Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.3. 2021 Í gær föstudag brá bréfritari, reyndar eins og byssubrenndur, sér inn í Laugardalshöll, til að fá bóluvörn frá hinu margrægða Astra- Zeneca skotið í vinstri upphandlegg sinn. Leist þó ekki á blikuna þegar draumaland sprautunnar nálgaðist. Það voru álíka margir bílar á beygjuljósunum norður af Suðurlandsbraut og þegar meiri háttar landsleikir í bolta við stórþjóðir verða senn flautaðir á. Og við höllina sjálfa voru, eins og þá, bílar um allt og upp um allt. Og ekki varð betur séð en löng biðröð fólks á allra besta aldri stæði utan við á leið sinni í höllina. Skotið var á að þetta væru einir 200 metrar af mannskap, allur á sama skeiði, í mars- gjólu við mínus 3°. Gengið á vit vonglaðari tíma En hlýr Skodinn var yfirgefinn og farið í frakkann og í röðina. Það var ekki laust við að það væri nokkur galsi á meðal hinna grímuklæddu í röðinni, sem voru svo margir að væri þetta bíó hefði mátt gefa sér að til stæði að ræna alla banka þjóðarinnar og útibú þeirra í sömu ferð. Tilfinningin var sú að það mundi taka tím- ann sinn að koma sér inn í hlýjuna, en það skotgekk. Og það er skemmst frá því að segja að þetta erindi á kórónutíð var allt hið ánægjulegasta. Tíminn í röðinni var innan allra marka og jafnaldrar bréfritara úr öllum áttum glaðbeittir og vandræðalausir. Og þegar inn var komið blasti við hverjum manni að Evrópusambandið hafði hvergi fengið að koma nærri. Skipulagið var upp á það allra besta. Úrvalslið á hverj- um pósti, öruggt og fumlaust. Engir flöskuhálsar neins staðar og hópurinn, sem allur var á nýbyrjuðum átt- ræðisaldri, leiddur áfram og gæti hafa sett hraðamet, enda þrautþjálfaður í „fram nú allir í röð“ fyrir yfir- gengilega mörgum áratugum. Því næst var staðreynt hratt og örugglega að hver og einn þeirra, sem mættir voru, ætti að vera á þessum stað og hvergi nema þar. Atburðarásin Og í beinu framhaldi var maður svo kominn, án þess að taka eftir því, í afmarkaðan hóp, sem fylgdist að eins og á ættarmóti. Settist niður í stól, sem manni virtist hafa verið markaður honum fyrir löngu. Bekknum var nú bent á að fara úr yfirhöfnum og örfáum mínútum síðar brunaði hjúkrunarfólk með borð sín á hjólum á milli stólanna. Bekkjarsystkinin höfðu óumbeðin gert vinstra upp- handlegg kláran, hangandi afslappaðan niður með síð- unni. Þetta var nefnilega sú undantekning tilverunnar þegar best er að gera allt með hangandi hendi. Sprautan á loft. Undirritaður fann ekki að hann væri sprautaður, en fylgdist með þegar innihaldið skilaði sér á sinn stað. Örfáum mínútum síðar var bekkurinn svona líka samheldinn kominn í annað hólf með upp- lýsingablað í höndum. Þegar við höfðum sest þá bar þar að mann sem sagði að nú skyldum við sitja róleg í 15 mínútur. Tæki einhverjum okkar að líða illa ættum við að láta hann vita um það þegar í stað. Sjúkrabílinn sáum við beint utan við norðurgluggann, sem var traustvekjandi. Lokasennan Sessunautur í tveggja metra fjarlægð hægra megin sagði sem svo: „Þetta hlýtur að vera bráðdrepandi, í einhverjum tilvikum, fyrst 15 mínútur duga því að koma sínu fram.