Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 4

Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021FRÉTTIR NETVERSLUN Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Elko, segir hlutfall netsölu af veltu fyrirtækisins hafa lækkað úr 60% í nóvember, þegar samkomu- takmarkanir voru í kórónuveiru- faraldrinum, nið- ur í um 20% af veltu. Hann rifjar upp að Elko hafi að hámarki mátt hafa tíu viðskiptavini í hverri verslun í nóvember. Við því hafi verið brugð- ist með því að efla netdeildina. „Við færðum alla okkar markaðs- starfsemi á vefinn og unnum þar all- an sólarhringinn á þremur vöktum við erfiðar aðstæður því þar voru líka samkomutakmarkanir. Við gátum ekki stöðugt bætt við mannskap. Það var svakaleg törn en gekk samt ótrú- lega vel. Það voru að vísu hnökrar en liðið gátu þrír til fimm dagar frá því varan var pöntuð og þar til hún barst viðskiptavinum. Við gátum ekki ver- ið með 50 manns að taka til vörur heldur aðeins tíu á hverri vakt allan sólarhringinn. Það er sem betur fer liðið,“ segir Gestur. Þótt hlutur net- sölu af veltu hafi dregist saman úr 40-60% í faraldrinum sé hún engu að síður tvöfalt meiri í janúar og febr- úar en sömu mánuði í fyrra. Áætlað sé að hlutur netsölu af heildarveltu Elko verði um 20% í ár. Nýr söluvefur í þróun Gestur segir Elko hafa hafið net- sölu á vefnum Elko.is árið 2007. Stöðugt sé unnið að uppfærslu vefjarins og áformað að taka upp- færðan söluvef í notkun í vor. Ný verslun Elko á Akureyri hafi fengið góðar viðtökur og salan verið í samræmi við væntingar. Þó hafi vetrarfærðin fyrir norðan haft sitt að segja. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Elko sækir fram í netsölunni. Netsalan hjá Elko tvöfaldast milli ára Gestur Hjaltason Áætlað er að fjöldi bréfa undir 50 gr. hjá Íslandspósti (ÍSP) verði um tíu milljónir í ár eða ríflega helmingi færri en árið 2017. Þróun bréfamagns frá 2005 er sýnd á grafinu hér til hliðar. Tölurnar voru fengnar hjá Póst- og fjarskipta- stofnun (PFS). Að sögn Hrafn- kels V. Gísla- sonar, forstjóra PFS, liggja tölur um fjölda pakka- sendinga hjá Póstinum ekki fyrir til birtingar að svo stöddu. Gera megi ráð fyrir að ÍSP muni birta þær í ársreikningi félagsins en aðalfundur fer fram á föstudag. Fækkunin skapar fjárþörf Fækkun bréfa á þátt í fjárþörf sem fjallað er um í skýrslum PFS sem eftirlitsaðila með alþjónustu ÍSP. Þá meðal annars í ákvörðun nr. 1/2021 varðandi umsókn ÍSP um framlag vegna alþjónustubyrði. Niðurstaðan var að íslenska ríkið skyldi, samkvæmt póstlögum, greiða Póstinum 509 milljónir vegna kostn- aðar við alþjónustu árið 2020. Af því tilefni sagði Hrafnkell við Morgunblaðið í síðustu viku að hugs- anlegt væri að stofnunin myndi ár- lega þurfa að meta óhagræði Ís- landspósts vegna alþjónustubyrði og ákvarða framlagið út frá því. Þá að því gefnu að regluverkinu eða til- högun alþjónustutilnefningar verði ekki að öðru leyti breytt. Sé hvati til hagræðingar Með áðurnefndri ákvörðun PFS, nr. 1/2021, var tekin afstaða til um- sóknar Póstsins um framlag vegna alþjónustu. Þ.m.t. dreifingar bréfa upp að tveimur kílóum. Í áðurnefndri ákvörðun PFS segir að fyrirsjáanlegt sé að bréfum muni halda áfram að fækka á næstu árum. Afleiðingin sé meðal annars sú að sjálfbærni þjónustunnar eigi „sífellt meira undir högg að sækja með minnkandi bréfamagni í dreifing- arkerfi fyrirtækisins, sem eykur óhagræði kerfisins í heild. Ekki er líklegt að fyrirtækið geti mætt þessu tekjutapi með frekari hækkun á gjaldskrá fyrir almennan bréfa- póst,“ sagði orðrétt í ákvörðuninni. Spurður hvaða áhrif þessi þróun hafi á fjárþörf Íslandspósts segir Hrafnkell að „ef ekkert er að gert muni það væntanlega auka fjárþörf fyrirtækisins, að því er varðar hrein- an kostnað fyrirtækisins, þegar kemur að dreifingu á bréfum, á óvirkum