrst breiddin innan SI er orðin svona mik- il væri þá eðlilegra að stofna sértækari hags- munasamtök? „Ég held að það þurfi í öllu falli að endurskoða uppsetninguna. Eins og staðan er erum við ósátt við óskýra stefnu. Við höfum lýst yfir óánægju í nokkur ár og nú fannst mér bara nóg komið.“ Íslenska vatnið er einstakt Það er ljóst af tali Andra að dæma að hann er ötull talsmaður íslenskrar framleiðslu. Hann hef- ur óbilandi trú á landinu og kveðst stoltur af stefnu Ölgerðarinnar í þeim málum. „Stöðu minnar vegna er ég talsmaður íslenskrar fram- leiðslu en þess utan verðum við að hafa í huga að kolefnisfótspor íslenskrar vöru er umtalsvert minna en sambærilegrar vöru sem kemur er- lendis frá. Þetta er eitthvað sem við viljum leggja áherslu á. Við erum ekki að öllu leyti samkeppn- ishæf í verði samanborið við innflutta drykki, en ég held að kolefnisfótsporið muni vega þungt síð- ar meir. Ég hef gríðarlega mikla trú á íslenskum vörum til framtíðar,“ segir Andri sem nýtir tæki- færið og bendir á að keppinauturinn, CCEP á Ís- landi, flytji inn gosdrykki í dósum og gleri frá Svíþjóð. „Við erum stolt af því að framleiða okkar vörur hér heima og viljum sýna það á umbúð- unum. Sama hvort það er með íslenskum fána eða öðru. Hins vegar eru reglugerðir um merk- ingar ekki mjög sterkar samanber gosdrykki sem framleiddir eru í Svíþjóð. Þar má vart sjá að þeir séu framleiddir erlendis. Við viljum leggja áherslu á íslenska framleiðslu og erum afar stolt af því.“ Er það samt ekki á endanum verðið sem skipt- ir neytandann mestu máli? „Verðið skiptir yfirleitt miklu máli. Það eru að- ilar á markaðnum sem eru að selja innflutt Pepsi, eins og til dæmis Costco. Þeir hafa komið sér vel fyrir á markaðnum en fólk þekkir muninn. Við höfum séð að þegar þessum vörum er stillt upp hlið við hlið þá velur kúnninn íslenskt. Það eru einhverjir töfrar í íslenska vatninu, það er bara betra. Íslenskur gosdrykkur smakkast öðruvísi en erlendur.“ Mikill áhugi á Collab erlendis frá Fyrir tveimur árum setti Ölgerðin nýjan drykk á markað sem ber heitið Collab. Drykk- Enn einn jarðskjálftinn var nýyfirstaðinn þegar blaðamaður gekk inn í anddyri Ölgerðinnar á Grjóthálsi fyrr í vikunni. Í móttöku fyrirtækisins sat brosmildur ritari sem vísaði leiðina upp á fjórðu hæð byggingarinnar þar sem Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, situr í opnu rými með 30 öðrum starfsmönnum. Við fengum okkur sæti í fundarherbergi með glugga- útsýni yfir stóran lager fyrirtækisins þar sem starfsmenn voru í óðaönn við að taka saman pantanir. Við hefjum samtal okkar á því að ræða feril Andra sem starfað hefur hjá Ölgerðinni í nær tuttugu ár. Hann er nú einn eigenda fyrir- tækisins, en það má með sanni segja að margt hafi gengið á frá því hann hafði fyrst aðkomu að rekstri Ölgerðarinnar. „Ég er ráðinn hingað inn árið 2002 sem ráðgjafi, en tek skömmu síðar við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Árið 2004 er ég ráðinn forstjóri og svo kaupi ég, ásamt Októ Einarssyni [innskot blaðamanns: núver- andi stjórnarformanni Ölgerðarinnar] Ölgerðina og Danól árið 2007. Við sameinum fyrirtækin og byggjum um 12.500 fermetra húsnæði á Grjót- hálsi og sameinum starfsemina á einum stað en hún hafði áður verið á átta stöðum í Reykjavík. Eignarhaldi er nú þannig háttað að við Októ eig- um 26%, en auk okkar eru tveir framtakssjóðir, Horn III og Akur, samtals með 45% hlut. Svo eru aðrir minni hluthafar,“ segir Andri og bætir við að fyrirtækið hafi vaxið umtalsvert síðustu ár. Alls eru starfsmenn fyrirtækisins nú um 360 talsins. „Frá því ég kem inn í þetta árið 2002 hefur umfangið margfaldast. Við vorum á þeim tíma með um 75 starfsmenn en þegar mest lét voru hér 440 starfsmenn með dótturfyrirtækjum. Við höfum að sjálfsögðu gengið í gegnum hrun og faraldur sem hefur leitt til ýmissa breytinga, en auk þess höfum við reynt að ná fram hagræðingu með sameiningu fyrirtækja, útvistun og fleiri þáttum.