Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021 MENNTUN - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum Þ að eru öflugir kraftar að ganga yfir íslenskt samfélag. Að minnsta kosti er erfitt að komast að annarri niðurstöðu ef kaf- að er ofan í stöðu drengja. Áskoranir Að meðaltali er staðan fyrir dreng á Íslandi í dag sú að það eru: - 34% líkur á að hann muni ekki geta lesið sér til gagns eftir grunn- skóla, fer hækkandi - 15% líkur á að hann fari á hegð- unarlyf - Hann er 20 sinnum líklegri til að vera settur á þunglyndislyf en börn í öðrum norrænum ríkjum - Hann fær lækkandi skor á sam- ræmdum prófum í gegnum skóla- göngu sína á meðan systir hans og vinkona fá hækkandi skor - Hann hefur fáar karlfyrirmyndir í námi og þeim fer fækkandi með hverju ári, einungis 17,5% af kenn- urum hans í grunnskóla eru karl- menn - Líklegra er að honum leiðist í skóla en systur hans eða vinkonu - Mamma og pabbi munu kaupa allt að 2,5 sinnum minna af bókum fyrir hann en fyrir systur hans - Á aldrinum 10-19 ára er hann líklegri til þess að taka sitt eigið líf en jafnaldrar á Norðurlöndunum - Í framhaldsskóla eru 40% líkur á því að hann sé orðinn stórneytandi á klámi - Minni líkur eru á að hann klári framhaldsskóla en jafnaldrar hans hjá flestum vestrænum þjóðum - Minni líkur eru á að hann fari í há- skóla en jafnaldrar hans í öllum OECD-löndum og þær fara lækk- andi Framangreind staða er því miður einungis brot af fjöldamörgum gagnapunktum sem hafa birst op- inberlega undanfarin ár um slæma stöðu drengja í íslensku samfélagi. Gögn og niðurstöður sem birtast ítrekað frá opinberum aðilum, ráðu- neytum og virtum alþjóðlegum og innlendum stofnunum eins og land- lækni, Menntamálastofnun, mennta- málaráðuneytinu, PISA, OECD, UNICEF, WHO og samnorrænum könnunum varpa ljósi á ískyggilega heildarmynd. Ljóst er að enginn vill hafa ástandið svona og það þarf að bregð- ast við. Það er grundvallar færni- viðmið fyrir velferðarþjóðfélag að geta skapað börnum góðar aðstæður til að þroskast, læra, dafna og líða vel. Flestir eru því eflaust sammála um mikilvægi þess að kafa dýpra of- an í framangreind vandamál með lausnamiðuðum hugsunarhætti og fara síðan í kjölfarið að virkja auð- lindir af krafti til að snúa við þessari þróun. Vísindi Við skoðum tvo mikilvæga þætti sem rannsóknir sýna að geti haft meiri áhrif á menn en konur. Annars veg- ar er það virkni testosteróns og hins vegar dópamíns. Testosterón: Geschwind og Ga- laburda, hafa sýnt með rannsóknum að testosterón-hormón sem drengir hafa í mun meira magni en stúlkur að meðaltali, getur haft áhrif á þró- un heilastarfsemi þeirra í fósturlíf- inu. Þessi áhrif testosteróns á heila- starfsemi gera drengi að ýmsu leyti „viðkvæmari“ og er talinn vera einn orsakavaldur þess að drengir eru líklegri til að lenda í vanda með hreyfiþróun og málþróun og grein- ast oftar með einhverfu, ADHD og vandamál með lestur. Þess vegna er gífurlega mikilvægt að drengir fái ríkulegt áreiti, eins og að talað sé við þá, jafn mikið og talað er við stúlkur. Rannsóknir sýna að meira er talað við stúlkur en drengi frá fæðingu og vísbendingar eru uppi um að ís- lenskir foreldrar leggi mun minna að drengjum að lesa en stúlkum. Þá er mikilvægt að drengir fái góða þjálf- un á svokallaða bókstafs – hljóða- tengingu í byrjun lestrarkennslu. Aukið testosterón getur líka þýtt meiri þörf fyrir líkamlega útrás og áhættutöku. Þar gæti aukin hreyf- ing og í einhverjum tilfellum keppni verið áhugahvetjandi og leitt til auk- innar einbeitingar. Dópamín: rannsóknir sýna meiri virkni af taugaboðefninu dópamíni hjá karlmönnum, sem getur meðal annars tengst þáttum eins og mik- ilvægi ástríðu og áhugadrifs þegar kemur að afstöðu gagnvart verk- efnum eins og námi og árangri. Dóp- amín sem er oft lýst sem eftirvænt- ingarboðefni, veitir ánægjutilfinningu þegar verðlaun og uppskera eru fram undan. Aukið magn af dópamíni og sérstaklega meiri sveiflur á því sviði eins og ein- kenna fremur karlmenn eru þó sér- stakir áhættuþættir þegar kemur að fíknieinkennum. Þar sem dópamín tengist