markaðssvæðum“. Póstnúmer sem falla undir óvirk markaðssvæði eru skilgreind í ákvörðun PFS nr. 13/2020 en þau eru svæði þar sem PFS telur að ekk- ert fyrirtæki á markaði væri tilbúið að dreifa pósti á markaðsforsendum. Varðandi afnám einkaréttar Íslands- pósts á bréfasendingum 1. janúar 2020 rifjar Hrafnkell upp að með því hafi ekki lengur verið heimilt að láta einkaréttinn bera kostnað af alþjón- ustu. Sama staða sé alls staðar í Evrópu. Horfa verði til þróunar í bréfamagninu. Af þessu leiðir að óraunhæft er að tekjur af bréfum standi undir annarri alþjónustu. Ákveðið var í árslok 2019 að eitt verð skyldi gilda fyrir allt landið í pakkasendingum ÍSP. Með því var gjaldsvæðum fækkað úr þremur í eitt og upp frá því miðað við sama verð og var á höfuðborgarsvæðinu. Spurður hvort ljóst hefði verið, þegar þessi ákvörðun var tekin, hvaða áhrif hún myndi hafa á af- komu ÍSP árið 2020, vísar Hrafnkell á kafla 3.6.4. í ákvörðuninni. Þar er vísað til erindis frá ÍSP þess efnis að félagið hafi tapað 126 milljónum á fækkun gjaldsvæða úr þremur í eitt miðað við hverjar tekjurnar hefðu orðið ella. Við meðferð Alþingis á lögum um póstþjónustu hafi sú breyting verið gerð að krafan um jafnaðarverð tæki ekki lengur einungis til bréfa undir 50 grömmum heldur tæki hún nú til allra vara innan alþjónustu, þ.e. bréfa- og pakkasendinga. „Í nefndaráliti þingsins var breyt- ingin rökstudd með tilliti til byggða- og jafnræðissjónarmiða. Engin greining virðist hins vegar hafa farið fram af hálfu þingsins um mögu- legar fjárhagslegar afleiðingar fyrir þann aðila sem skylt væri að starfa undir þessari tilteknu kvöð,“ segir í títtnefndri ákvörðun PFS. Fer gegn eigin markmiðum Síðar er vikið að því hvaða afleið- ingar breytingarnar höfðu fyrir ÍSP. „Leiða má líkum að því að ákvörð- un Alþingis um að takmarka svig- rúm ÍSP til verðlagningar á vörum innan alþjónustu með þeim hætti sem gert var fari gegn upphaflegum markmiðum frumvarpsins um sveigjanleika til að breyta þjónustu- fyrirkomulagi til kostnaðarlækk- unar og/eða tekjuauka.“ Hins vegar telur PFS að ef Póst- urinn hefði gengið „lengra í þá átt að „jafna“ gjaldskrána í átt að því svæðisbundna verði sem áður gilti hefði mögulega komið upp sú staða að fyrirtækið væri að „okra“ á höf- uðborgarsvæðinu“. Þá séu „öll lík- indi til þess að fyrirtækið myndi verðleggja sig út af markaðnum“. Af framansögðu má ráða að Póst- urinn stendur samtímis frammi fyrir tekjuhruni af bréfasendingum og tapi af pakkasendingum en Samtök verslunar og þjónustu telja þær síð- arnefndu fela í sér niðurgreiðslur. Hefði ófyrirséðar afleiðingar Á hinn bóginn telur PFS að Póst- inum hafi ekki verið stætt á öðru en að miða við gjaldskrána sem áður gilti á höfuðborgarsvæðinu. Með öðru og hærra viðmiði sé hætt við hruni í hlutdeild Póstsins í pakka- sendingum á höfuðborgarsvæðinu með ófyrirséðum afleiðingum fyrir rekstur fyrirtækisins. Telur Hrafnkell einsýnt að endur- skoða þurfi kostnaðarlíkan Póstsins í ljósi breytinga á póstmagni. Jafnframt sé „sennilegt að mark- mið laganna um sama verð um allt land hefði ekki náð fram að ganga því almennt verð markaðsaðila á höfuðborgarsvæðinu væri lægra en verð Íslandspósts á landsvísu“. Hrun í bréfa- sendingum hjá Póstinum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hrun í bréfasendingum hjá Íslandspósti eykur að óbreyttu fjárþörf félagsins. Forstjóri PFS segir óvíst hvort markmið laga um eitt verð á landinu hafi náðst. Morgunblaðið/Eyþór Íslandspóstur stendur frammi fyrir miklu umróti á póstmarkaði. 2005-2020 og áætlun fyrir 2021, milljónir bréfa undir 50 g Fjöldi bréfasendinga hjá Íslandspósti 60 50 40 30 20 10 0 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun Áætlun Íslands- pósts Hrafnkell V. Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.