Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Síða 17
féll vel að málstaðnum sem hann var að verja. Ólafur
Thors mundi ekki reyndar í augnablikinu hver átti
höfundarréttinn að spekinni, svo hann lokaði tilvitn-
uninni með „eins og kerlingin sagði“, sem var viður-
kennd aðferð.
Einhver minnugur þurfti endilega að benda á að
þessi speki væri höfð eftir guðssyninum sjálfum. Ólaf-
ur: „Það gat verið. Okkar maður hitti alltaf naglann á
höfuðið. Það fullyrti kerlingin að minnsta kosti algjör-
lega örugglega.“
Rithöfundur blandar sér í sögu
Frederick Forsyth er ekki verri eða minna áreiðan-
leg heimild en ég og kerlingin sem áðan var nefnd. Af
okkur þremur er hvað mest vitnað til hennar, sem
hlýtur að vera þýðingarmikið innlegg og ákveðinn
gæðastimpill. Ekki síðri en sá um „ritrýnt“ efni, þar
sem klíkubræður og -systur sitja í einhverjum til-
vikum allt um kring, eins og dæmin sanna.
Forsyth vann áratugum saman, til hliðar við að
skrifa metsölubækur sínar, fyrir MI6, hina heims-
frægu njósnastofnun Breta. Það gerði hann án þess
að margir vissu, enda er slíkt gjarnan forsenda þess
að vera þar á launaskrá.
Forsyth og vinnufélagar forðum þurftu að sjá í
gegnum hráskinnaleikinn þá og það gerir hann nú
hvað varðar bóluefnin eftir að ESB var tekið í bólinu.
Auðvitað má segja að það sé eini staðurinn þar sem
má afsaka að vera með allt niðrum sig.
Forsyth sagði á þá leið í vikunni að það væri hefnd-
arþorstinn sem stýrði nú afstöðunni til Breta hjá
gagnslitlu spírunum sem stjórna ESB og sumum
aðildarlöndum þess. En hefndarþorstinn sá sé nú í
bland við hrópandi skömm yfir getuleysi þeirra
sjálfra. Þetta verði allt skiljanlegra sé rétt litið um
öxl. Það mátti hafa verið öllum ljóst sl. vor, að mati
Forsyth, að einungis eitt bjargráð gæti ráðið úrslit-
um í þessum heljarslag. Það snerist um að ná í tæka
tíð að framleiða virkt bóluefni gegn kórónuveirunni,
sem væri öflugt og án alvarlegra aukaverkana.
Sáu ljósið og fórnuðu öllu
Ýmsir snjallir menn gerðu sér þetta ljóst og lögðu
dag við nótt í takt við þennan veruleika.
Þeirra á meðal voru ungir vísindamenn hjá breska
fyrirtækinu AstraZeneca. Þeir töldu fljótlega að
margt benti til þess að þeir væru komnir vel á rek-
spöl um að ná hugsanlega að framleiða, innan tíma-
marka, efni sem uppfyllti þessi skilyrði.
Breska ríkisstjórnin hefði gert það sem ríkis-
stjórnir gera svo sjaldan. Hún stökk á hugmyndina,
þótt ófullburða væri, og tók með því mikla áhættu.
Og lukkan féll í þetta sinn fyrir hugrekkinu eins og
stundum áður. Stóra dæmið sem allt hékk á gekk
upp. American Pfizer varð vissulega hálfum mánuði
fyrra til. En framleiðslan þurfti fleiri en einn í barátt-
una. Bæði fyrirtækin stóðust öryggiskröfur. Og
Bretar virkjuðu nú þá samninga sem þeir höfðu áður
gert til bráðabrigða. Allt var sett á fulla ferð. Tekið
var til við að afgreiða pantanir af krafti og bólusetn-
ing hófst.
En ríkisstjórnir ESB, hvað gerðu þær? Héldu sitj-
endum sínum volgum á meðan. Loksins tóku þó ein-
hverjir að vakna af svefni sínum og sleni. Þá tóku
þau, skelfingu lostin, loks að kalla eftir bóluefnum.
Kröfðust þess loks í örvæntingu sinni að samningum
yrði rift við þá sem sýnt höfðu djörfung og dug á
meðan ESB svaf.
Niðurstaðan
En eðli málsins samkvæmt hlutu þeir að hafa forgang
sem höfðu samið um slíkt og greitt á meðan aðrir sváfu.
Forsprakkar ESB fengu ekki undirtektir við kröfum um
að rifta annarra manna samningum. Og það kynti undir
hefndarþorstanum svo um munaði.
Forsyth bendir á „að í París hrópaði Macron forseti að
okkar bóluefni stæðust ekki kröfur og krafðist svo þess í
beinu framhaldi að fá miklu meira af því! Því næst var
blóðtöppum (thrombosis) slegið upp sem hættumerkj-
um sem réttlættu að hafna efninu!“ Hvað um að fá fram
fáeinar staðreyndir, spyr rithöfundurinn. Tilvik fyrr-
nefndra blóðtappa, segja sérfræðingar, munu vera 66
þúsund á ári hverju að meðaltali eða 1.270 á viku. Þeir
sem hrópuðu aðvörunarorðin vegna blóðtappa, sem ekki
væri hægt að fullyrða að tengdust ekki AZ-bóluefninu,
nefndu á bilinu 8-12 atvik í heild! „Er ekki rétt að senda
þessum fírum reiknistokk?“ spyr Forsyth. „Þeir eru illa
ryðgaðir í reikniverkinu. En hástigi nær þó heimskan
þegar reynt er að trampa trúverðugleika AZ niður og
heimta í sömu andrá að fá úthlutaða miklu fleiri
skammta af efninu til sín. Ekki er hægt að ímynda sér
annað en að framganga af þessu tagi verði til þess að
fækka enn í sísmækkandi hópi þeirra sem enn trúa því
að Bretar hafi átt að halda áfram að láta þennan mann-
skap fara með úrslitaráð yfir breskum hagsmunum,“
segir höfundur spennusagnanna og MI6-foringinn að
lokum.
Ætla mætti að sama gilti ekki síður um fyrirbærin
hér, hjá nágrönnunum í norðri, sem telja að það sé enn
allra meina bót að afsala íslenskum hagsmunum til
þeirra sem ekkert þekkja til þeirra og hafa minni en
engan áhuga á þeim.
Og eru nú að auki alsannaðir aular.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
28.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17