Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Page 17
gerst og fátt um það að segja. En framhaldið varð ein-
kennilegt. Hann stendur upp, en fellur þá aftur. Og
enn stendur Biden upp og heldur brattur af stað en
fellur þá enn og er það fall hvað mest.
Eftir nokkurt mas og óþægilegt upplit fyrir áhorf-
endur, hefur forsetinn sig þó sjálfur upp og fer svo
bærilega léttstígur upp síðustu tröppurnar og kveð-
ur.
Það eru alltaf fordæmi
Þeir, sem telja lítinn vafa á að Biden sé alls ekki bær
til að gegna valdamesta forsetaembætti veraldar,
vegna veiklaðra krafta, bæði líkamlegra sem and-
legra, telja þetta atvik örugglega styrkja sinn mál-
stað. En aðrir geta minnt á svipuð atvik þar sem aðrir
forsetar eiga í hlut. Gerald Ford var allt að því frægur
fyrir að detta um koll á óþægilegum opinberum
stundum. Og ekki bara það. Hann hleypti vælandi
hundi sínum út að pissa í Hvíta húsinu og hurðin skall
á eftir honum og hann komst ekki aftur upp í forseta-
íbúðina og náði ekki í nokkurn mann til að hjálpa sér
og varð að ráfa þar um furðu lengi. Og Biden hafði
það fram yfir Ford að hann datt í flugvélarstiganum á
leiðinni upp hann, en hin leiðin er mun varasamari
eins og Ford fékk að finna fyrir.
Það var alþekkt að Trump forseti átti erfitt með að
fara niður stiga eða halla, eins og í Rósagarðinum, og
gætti sín augljóslega vel. Eitt sinn greip hann þétt-
ingsfast í Theresu May (sem hann treysti ekki að
öðru leyti) er þau gengu frá „Oval“ skrifstofunni í af-
líðandi halla.
Bush eldri sat dýrðlegan hátíðarkvöldverð í boði
japanska forsætisráðherrans, að viðstöddu prúðbúnu
fjölmenni, þegar honum varð bumbult og kastaði
skyndilega kröftuglega upp svo að minnstu munaði,
að fyrrverandi góðgætið færi allt í kjöltu næsta
manns, sem var forsætisráðherrann.
Þessir valdamiklu menn lúta með öðrum orðum
svipuðum lögmálum um flest og aðrir í lægri þrepum
mannheima.
Biden hefur svo oft orðið fótaskortur á tungunni
upp á síðkastið að það var eiginlega orðið tímabært að
fótaskorturinn yrði loksins þar sem hann á helst
heima. En það væri ósanngjarnt, eins og fyrrnefnd
dæmi og önnur sýna, að leggja þessi fótaskortsdæmi
saman í eitt.
En það var sérstaklega eftirtektarvert hvernig Pút-
ín brást við útnefningu Bidens á honum sem morð-
ingja. Hann gerði það í tveimur harla ólíkum skref-
um. Hann kallaði sendiherra Rússlands í Washington
tafarlaust heim þaðan. Það er mjög hart viðbragð á
mælikvarða diplómatíunnar. En hitt var úthugsað og
snjallt. Hann bauð forseta Bandaríkjanna til opin-
berrar umræðu um hið klaufalega útspil hans. Boðinu
var þegar í stað hafnað. Og um allan heim var sagt
manna á milli: Biden á ekkert í slíkan slag við Pútín.
Pútín situr reglubundið á margra klukkutíma blaða-
mannafundi með hundruðum fréttamanna. Situr einn
við borð sitt með aðstoðarmenn langan veg frá. En
Biden? Hann hefur enn ekki lagt í að halda opinn fund
með blaðamönnum vestra.
Boð Pútíns og viðbrögðin við því voru mjög óþægi-
leg, þótt engum dytti í hug að það yrði þegið og eng-
inn gat vitað hvort það væri í alvöru meint.