einnig námi, árangri og viðurkenningu get- ur það verið mótandi þáttur gagn- vart ástríðumyndun. Rannsóknir okkar sýna að ástríða er mikilvægari þáttur í drifi karlmanna gagnvart verkefnum. Einnig hafa karlmenn sterkara samband milli ástríðu og þrautseigju. Konur hins vegar hafa sterkara samband milli þrautseigju og gróskuhugarfars. Þetta gæti gef- ið vísbendingar um það að til að fá drengi til að nota sinn viljastyrk og þrautseigju er skynsamt að leita eft- ir tækifærum þar sem þeir geta unn- ið að verkefnum sem tengjast þeirra ástríðu eða sterkum áhuga. Framan- greindur þáttur á vissulega einnig við um stúlkur, en drengir kunna að vera líffræðilega viðkvæmari gagn- vart mikilvægi þess að slíkur neisti sé kveiktur. Lykillinn hér er að fanga áhugann. Möguleikar Grunnleggjandi þættir í heila- starfsemi einstaklinga tengjast hvíta og gráa efni heilans. Þar mætti kalla gráa efnið tölvu heilans og hvíta efn- ið leiðslurnar í tölvunni. Hreyfing, góð tengsl og að læra nýja hluti hafa jákvæð áhrif á heilbrigða virkni í gráa og hvíta efni heilans. Þessir þrír þættir ættu að vera í fókus gegnum allt lífið. Hreyfing: rannsóknir sýna að hreyfing skapar betri ró, einbeitingu og sjálfsmynd sem er góður grunnur fyrir nám. Öll börn og unglingar ættu að minnsta kosti að hreyfa sig í einn tíma á dag. Út af hærri te- stosterónvirkni hjá drengjum er regluleg hreyfing sérlega mikilvæg fyrir þá. Til þess að auka líkurnar á góðri einbeitingu og hámarks- upptöku lærdóms m.t.t. minnis er mikilvægt að hafa ekki of langar kennslustundir, eða að hámarki 35- 40 mín. með 10-15 mín. hléi inn á milli. Tengsl/samkennd: Paul Gilbert, prófessor skrifaði bók sem kom út árið 2009 og heitir „The Com- passionate Mind“. Hann leggur þar áherslu á mikilvægi vingjarnleika, samkenndar, gæða samtala og sam- veru fyrir okkar heilastarfsemi. Hlý samvera hefur áhrif á hormóna- starfsemina á jákvæðan hátt. Horm- ónið oxytósín hefur áhrif á vellíð- unartilfinningu okkar. Gilbert bendir á að umhyggja og þróun hennar, það að upplifa góðvild, hlýju og samúð, er gífurlega mikilvæg til að aðstoða okkur við að öðlast til- gang með lífinu og aukna hamingju. Þessi upplifun hefur jákvæð áhrif á alla okkar líkamsstarfsemi, styrkir ónæmiskerfið, minnkar streitu og segja má að hún sé nokkurs konar vítamín fyrir okkar heilastarfsemi. Í skólanum er sérlega mikilvægt að vinna með þessa þætti. Jákvæð við- brögð þegar einstaklingar eru að gera sitt besta eða ná að framkvæma það sem þeir ætluðu sér eru því mjög mikilvæg. Þar eru foreldrar og kennarar í lykilhlutverki. Síðan er að sjálfsögðu aldrei hægt að verð- leggja gildi jákvæðra félagslegra tengsla. Ástríða/læra nýja hluti: gefum börnum og unglingum möguleika á að vinna meira með þætti sem tengjast þeirra áhugasviði. Hjálpum þeim að finna ástríðuna og þróa hana. Í sam- bandi við lestur, finnum texta og bæk- ur sem einstaklingurinn hefur áhuga á að lesa. Eflum vinnu með skapandi skrif þar sem barnið/unglingurinn fær að vinna með viðfangsefni sem það velur sjálft. Eflum möguleikann á verkefnavinnu sem byggir á sam- vinnu þar sem gefast líka möguleikar á nýskapandi hugsun. Drengirnir okkar eru margir á erfiðum stað. Undirritaðir eru sann- færðir um að með réttu áreiti og hvatakerfum ásamt auknu aðhaldi og umræðu er hægt að stórbæta stöðu drengja í íslensku samfélagi. Framangreindir þættir gagnast von- andi sem innlegg í þá góðu umræðu sem farin er af stað, umræðu sem þarf að dýpka á flestum sviðum sam- félagsins hvort sem það er í skól- anum, í félagsstarfinu, á Alþingi eða á heimilinu. Staða drengja – áskoranir og möguleikar Morgunblaðið/RAX Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hs@nu.is Tryggvi Hjaltason ’ Jákvæð viðbrögð þeg- ar einstaklingar eru að gera sitt besta eða ná að framkvæma það sem þeir ætluðu sér eru því mjög mikilvæg. Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sál- fræði við Háskólann í Þrándheimi og Há- skólann í Reykjavík og Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur CCP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.