Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.3. 2021 HÖNNUN H vað ef mannvirki myndu spretta upp úr jarðlögunum eða verða til fyrir tilstilli veð- urfarsins á því svæði þar sem þau eru staðsett? Hvað ef byggingar framtíðarinnar yrðu til úr þeim efn- um sem til staðar eru og umbreyttust í krafti þeirrar orku og þeirra auðlinda sem finna má í nánasta umhverfi þeirra? Hvernig litu nátt- úrulegustu mannvirki jarðar út, laus við skað- lega námuvinnslu og óendurnýtanlega orkuöfl- un?“ Þetta eru spurningar sem Arnhildur og Arnar varpa fram í tengslum við verkefni sitt Hraunmyndanir (e. Lavaforming). Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradals- fjall á Reykjanesskaga. Átta hundruð ár eru síðan síðast gaus á Reykjanesskaganum. Það er því ekki ólíklegt að nýtt eldgosatímabil sé hafið á svæðinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur sagði í samtali við Morgunblaðið að við mættum búast við því á næstu tvö til þrjú hundruð árum yrðu fleiri eldgos en hafa verið á síðustu öldum. Hraunflæði hefur mótað landslag í milljarða ára, en á manntíma hefur hraun verið eyði- leggjandi afl. Basískt hraunflæði getur inni- haldið nóg byggingarefni fyrir grunnstoðir heillar borgar sem myndi rísa á nokkrum vik- um. Hljómar ef til vill eins og fjarstæðukennd framtíðarsýn, en erum við kannski komin á þann stað, með tilliti til loftslagsbreytinga að við neyðumst til að ímynda okkur heim sem lít- ur öðruvísi út en sá sem við þekkjum, þar sem notast er við aðrar aðferðir og hugmynda- fræði? Arnhildur, sem stofnaði stofuna s.ap arkitektar, vinnur ásamt teymi sínu að hefð- bundnum arkitektaverkefnum, en einnig til- raunakenndari verkefnum eins og þessu. Þar koma börnin hennar inn í teymið, Arnar Skarphéðinsson sem stundar nám við Listahá- skóla Íslands og Björg Skarphéðinsdóttir sem er fatahönnuður og grafískur miðlari. Nýlega varð Katerina Blahutova arkitekt hluti af teyminu. Með verkefni þeirra, Hraunmynd- unum, vonast þau til þess að varpa nýju ljósi á mannvirkjagerð á tímum loftslagsbreytinga og hvernig hægt er að nýta byggingarefni sem nú þegar er til staðar á hverjum stað fyrir sig. Verkefnið hlaut nýverið styrk frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Umhverfisvottanir og kolefnisspor mannvirkjagerðar Kolefnisfótspor mannvirkjagerðar er um 40% af heildarlosun koltvíoxíðs í heiminum, þar af er 9% vegna sementsframleiðslu, samt eykst bæði eftirspurn og framleiðsla á steypu í heim- inum með ári hverju. Arnar hefur rannsakað þetta sérstaklega í námi sínu við Listaháskól- ann og segir umhverfisvottanir bygginga stórt skref í rétta átt. Að þær hafi góð áhrif á fram- kvæmd og rekstur þeirra bygginga sem eru vottaðar en enn þá vanti mikið upp á að tekið sé á raunverulegum vanda tengdum loftslags- málum. „Ef öll hús í dag væru byggð eftir ströng- ustu núverandi umhverfisvottunum og kröfum myndu þær framkvæmdir samt hafa þau áhrif á loftslagið að það mundi hitna um að minnsta kosti 3-5° gráður,“ segir Arnar. Sem dæmi um þetta nefnir Arnar Bloom- berg-bygginguna í London. Sú bygging er með hæstu mögulegu BREEAM-vottun í heimi þótt hún innihaldi mikið magn af innbundnu kolefni. BREEAM er eitt þekktasta vistvott- unarkerfi í heiminum og er ein af þeim um- hverfisvottunum sem notaðar eru í Evrópu. Vottunarkerfið hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma. Markmið milliríkjanefndar Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, IPCC, er að halda hlýnun jarðar undir 1,5° mörkum. Sam- kvæmt skýrslu og rannsóknum vísindamanna myndi meiri hækkun hafa gríðarlegar hörm- ungar í för með sér. „Vandamálið er að flestar umhverfisvottanir bygginga líta mest til rekstrartengds koltvíox- íðs í byggingum [e. operational carbon]. Það er sú losun sem verður gegnum rekstur byggingarinnar allan hennar líftíma, sem getur verið allt að 100 ár í einhverjum tilfellum. Þessi losun, af því hún er mæld yfir langan tíma, er því meirihluti af heildarkoltvíoxíðlosun bygg- ingar,“ segja Arnhildur og Arnar. Þau segja jafnframt að rekstrartengt koltvíoxíð sé frekar einfalt að mæla. Því sé í flestum löndum nú þeg- ar stýrt af reglukerfi byggingariðnaðarins og yfirvalda með auknum kröfum um einangr- unargildi, orkuramma og fleira. „Í mörgum til- fellum er hægt að minnka þennan hluta kolefn- isspors bygginga umtalsvert. Jafnvel niður í mælanlegt núll ef vandað er til verka. Það er hins vegar hluti hins innbundna koltvíoxíðs sem skiptir okkur máli núna þótt það sé minna hlut- fall af heildinni en rekstrartengt koltvíoxíð. Innbundið koltvíoxíð er