“ „Þeir eru sjálfsagt að kanna hvort bráðaofnæmi við bóluefninu sýni sig, sem mun þó vera sjaldgæft, en gerist þá fljótt,“ sagði annar. Engin veiklunarmerki bárust frá þessum hressa hópi og eftir 15 mínútur mátti hann fara. Sjálfsagt höfum við „bekkjarsystkinin“ þóst nokkuð góð, ef bréfritari er trúverðugt eintak um hópinn þann. En þegar hraustir menn eru réttgengnir út úr bólu- setningu er það haft eftir heilbrigðisráðherranum á þingi að íslenska ríkisstjórnin myndi aldrei nota Astra- Zeneca til að bólusetja allmarga ótilgreinda aldurs- flokka. „Það er aðeins vísindaleg niðurstaða,“ bætti ráðherrann við. Aldursflokkurinn nýbólusetti vissi ekki betur fyrir svo sem þremur vikum en að það væri stórhættulegt að nota bóluefnið AZ á aldurshópa eins og þann sem hinir bólusettu tilheyra. Þessi „vísinda“stimplun, sem notuð er að hentugleikum um þá sem hafa komist með misgóð skírteini úr misgóðum háskóla, er ofnotuð. Þeir eru margir ágætir og einhverja má hefja upp á vís- indastall sé það nauðsynlegt og rísa sjálfsagt sumir undir því. En það er enginn vísindabragur á hringlandanum um bóluefnin. Það er margbúið að segja okkur að mannkynið muni ekki vita nóg um þessi efni fyrr en 2023 eða síðar. En við sem heimur höfum ekki tíma til að bíða. Svo er látið að ríkisstjórnir, eins og sú danska og norska, geti gefið sér að allur fróðleikur um Astra- Zeneca muni liggja fyrir eftir að skrifstofumenn (vís- indamenn til að róa lýðinn) hjá þeim í Osló og Kaup- mannahöfn hafi tekið sér tvær aukavikur til að klóra sér í kollinum! Veruleikinn skiptir máli eða hvað Við, sem létum bólusetja okkur í dag, áttum ekkert val um bóluefni. Það val fór eiginlega eingöngu eftir því hvenær við komum undir fyrir rúmum 70 árum. Við vorum svo sannarlega viðstödd, en ekki meira með á nótunum en Joe Biden er endranær. Okkur er flestum fullljóst að um sumt er verið að leggja á djúpið þótt hvergi sjáist til botns. Eftir ESB-klúður ríkisstjórnarinnar vitum við því miður vel að þjóðin verður seint að fullu bólusett og ekki í tæka tíð enda allt með öðrum brag hjá löndum sem þeir Netanyanu, Trump og Johnson fóru fyrir. Og við vitum einnig, enda hefur engu verið leynt fyr- ir okkur, að því fer fjarri að öll kurl séu örugglega komin til grafar í bóluefnamálum. En á naumum tíma og undir miklum þrýstingi hafa menn gert sitt besta. Og verk þeirra hafa verið skoðuð af þeim sem best þekkja til. En tíminn til hvors tveggja varð að vera af skornum skammti. Neyðin kenndi okkur það. Klukkan gengur En við skiljum það, þegar fólk sem að þessu kemur og telur rétt að gefa grænt ljós á bólusetningu þá sé hugsanlega verið að taka áhættu. Eitt af því sem rétt- lætir hana er krafan um að heimurinn fari senn að snúast á ný. Við vitum að jörðin snýst, en því fer fjarri að heimurinn hafi gert það nema að nafninu til síðast- liðið rúmt ár. Boris Johnson fullyrti nýlega að ganga mætti út frá því, án þess að fullrannsakað sé, að AstraZeneca- bóluefnið sé ekki 100% hættulaust. En „vísindamenn- irnir“ haldi því fram að þó séu þrefalt meiri líkur á því að menn fái loftstein í höfuðið og rísi ekki upp eftir það en að bóluefnið gangi endanlega frá mönnum eða skaði þá stórlega. Það hefði auðvitað verið betra að forsætisráð- herrann hefði sjálfur borið fulla ábyrgð á þessari hressilegu samlíkingu og sleppt að hafa „vísinda- mennina“ með í uppljóstruninni. En það er auðvitað orðið þreytandi kækur að veifa þeim við öll tækifæri. Íslenskur forsætisráðherra fyrri tíðar lét smáatriðin sjaldnast flækjast fyrir sér, enda stór í sniðum um flest. Hann vitnaði, að sögn, eitt sinni til speki sem flaug í huga hans þar sem hann stóð í ræðustólnum og Bóluefnilegir menn eru frægar sprautur ’ En það er enginn vísindabragur á hringlandanum um bóluefnin. Það er margbúið að segja okkur að mannkynið muni ekki vita nóg um þessi efni fyrr en 2023 eða síðar. En við sem heimur höfum ekki tíma til að bíða. Reykjavíkurbréf26.03.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.