Fréttablaðið - 29.07.2021, Blaðsíða 24
Rétt er að minna á að
nýjabrum og næm
tilfinning fyrir því
hvernig veröldin veltist
er ekki kynslóðabund-
in.
Brautirnar
eru
fáanlegar
með
mjúklokun
Mikið úrval
rennihurðabrauta frá
Þýsk gæðavara.
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
MYNDLIST
Iðavöllur: Íslensk
myndlist á 21. öld
Listasafn Reykjavíkur,
Hafnarhúsið
Aðalsteinn Ingólfsson
Það er alltaf varasamt að spá, sér
staklega um framtíðina, er haft
eftir þekktum spéfugli. Samt hafa
söfn og sýningarstjórar ástundað
það um árabil, af misjafnlega mikilli
fyrirhyggju. Við könnumst öll við
myndlistarsýningar þar sem sam
tíminn er krufinn undir ýmsum
formerkjum með allrahanda „fram
sýnum“ verkum. Slíkar sýningar eru
í eðli sínu meinlausir og oft áhuga
verðir samkvæmisleikir, svo fremi
sem skipuleggjendur taka sjálfa sig
ekki of alvarlega. Þær geta raunar
verið kærkomið tækifæri fyrir lítt
þekkt hæfileikafólk og dregið fram
í dagsljósið brýn viðhorf sem legið
hafa í láginni. En þessar sýningar
eru ekki „skráning listasögunnar“,
eins og sumir aðstandendur þeirra
virðast halda; sú saga verður ein
ungis skráð af listfræðingum fjar
lægrar framtíðar. Í kjölfar síðari
heimsstyrjaldar var Bernard Buffet
lýstur helsta vonarstjarna evrópskr
ar samtímalistar; í dag er leitun að
fólki sem kann á honum nokkur
deili.
Það er ýmislegt sem samsýning
Listasafns Reykjavíkur, Iðavöllur,
hefur með sér. Heiti hennar er flott,
henni fylgir vönduð skrá og verkin
á sýningunni gera sig (f lest) vel í
því rými sem þau fá. Í stuttu máli
er þarna um að ræða samsýningu
fjórtán ungra myndlistarmanna,
átta kvenna og sex karla – sem líkast
til er lýsandi fyrir kynjahlutföllin í
íslenskri samtímamyndlist akkúrat
nú.
Yfirlýst markmið sýningarstjór
anna þriggja (Aldísar Snorradóttur,
Markúsar Þórs Andréssonar og
Ólafar Kristínar Sigurðardóttur)
er að draga saman verk eftir „milli
bilskynslóð“ íslenskra myndlistar
manna, kynslóðina sem man eftir
„heiminum án internets og snjall
síma“, en tekst nú á við „aukinn
hraða, meiri upplýsingaflæði, óljós
ari landamæri, reikult kyngervi,
breytt samskiptamynstur, nýja
tækni“, um leið og hún man enn
eftir því hvernig hlutirnir voru. „Þau
upplifa endalok heimsins í vissum
skilningi og leggja sitt af mörkum
við nýtt upphaf,“ segir í kynningu.
Af álitamálum
Þetta eru stór orð, sömuleiðis sú
staðhæfing að þátttakendur séu
„leiðandi afl sinnar kynslóðar“. Rétt
er að minna á að nýjabrum og næm
tilfinning fyrir því hvernig veröldin
veltist er ekki kynslóðabundin.
Steinsnar frá Listasafni Reykjavíkur
er til dæmis hálfsjötugur mynd
listarmaður, Kjartan Ólason, að
takast á við þennan hraða, óljósa og
ógnvekjandi samtíma upp á hvern
dag á vinnustofu sinni, sennilega af
meiri einurð en nokkur þátttakenda
á Iðavelli.
Sem tengist því sem sérstaklega
sótti á mig við endurtekna athugun
á þessari sýningu; nefnilega hve fáir
þátttakenda eru í raun að taka á því
sem brunnið hefur á okkur á síðast
liðnum árum, öllu því sem nefnt er
hér að ofan, en einnig af leiddum
fyrirbærum á borð við gervigreind,
endalokum einkalífsins, kóvíð og
náttúruvá á heimaslóðum. Þar sem
finna má ávæning af slíkum álita
málum í verkum þeirra, er það oft
ast nær kirfilega samfléttað annars
konar og einkalegri umfjöllun, eða
þá að skavankar í sjálfri uppsetning
unni drepa á dreif meginatriðum
þess sem menn vilja sagt hafa.
Dæmi um hið síðarnefnda er
innsetning Bjarka Bragasonar, sem
er sýnilega ætlað að benda á við
kvæmt ástand vistkerfanna með
samanburði á gömlu plöntusafni
og vídeólúppu af jarðvegsúrgangi
á safnhaugi; þar ber hið fyrrnefnda
það síðarnefnda ofurliði í rýminu.
