Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga www.spennandi-fashion.is MAMA B - VOR 2021 - HÖNNUN OG VELLÍÐAN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem nikótín- vörur svo sem nikótínpúðar verða felldir undir sömu lög og reglur og gilda um rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Gagnrýnt hefur verið, m.a. af Krabbameinsfélaginu, að nikótín- púðar hafi um árabil verið markaðs- settir og seldir án allra takmarkana eða eftirlits. Lagt er til í frumvarpi ráðherra að sömu reglur gildi um aldurstakmark fyrir kaup og sölu á nikótínvörum og þegar gilda um raf- rettur og áfyllingar fyrir þær, „þannig að einungis einstaklingum 18 ára og eldri verði heimilt að kaupa nikótínvörur og sama gildi um þá sem selja nikótínvörur. Lagt er til að óheimilt verði að hafa á umbúðum nikótínvara texta eða myndmál sem geti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna, meðal annars með mynd- skreytingum eða slagorðum, og þannig hvatt til neyslu nikótínvara, en hið sama gildir í dag um rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Lagt er til að kveðið verði á um að tryggt sé að nikótínvörur séu ekki staðsettar þar sem börn nái til,“ segir í greinargerð. Óheimilt verður skv. frumvarpinu að selja nikótínvörur í skólum og á öðrum stöðum sem ætlaðir eru til fé- lags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna og á heilbrigðis- stofnunum og öðrum stöðum þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt. HMS hafi eftirlit með höndum Gerðar verða þær kröfur að allar nikótínvörur, sem settar eru á mark- að hér á landi, verði tilkynntar Hús- næðis- og mannvirkjastofnun sem mun hafa eftirlit með gæðum, öryggi og merkingum varanna. Veita á stofnuninni heimild til að taka gjald fyrir móttöku tilkynninganna, geymslu þeirra, meðhöndlun og greiningu upplýsinga. Reglur settar um nikótínpúða - Frumvarp um nikótínvörur lagt fram Morgunblaðið/Eggert Nikótínpúðar Gagnrýnt er að engar reglur hafi náð yfir sölu á púðunum. Framkvæmdir eru hafnar við Vatns- holtið að sögn Ólafs Arnar Ingólfs- sonar, stjórnarformanns Leigu- félags aldraðra. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var lítil grafa mætt á Sjómannaskólareitinn við Vatnsholtið í gær en þar er fyrir- huguð bygging tveggja þriggja hæða fjölbýlishúsa á vegum Leigu- félags aldraðra. Í húsunum tveimur er áætlað að verði 51 íbúð. Fjölbýlishúsin eru hluti af upp- byggingu á Sjómannaskólareitnum en fyrsta skóflustungan á reitnum var tekin þann 17. mars síðastliðinn og eru verklok áætluð á þriðja árs- fjórðungi 2022. Skiptar skoðanir hafa verið á framkvæmdunum en íbúar við Sjó- mannaskólareitinn hafa lengi barist gegn því að borgaryfirvöld byggðu á þessu græna svæði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jarðvinna Lítil grafa leggur grunn að fyrirhuguðum framkvæmdum tveggja fjölbýlishúsa á vegum Leigufélags aldraðra á Sjómannaskólareitnum. Fram- kvæmdir hafnar Freyr Bjarnason Andrés Magnússon Ómar R. Valdimarsson og Jón Magn- ússon, lögmenn fólks sem var gert að sæta dvöl í sóttvarnahúsi, eru báðir vonsviknir yfir því að ekki hafi komið fram efnisdómur í Landsrétti vegna málsins. „Ég er sannfærður um hvernig það hefði farið. Það liggur ljóst fyrir miðað við hvernig niður- staða héraðsdómara var,“ segir Jón. Um var að ræða fjögur aðskilin mál en þeim var öllum vísað frá vegna skorts á lögvörðum hagsmun- um. Dómur héraðsdóms er því enn í gildi. „Þetta var það sem maður bjóst við að myndi gerast, því miður. Það hefði verið æskilegt að fá efnisdóm Landsréttar um málið því þá værum við komin með klárt fordæmi,“ segir Jón og bætir við að eftir standi úr- skurður héraðsdóms. „Þá sér maður ekki að heilbrigðisráðherra eða sótt- varnalæknir geti vikið sér undan því að meðhöndla mál á þeim grundvelli að þarna liggi fyrir niðurstaða sem hafi ekki verið hnekkt og verði að taka ákvarðanir og afstöðu til stöðu sinnar í framhaldi af því,“ segir Jón. Jón bætir við að sóttvarnalæknir geti engum öðrum um kennt en sjálf- um sér. Ef málið hefði verið rekið með eðlilegum hraða og hann hefði komið málinu, strax og kærur bárust, í farveg fyrir héraðsdóm þá hefði fólkið ekki verið laust úr þessum viðj- um þegar Landsréttur hefði kveðið upp sinn dóm. Ferlið hafi byrjað á föstudaginn langa, hvað varðar umbjóðendur hans og Ómars. Vegna seinagangs sóttvarnalæknis hafi það ekki verið komið í ferli fyrr en á páskadag. Ótrúlegt sé að embættið hafi ekki verið búið undir það strax í upphafi að einhverjir myndu kæra afstöðuna. Ómar segir úrskurð héraðsdóms endanlegan. „Þetta eru þær einu dómsúrlausnir sem liggja fyrir í mál- inu. Á meðan þeim hefur ekki verið haggað er þetta rétt mat og endanleg úrlausn á þessu máli,“ segir hann og bætir við að niðurstaða Landsréttar sé „fyrirsjáanlegasta niðurstaða árs- ins“. Ráðherra ber fyrir sig undanþágu í upplýsingalögum Heilbrigðisráðherra hefur ekki orðið við óskum Morgunblaðsins um að fá öll gögn heilbrigðisráðuneytis- ins - greinargerðir, lögfræðiálit og minnisblöð - sem lágu til grundvall- ar ákvörðun ráðherra um reglu- gerðina um skylduvist í sóttkvíar- hóteli. Ráðherra ber fyrir sig undanþágu í upplýsingalögum um að gögn, sem tekin hafa verið saman fyrir ríkisstjórnarfundi, þurfi ekki að birta. Morgunblaðið hefur and- æft því, þar sem hér ræði um gögn sem unnin voru áður og í öðrum til- gangi, þó svo vera kunni að þau hafi síðar verið lögð fyrir ríkisstjórnar- fund. Blaðið hyggst leita réttar síns hjá úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál, verði heilbrigðisráðherra ekki við óskum þess um hvernig hann sinnti rannsóknarskyldu sinni og komst að ákvörðun um reglugerð- ina, sem dómstólar hafa hafnað. Vonbrigði að fá ekki efnisdóm - Lögmaður segir liggja ljóst fyrir hvernig málið hefði farið - Dómur héraðsdóms er enn í gildi Jón Magnússon Ómar R. Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.