“ SI ekki með áskrift að tekjum ViðskiptaMogginn greindi frá því í síðasta mánuði að Ölgerðin hefði sagt sig úr Samtökum iðnaðarins (SI). Ástæðan þar að baki var óánægja með stefnu samtakanna í ákveðnum málum. Aðspurður segist Andri einfaldlega hafa séð lítinn tilgang með greiðslu félagsgjalda til SI þegar hagsmunamál fyrirtækisins hafi aldrei fengið hljómgrunn. „Hvorki SI né nokkur annar er með áskrift að tekjum frá okkur. Það þarf að vinna fyrir þeim, þannig er það. Mitt mat er að samtökin eru búin að fletjast út, orðin of stór, sem hefur leitt til þess að lægsti samnefnarinn verður ætíð fyrir valinu í sameiginlegri hags- munabaráttu. Það dugar einfaldlega ekki fyrir okkur,“ segir Andri og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings: „Við höfum á hverju ári sett fram nokkur mál án þess að við þeim hafi verið hreyft. Ég get til dæmis nefnt „Veljum íslenskt átakið“ sem þynntist út í eitthvert sameiginlegt moð með urinn byggir á íslensku hugviti og er þróaður í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Feel Iceland. Hann inniheldur kollagen sem er eitt helsta og nauðsynlegasta uppbyggingar- prótein líkamans. Collab er nú fáanlegur í fimm bragðtegundum en uppgangur drykkjarins hef- ur verið ótrúlegur síðustu ár. Drykkurinn inni- heldur koffín og er því að keppa á markaði sem hefur margfaldast á nokkrum árum. Að sögn Andra fór Collab strax vel af stað. „Þessi mark- aður er ört stækkandi en við höfum náð góðum árangri og höfum í raun tekið þátt í að stækka markaðinn. Og hér er rétt að taka skýrt fram að við lítum ekki á Collab sem orkudrykk heldur er þetta heilsu- og lífsstílsdrykkur,“ segir Andri og heldur áfram: „Kollagenið er algjörlega einstakt. Það er unnið úr íslensku fiskiroði í samvinnu við íslenskt sprotafyrirtæki. Það er frábær tilfinning að geta unnið með slíku fyrirtæki og vonandi get- um við rutt brautina hvað útflutning varðar. Það er mikill áhugi á þessari vöru erlendis frá.“ Er stefnt á útflutning? „Við höfum verið að leggja á ráðin um hvernig við gerum þetta. Við höfum aðeins reynt fyrir okkur í Færeyjum og Finnlandi, en Norður- löndin eru klárlega ofarlega á blaði auk Írlands og Bretlands. Við höfum aftur á móti verið mjög aðkrepptir varðandi framleiðslugetu. Í ljósi auk- innar sölu ásamt velgengni Collab höfum við ákveðið að fjárfesta í nýju húsnæði og nýjum búnaði. Með því erum við að margfalda afkasta- getu okkar í dósum. Fjárfestingin eykur líka hagkvæmni og gefur okkur kost á fjölbreyttari umbúðum sem eru umhverfisvænni.“ Fjárfesting upp á nokkra milljarða Segir Andri að um nokkurra milljarða króna fjárfestingu sé að ræða. Hún muni jafnframt koma til með að auka sveigjanleika Ölgerðar- innar og opna á frekari möguleika í útflutningi á íslenskum drykkjum. „Þetta er milljarða fjárfesting og mun alla vega fjórfalda afkastagetu okkar í dósum. Út- flutningur á vörum er ekki grundvöllur fyrir við- skiptahugmyndinni en þetta opnar vissulega á þann möguleika. Fyrst og fremst er þetta þó gert til að auka afkastagetuna. Að auki tekst okkur með þessu að hagræða og auðvelda ný- sköpun í vöruþróun.“ Að hans sögn er stefnt að því að taka fyrstu skóflustunguna síðar í marsmánuði. Þá eru vonir bundnar við að húsið verði tekið í gagnið Ölgerðin hnyklar vöðvana Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ölgerðin blæs til sóknar en fram undan er uppbygging nýs framleiðslurýmis. Með því mun afkastageta fyrirtækisins fjórfaldast sem þannig mun auka möguleika á útflutningi og nýsköpun í vöruþróun. Fjárfestingin hleypur á nokkrum milljörðum króna. Á næstu tveimur árum stefnir félagið enn fremur á skráningu í Kauphöll en Ölgerðin hefur hug á því að stækka með samrunum. Arkís Ölgerðin mun bæta nýju framleiðslurými við höfuðstöðvarnar. Með því fjórfaldast framleiðsluget- an. Fjárfestingin hleypur á nokkrum milljörðum króna en framkvæmdir munu hefjast síðar í mars. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.