Svipað misvægi – bæði hug
mynda legs og uppsetningarlegs
eðlis – skemmir sennilega fyrir Arn
ari Ásgeirssyni, sem skeytir saman
smágerðar lágmyndir af „lyfjaneyt
endum“ og risastóra og afar hagan
lega smíðaðri tilvísun í það sem við
getum kallað „eftirlitsmenningu“.
Einhvers konar tengingu vantar
á milli þessara tveggja þátta. Og
„Myrkraherbergi“ Rebeccu Erin
Moran er tæpast nógu víðáttumik
ið, ógnvekjandi og sexí til að vekja
upp þær kenndir sem tengdar eru
við slík afdrep í „alvörulöndunum“.
Margbrotin merkingarsvið
Í rauninni mundi stór hluti sýndra
verka á þessum tiltekna „velli“ gera
sig ágætlega í öðru samhengi, jafn
vel undir merkjum hins einkalega
og móderníska, og þá á ég ekki ein
göngu við málarana tvo og vefar
ann, Guðmund Thoroddsen, Styrmi
Örn Guðmundsson og Örnu Óttars
dóttur – sem öll eru framúrskarandi
á sínum „eigin“ forsendum.
Hildigunnur Birgisdóttir er síðan
að leita merkingar í hinu lítilfjör
lega og „ómerkilega“, efniviði sem
hún tínir upp af götu sinni, rétt
eins og dadaistar gerðu fyrir margt
löngu. Hér má einnig spyrja sig hvað
nákvæmlega verk Elínar Hansdótt
ur gera fyrir „konseptið“ sem útlist
að er í formála, þar sem þau koma
rakleiðis úr tiltölulega afmarkaðri
veröld hugmyndafræðilegs mín
ímalisma, ganga mjög mikið út á
afbyggingu rýmis. Sem er kannski
ekki það sem okkur er efst í huga.
En eru auðvitað ágæt fyrir sinn hatt.
Stílhrein vídeóverk Doddu Magg
ýjar eru síðan „einkalegri“ en flest
annað á sýningunni og til þess fallin
að leiða áhorfandann í innheima,
fremur en að tengja hann við heim
inn hið ytra. Sem er væntanlega það
sem höfundar sýningar eru á hött
um eftir. Innsetning Önnu Rúnar
Tryggvadóttur af vélvæddum trjám
er sömuleiðis nokkuð vel þekkt –
og helst til augljóst – tilbrigði um
þemað „náttúra og vélmenning“.
Þrátt fyrir útskýringar í skrá
er mér fyrirmunað að skilja hvað
límbandsverk Arnars Alexanders
Ámundasonar á gluggum safnsins
og íslenskur torfbær á hjólum eftir
Evu Ísleifsdóttur gera fyrir þau
þemu sem hér eru undir. En þar er
sjálfsagt um að kenna glámskyggni
minni.
Í mínum huga standa tveir þátt
takenda aðallega undir þeim kröf
um sem ámálgaðar eru í aðfara
orðum sýningarinnar, Anna Júlía
Friðbjörnsdóttir og Páll Haukur
Björnsson. Hvorugt þeirra gefur sig
út fyrir að vera sérstaklega aðgengi
legt í myndlist sinni, en þegar verk
þeirra eru brotin til mergjar, opnast
okkur óvenjulega mörg, margbrotin
og lagskipt merkingarsvið, sem í
sameiningu segja okkur heilmikið
um tilveru og mennsku, með sér
stakri áherslu á núning mennsku
og náttúru. Af þeim tveimur er
Páll Haukur bæði verr í sveit settur
rýmislega og torræðari. Á stundum
er eins og hann teymi áhorfandann
vísvitandi inn í heim þekkingar
og skilningsleysis „þar sem ekkert
merkir nokkuð“, eins og segir í sýn
ingarskrá. Þar reynir, góðu heilli, á
hyggjuvit áhorfandans. n
Umbrot og tilfærslur
Verk eftir Arnar Ásgeirsson vísar í eftirlitsmenninguna.
Flæðarmál eftir Styrmi Örn Guðmundsson.
kolbrunb@frettabladid.is
Sýning Sævars Karls á Mokka verð
ur opnuð í dag, 29. júlí, og stendur
til 22. september.
Á sýningunni eru glæný og nýleg
kyrralífsmálverk unnin hér heima
og í München þar sem Sævar Karl
er með vinnustofu og dvelur hluta
af árinu.
Sævar Karl hefur stundað mynd
listarnám við ýmsa listaháskóla
hérlendis, í Þýskalandi og Austur
ríki. Hann hefur sýnt víða um
heim, meðal annars í Þýskalandi,
Frakklandi, á Ítalíu og Englandi.
„Mér finnst kyrralífsmyndir eiga
vel við á Mokka,“ segir Sævar Karl.
„Rýmið sjálft er eins og úr gamalli
bíómynd.“ n
Sævar Karl
á Mokka
Eitt af verkum Sævars Karls á sýningunni á Mokka.
16 Menning 29. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 29. júlí 2021 FIMMTUDAGUR