Fréttablaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 29. júlí 2021 Shamook sló í gegn á YouTube og fékk svo vinnu hjá Lucasfilm. oddurfreyr@frettabladid.is Industrial Light and Magic (ILM), sem sér um brellurnar fyrir kvik- myndagerðarfyrirtækið Lucas- film, sem gerir Star Wars-mynd- irnar, réð nýlega YouTube-ara sem hefur vakið mikla athygli fyrir vandaðar djúpfalsanir. YouTube-arinn, sem kallar sig Shamook, sló í gegn þegar hann gerði djúpfölsun af þekktu atriði sem er í lokin á annarri þátta- röð af Star Wars-þáttunum The Mandalorian. Fölsun hans var að margra mati raunverulegri en brellurnar sem voru notaðar í þættinum sjálfum. Ekki hættur á YouTube ILM staðfesti ráðningu Shamook í fréttatilkynningu og þó að það hafi ekki komið fram í hvaða starf listamaðurinn var ráðinn segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi vaxandi áhuga á vélanámi og gervigreind og fagni framförum á þeim sviðum. Shamook hefur framleitt fjöldann allan af djúpfölsunum sem er hægt að sjá á YouTube-rás hans. Hann hefur til dæmis sett Brendan Fraser í hlutverk Toms Cruise í útgáfuna af The Mummy frá árinu 2017, fínpússað brellur annarra eins og í The Manda- lorian, sett Tobey Maguire í The Amazing Spider-Man og sett Tom Holland í Spider-Man myndir Sams Raimi. Listamaðurinn segist vera búinn að venjast nýja starfinu og að hann muni líklega halda áfram að birta myndbönd á YouTube-rás sinni. n Lucasfilm ræður YouTube-ara Ása Bríet Brattaberg og Álfrún Pálmadóttir vinna saman í sumar að verkefninu Endurofin þar sem þær vefa efni úr notuðum fötum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mikil verðmæti í fatnaði sem er hent Álfrún Pálmadóttir og Ása Bríet Brattaberg vinna saman að verkefninu Endurofið í sumar. Þar rannsaka þær möguleika á að skapa vaðmál framtíðarinnar úr fötum sem Íslendingar eru hættir að nota. Þær vilja með því auka sjálfbærni í textíliðnaði. 2 Góður liðsfélagi í dagsins önn Heilsan er dýrmætust www.eylif.is KOMIN AFTUR!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.