sú mengun sem við los- um við byggingarframkvæmdina og hefur áhrif á loftslag plánetunnar í dag,“ segja Arnhildur og Arnar. Innbundið koltvíoxíð verður til í framleiðslu- ferli efna, t.d. steypu, við orkunotkun fram- leiðslu þeirra, efnahvörf og flutning. Mest af innbundnu koltvíoxíði er að finna í burðarkerfi steyptra bygginga. Það getur reynst erfitt að mæla losunina en það er gert með aðferðum eins og vistferlisgreiningu (LCA) en óná- kvæmni gagna og mismunandi upplýsingar frá framleiðendum hráefna geta gert hana óná- kvæma. „En það er í þessum hluta losunar- innar sem stærstu tækifærin eru til að minnka kolefnisfótspor bygginga núna strax og koma þannig í veg fyrir frekari hækkun hitastigs jarðar. Til þess að það sé hægt þarf að breyta flutningskerfum og framleiðsluferlum um all- an heim,“ segja Arnhildur og Arnar. Varpa ljósi á grænþvott og galla í kerfunum Arnar segir að vandamálið sé að núverandi efnahagskerfi hefur ekki svigrúm fyrir þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að sporna við vandanum. Þess vegna verða til vottanir og langtímaloforð frá stjórnmálamönnum sem eru oft ekki mælanleg eða of langt inni í framtíðinni og því erfitt að framfylgja. „Við erum því í miðju blekkingartímabili þegar kemur að lofts- lagsmálum vegna þess að enginn viðurkennir vonleysi stöðunnar sem við erum í. Kannski er þetta vegna þess að okkur finnst auðveldara að ímynda okkur heimsenda frekar en að breyta kerfum,“ segir Arnar. Hann segir jafnframt ólíklegt að miklar breytingar verði á stórum kerfum og framleiðsluaðferðum á næstu árum og því einnig ólíklegt að við komumst hjá frek- ari loftslagsbreytingum. „Þetta verður til þess að við þurfum að bregðast við og hanna mann- virki og borgir sem geta tekist á við öfgafullt veðurfar, hækkandi sjávarmál og straum flóttafólks af hættusvæðum án frekari eyði- leggingar náttúruauðlinda,“ segir Arnar. Nota hraunrennsli til að móta mannvirki og heilar borgir Hraunmyndana-verkefnið hefur ákveðinn samhljóm og tengingu við hugmyndir sem voru rannsakaðar á 7. og 8. áratugunum af ítölsku arkitektastofunni Superstudio. Stofan vann ýmis óhefðbundin verkefni upp úr 1970 sem voru innblásin af vísindaskáldskap í bók- menntum og kvikmyndum sem sýna ný sam- félög, heima og mannvirki í óhefðbundnum að- stæðum. Superstudio varpaði útópískum eða distópískum hugmyndum fram með teikn- ingum auk þess að framleiða kvikmyndir sem höfðu það markmið að vekja athygli á skaðleg- um áhrifum mannvirkjagerðar á náttúruna. „Á svipaðan hátt snýst hugmyndin á bak við Hraunmyndanir um að líta fram hjá gildandi kerfum eins mikið og hægt er. Þ.e.a.s. peningakerfum, framleiðslukerfum, flutn- ingakerfum og húsnæðiskerfum og kanna hvernig þannig mannvirki gætu litið út. Mark- miðið er að sýna hugmyndir þar sem notast er við efni, sem enginn á, eins og hraun,“ segja Arnhildur og Arnar. Hraun er efni sem kemur upp úr jörðinni með reglulegu millibili í miklu magni. Þegar það kólnar býr það náttúrulega til landslag eins og hella, steinmyndanir sem líta út eins og veggir, og breiður af hraunhellum, sem líta út eins og steyptar stéttir eða bílastæði. Í kring- um 400 rúmkílómetrar af hrauni hafa í heildina komið upp í eldgosum á nútíma á Íslandi, þar af 26 á Reykjanesskaganum, að því er fram kemur í BS-ritgerð Daníels Páls Jónassonar í landfræði frá Háskóla Íslands. Í kringum Blá- fjöll er dæmi um að hraun hafi runnið í hrauns- tafla milli fjalla sem ná allt að 100-200 metra þykkt en það eru fjöllin sem hafa afmarkað og stýrt flæði þess. Þótt gosið í Fagradalsfjalli sé talið lítið og vísindamenn á einu máli um þetta sé heppi- legasti staðurinn fyrir hraungos þá gæti þetta verið upphafið að tímabili þar sem nokkur gos gætu orðið. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í viðtali við Sigríði Hagalín Björnsdóttur í sjónvarpsþættinum Kveikur, að það væri mjög gott fyrir okkur að þekkja eldgosasögu svæða aðeins betur og taka tillit til hennar þegar við skipuleggjum byggðir. Katerina Blahutova, Björg Skarp- héðinsdóttir, Arnhildur Pálma- dóttir og Arnar Skarphéðinsson. Morgunblaðið/Eggert Manngerðar hraunborgir Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og sonur hennar Arnar Skarphéðinsson arkitektanemi skoða hvort hægt sé að nota hraunrennsli til að móta burðargrind fyrir borgir og mannvirki. Þetta gera þau með því að segja sögur af ímynduðum og tilraunakenndum heimum sem annars vegar takast á við loftslagsvandann og hins vegar afleiðingar hamfarahlýnunar. Texti: Klara Sól Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.