Veit að hverju er stefnt en
veldur ekki viðbrögðum
En eitt vekur spurningar. Biden hlýtur að vera með-
vitaður um það, að þeir sem settu mark sitt á sögu-
þráðinn um karlinn í kjallaranum, sem kæmist undan
veruleika kosningabaráttu í krafti kóvíð, létu sér ekki
það nægja. Karlinn í kjallaranum var aðeins upphafið.
Alþekkt er að forsendan fyrir farsælum reyfara er að
lokapunktur hans hafi verið í greip höfundarins alveg
frá upphafi og snilldin felst svo í að skrifa sig í átt að
honum, án þess að lesandinn fái neitt við ráðið.
Kamala Harris hafði metnað í metravís. En al-
mennum demókrötum féll ekki við hana og hún féll
snemma út úr prófkjörsbaráttunni. Hún náði hins
vegar vopnum sínum á ný í gegnum stjórnmálalegan
rétttrúnað um lit og kyn og aldur, en ekkert af þessu
bauð Biden lengur upp á.
Hún eygir nú að komast bakdyramegin inn í höll
valdsins, sem kjósendur voru alls ekki spenntir fyrir.
Tekið er eftir því að hún er látin hringja í leiðtoga
fjarlægra ríkja sem forsetinn hefur ekki þrek til að
standa í. Hann tekur það sem hann neyðist til en ekki
meira.
En Biden og ekki síst frú hans ættu að vera mjög
meðvituð um hvernig þessi reyfari endar. Og eins hitt
að klukkan gengur mjög hratt á þau og því eru aðeins
efni í mjög stuttan söguþráð.
Það er þó ekkert víst að Biden fyrirtækið hafi sam-
þykkt þennan þráð, þennan hraða og þessi sögulok,
þótt þau séu meðvituð um hann og telji hann hugsan-
lega óhjákvæmilegan, en vilji reyna að ráða nokkru
um það.
Það er mikið í húfi fyrir soninn og bróðurinn og
milljarðana alla sem þeir hafa haugað saman í krafti
þess gamla í áratugi. Biden, hin farsæla peningamylla
þeirra frænda, fær ekki að fara úr sínu sæti fyrr en
hann hefur notað það vald sem er mikilvægast fyrir
þá. Og Biden þekkir söguna og veit hvað er hægt að
leyfa sér. Fordæmi flokksbræðranna eru fræg. Á
seinasta degi í embætti sínu náðaði Bill bróður sinn
Roger. Og hann náðaði líka bróður Hillary, Tony
Rodham.
En það skrítna er að þótt Biden og Jill kona hans,
sem vakir yfir hverju skrefi Joe (nema í stiganum),
hljóti að vera óþægilega meðvituð um fyrirliggjandi
söguþráð í öryggishólfi demókrata, ná þau ekki að
gæta sín. Og ekki Kamala Harris heldur. Sýnd eru
brot í sjónvarpi við ólík tækifæri þar sem Biden verð-
ur hvað eftir annað á að kalla varaforseta sinn „Harr-
is forseta (President Harris).“ Vandinn er að þeir sem
útbúa minnismiðana fyrir forsetann höfðu ekki haft
ímyndunarafl til að passa þetta. En það óþægilega er
að Kamala Harris hefur iðulega og eins og óviljandi,
að erlendum gestum viðstöddum, talað um Harris og
Biden forsetateymið (Harris and Biden admin-
istration). Hefðin er sú að ráðuneytið er aðeins kennt
við forsetann einan, rétt eins og ráðuneyti hér og ann-
ars staðar eru kennd við forsætisráðherrann einan.
En kannski þykir klókt að venja landa sína sem
fyrst við hið óhjákvæmilega og að tryggja að breyt-
ingin komi svo eins og af sjálfu sér.
Og það hafi allir alltaf vitað.
Morgunblaðið/Eggert
21.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17