Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Blaðsíða 19
28.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Þegar svæðið er orðið öruggt er jarðvegur hreinsaður frá veggjum eftir þörfum en einnig er hægt að nýta hann sem einangrun og umhverfi í kringum timburgrindur eða endurnotuð efni sem móta íbúðareiningar og almenningsrými. „Borgir framtíðarinnar munu ekki líta út eins og borgir í dag“ Hraunmyndir er saga af atburðarás sem gerist í fortíð, nútíð og framtíð. „Með því að tengja söguna við jarðfræðilega tímalínu er einnig hægt að kanna ýmsar þverfaglegar tengingar og tækniþróun. Þess vegna skiptum við verk- efninu í þrjá hluta,“ segja Arnhildur og Arnar. Fyrsti hluti, fortíðin, byggir á eldgosinu í Holuhrauni árin 2014-2015. Í þeim hluta er notast við skáldaða atburðarás þar sem til- raunir voru gerðar með varnarveggi til að stýra hraunrennslinu. Því var svo beint að framleiðslustöðvum sem mótuðu hraunið í form og úr þeim voru gerðar byggingarein- ingar. Í þessum hluta verkefnisins á að sýna bæði mistök og velheppnaðar tilraunir. Annar hluti gerist í nútímanum og er stað- settur við Keili árið 2021 þar sem ógn stafar af mannvirkjum og vegum vegna hraunrennslis. Reynslan frá tilraunum við Holuhraun er nýtt til að stjórna stærra hraunrennsli. Stór mót og varnarveggir eru sett upp og notuð til að stýra hraunrennslinu í tvo mismunandi farvegi. Sá fyrri er nálægt upptökum gossins þar sem hraunrennslinu er stýrt í tvær flatar rennur og það mótað í brautir fyrir nýjan aðalflugvöll á Íslandi, staðsettan nálægt Hvassahrauni. Hinn hluti hraunrennslisins flæðir áfram að núver- andi Reykjanesbraut þar sem það rennur í brautir og mótar grunn fyrir leiðarkerfi hrað- lestar milli nýja flugvallarins og höfuðborgar- svæðisins. Með þessu myndast í leiðinni varnir fyrir núverandi vegstæði. Þriðji hluti, framtíðin, gerist nálægt Bláfjöll- um 2040. Lengi hefur verið yfirvofandi hætta á eldgosi en það gæti haft áhrif á neysluvatnsból, mannvirki og dýrmætan gróður í Heiðmörk. Einnig hafa stöðugir jarðskjálftar haft áhrif á stöðugleika orkuöflunar við Hellisheiði. Í sam- vinnu við djúpborunarfyrirtæki hefur verið gerð metnaðarfull áætlun um að bora niður í kviku- hólf sem er að nálgast yfirborðið. Þannig er mögulegt að dæla upp hrauni og stýra því til að draga úr spennu á svæðinu. Hraunið sem dælt er upp er svo mótað á mismunandi hátt í mann- virki. Notast er við byggingarmót og fjarstýrðar vinnuvélar til að móta og stýra rennslinu. Þessi mannvirki verða að nýju fjölmenningarlegu borgarhverfi sem er svar við auknum fjölda íbúa jarðar sem þarf að flytjast búferlum vegna öfga- fullra áhrifa loftslagsbreytinga. Verkefnið er í stöðugri þróun en næstu skref eru að skoða nánar efnasamsetningu og nýt- ingu þeirra byggingarhluta sem verða til við það að stýra hraunrennslinu. Tengingu við inn- viði, tækniútfærslur og fleira sem unnið verður í þverfaglegri samstarfsvinnu. „Markmiðið er að segja sögur og sýna myndir af því hvernig borgir og samfélög framtíðarinnar, og borgir á tímum loftslagsbreytinga, gætu litið út. Án þess að taka afstöðu til þess hvort það er slæm eða góð framtíð. En það er ljóst að borgir framtíðarinnar munu ekki líta út eins og borgir í dag,“ segja Arnhildur og Arnar. Með því að endurskoða hugmyndafræðina á bak við mannvirkjagerð gefum við okkur tæki- færi til að takast betur á við það sem bíður okkar þegar hitastig og sjávaryfirborð hækka og ofsafengin veður verða algengari. Það er langt síðan NASA og fleiri fyrirtæki í samvinnu við arkitektastofur og hönnuði, byrj- uðu að skoða verkefni tengd mannvirkjagerð sem eru á engan hátt tengd byggingaraðferðum nútímans. Markmiðið með því er að geta tekist á við ólíkar aðstæður og umhverfi eins og er á öðrum plánetum. Einnig að geta nýtt það á jörðinni í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sem dæmi er nú verið að vinna a.m.k tvö verk- efni þar sem byggingar eru þrívíddarprentaðar með hraunleir í tengslum við híbýlagerð á tunglinu en NASA hefur áætlanir um að fara með fólk þangað árið 2024. Það eru ekki mörg ár síðan þrívíddarprentun þótti nýstárleg fram- tíðarsýn, hvað þá á tunglinu. „Hraunmyndana- verkefnið er kannski ekki svo fjarstæðukennd framtíðarsýn í ljósi þess að nú gýs í Fagradals- fjalli,“ segja Arnhildur og Arnar. Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Hraunrennsli í landslagi þar sem því er stýrt í fyrirfram mótaðar rásir. Myndir/Arnar Skarphéðinsson, Arnhildur Pálmadóttir og Björg Skarphéðinsdóttir Þegar mót eða stoðveggir hafa verið teknir í burtu standa hraunveggir eftir. „Ég fékk að vera með þegar hann byggði flugskýlið sitt og fylgdist með honum vinna heima á teikniborðinu, sem mér fannst spennandi,“ segir Arnhildur um það hvar áhuginn á arkitektúr kviknaði. Pabbi hennar var byggingartæknifræð- ingur og það var gott að leita til hans til að fá aðra sýn á verkefnin og fá ráð varð- andi tæknilegar útfærslur. Arnhildur fór óhefðbundna leið í náminu þar sem hún var orðin 30 ára þegar hún fór í arkitekt- anám en þar á undan hafði hún starfað sem tækni- og þrívíddarteiknari á verk- fræði- og arkitektastofum bæði á Íslandi og í Noregi. Hún kláraði fornám í hönnun og listum í Myndlistarskólanum á Akureyri og sótti í kjölfarið um í Listaháskóla Íslands. Arn- hildur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en hafði þá unnið á arkitekta- stofunni Studio Granda með námi. Þar segist hún hafa öðlast ómetanlega reynslu til framtíðar. Til þess að klára gráðuna flutti Arnhildur til Barcelona og hóf hún nám við Tækniháskóla Katalóníu ETSAB en kláraði svo mastersgráðu frá Institute for advanced architecture of Catalonia. Í því námi er lögð áhersla á tilraunakennd verkefni tengd mannvirkjagerð og borgar- skipulagi og mikil áhersla á loftslagsmál. Einnig er þar er töluvert notast við for- ritun og stafræna tækni. Eftir námið starf- aði Arnhildur hjá PK arkitektum við verk- efnisstjórn á Hafnartorgi sem var frábær reynsla. „Það má segja að einn þriðji tímans hér á stofunni hjá okkur fari í þessi tilraunakenndu verkefni í dag og ég vona að smám saman breytist kerfin sem við erum að vinna eftir dags daglega og þá verði hægt að sameina „raunveruleg“ verkefni og hugmyndaverk- efnin,“ segir Arnhildur um áhuga sinn á tengslum tækni, vísinda og hönnunar. Áhugi á tengslum tækni, vísinda og hönnunar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.