Fréttablaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s 1 4 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 1 Þrettán prósent starfsmanna Menntamálastofnunar segjast hafa orðið fyrir einelti í starfi. Meirihluti starfsfólks treystir hvorki forstjóra né yfirstjórn. thorvaldur@frettabladid.is M E N NTA M ÁL Þrett án prósent starfsmanna Menntamálastofn- unar (MMS) segjast hafa orðið fyrir einelti í starfi og 25 prósent starfs- manna segjast hafa orðið vitni að því að aðrir starfsmenn hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytisins í vor. Í sömu könnun kemur fram að 61 prósent starfsmanna stofnunarinn- ar ber ekki traust til forstjóra MMS, Arnórs Guðmundssonar, og 60 pró- sent starfsmanna bera ekki traust til yfirstjórnar stofnunarinnar. Svar- hlutfall starfsmanna var 98 prósent. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa þrír starfsmenn sagt upp vegna þess sem þeir lýsa sem stjór nunar vanda, stef nuleysi, henti leika stefnu, skorti á yfirsýn yfir verkefni og fjármál og eineltis- tilburðum forstjórans. Einn starfsmaður, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir starfs- menn vinna undir ógnarstjórnun og þöggunarmenningu sem birtist til dæmis í hótunum um brottrekstur. Í viðhorfskönnun menntamálaráðu- neytisins lýsa sumir starfsmenn starfsanda sem þungum, þeir séu hræddir um störf sín og þori ekki að tjá skoðanir sínar. „Fólk er hrætt við að verða refsað, sett út í kuldann og jafnvel sagt upp ef það vill rökræða málin,“ segir í ummælum starfsmanna. Einn starfsmaður sem sagt hefur upp störfum gengur svo langt að bera starfsandann hjá MMS saman við stjórnunartilburði í alræðis- ríkjum. Sorglegt sé að þurfa að flýja vinnustað til margra ára. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eineltismál koma upp hjá Mennta- málastofnun. Í niðurstöðum og úrbótatillögum skýrslu ráðgjafar- fyrirtækis um eineltismál, sem gerð var í fyrra að beiðni menntamála- ráðuneytisins, var stjórnun MMS metin áhættuþáttur fyrir félagslega og andlega heilsu á vinnustaðnum og lagt til að verkferlar í eineltis- málum yrðu yfirfarnir. Uppsöfnuð óánægja meðal starfs- manna MMS gagnvart yfirstjórn beinist einna helst að forstjóra stofnunarinnar. Hafa starfsmenn ítrekað óskað eftir umbótum. Ráðu- neytið hefur nú ráðið mannauðs- fyrirtækið Auðnast til að vinna umbótaáætlun og gera heilsufars- mat á starfsmönnum MMS og mun sú vinna hefjast að loknu sumarfríi. Arnór Guðmundsson, forstjóri MMS, staðfestir að málið sé í ferli í samstarfi við ráðuneytið en vill ekki tjá sig nánar um það að svo stöddu. „Það verður unnið með ráðgjöf- um við að fara í gegnum þessi atriði og ná fram sjónarmiðum starfsfólks og vinna úr þessu,“ segir Arnór. n Starfsmenn Menntamálastofnunar treysta hvorki forstjóra né yfirstjórn Arnór Guð- mundsson, for- stjóri Mennta- málastofnunar. Mmm ... Grillaðir ávextir alveg grillað góðir! COVID-19 Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir telur ótímabært að bólusetja yngri börn gegn Covid-19. „Ef við horfum á faraldurinn hér á Íslandi þá hafa núna um og yfir átta hundruð börn smitast af Covid og ekkert þeirra veikst alvarlega,“ segir Valtýr. Þrátt fyrir að ekkert gefi til kynna hingað til að bóluefni virki illa á börn eða valdi aukaverkunum sem ekki hafa sést hjá fullorðnum telur hann farsælla að bíða nokkra mán- uði eftir meiri gögnum. „Ef við ætlum að bólusetja heilbrigð börn þá verður þetta að vera öruggt.“ SJÁ SÍÐU 4 Telur ekki liggja á að bólusetja börn Valtýr Stefánsson Thors barnasmit- sjúkdómalæknir. Íslendingar eru ekki vanir því að láta sólina fara til spillis þegar hún sýnir sig. Reykvíkingar hafa fengið að þola grámyglulegt veður á meðan aðrir Íslendingar njóta sumarsins en í gær brutust sólargeisl- arnir loks í gegnum skýjahuluna. Engan þarf því að undra að sólþyrstir Reykvíkingar hafi flykkst í sólbað í Nauthólsvík. Veðurspár benda til þess að nokkuð verði skýjað á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.