Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 33
EES-ríkja og Bretlands til 30. júní 2021. Fyrir þann tíma er búist við að ESB viðurkenni Bretland sem öruggt þriðja land að þessu leyti, svo fyrir- sjáanlegt er að flutningur persónu- upplýsinga á milli Íslands og Bret- lands verði heimilaður eftir sem áður. - Tilskipun um netviðskipti (ecommerce) er ekki lengur í gildi í Bretlandi. Því þurfa íslenskir aðilar sem veita slíka þjónustu í Bretlandi að ganga úr skugga um að starfsemin samræmist breskum lögum. Viðskiptasamningur milli Íslands og Bretlands Enn standa yfir umfangsmiklar samningaviðræður Bretlands við ým- ist ESB, EFTA og svo einstök Evr- ópuríki, þ.á m. Ísland. Mikilvægt er að ljúka við gerð á heildstæðum frí- verslunarsamningi milli Íslands og Bretlands sem og samningum í tengslum við almannatryggingar, heilbrigðisþjónustu, viðurkenningu starfsréttinda, menntamál o.fl. Þá væri rétt fyrir Ísland að kanna hvort ekki sé grundvöllur fyrir enn nánara sambandi milli ríkjanna, til að mynda á sviði orku- og umhverfismála, ný- sköpun og fjármála. Íslendingar eru t.d. í fremstu röð í tengslum við orku- rannsóknir og -nýtingu, sjálfbæran sjávarútveg og umhverfisvænan mat- vælaiðnað og hafa þannig mikið að bjóða Bretlandi. Þá er fyrirsjáanlegt að samstarf Íslands og Bretlands muni aukast í öryggismálum, bæði innan NATO og tvíhliða. Enda þótt samflot með Evrópu hafi almennt reynst okkur vel er Íslandi frjálst að semja sjálft við Bretland. Samskipti og viðskipti Íslands og Bretlands hvíla á traustum grunni og nú er lag að auka tengsl landanna til muna. Höfundur er forstöðumaður BBA// Fjeldco í London, íslenskur lögmaður og enskur málflutningsmaður, sem starfað hefur í London frá 2008. UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Samgöngubætur hafa setið á hakanum í Reykjavík síðastliðinn áratug og eðli málsins samkvæmt er uppsöfn- uð fjárfestingarþörf í vegakerfinu orðin mjög mikil. Þetta er tilkomið vegna svokallaðs samn- ings um framkvæmda- stopp, sem var pólitísk ákvörðun á sínum tíma, og fól í sér að vegafé sem ríkið hefði annars varið til uppbyggingar vega- kerfisins í Reykjavík var eingöngu varið í rekstur Strætó. Markmiðið var að fjölga þeim sem notuðu strætó úr 4% í 8% en það tókst ekki. Afleiðingar framkvæmdastoppsins voru aukin umferð, aukinn tafatími, fleiri slys og meiri mengun. Þessari þróun er nú nauðsynlegt að snúa við enda er þjóð- félagslegur kostnaður slysa og tafa í umferð metinn á tugi milljarða. Í þessu samhengi hafa borgaryfirvöld kynnt íbú- um höfuðborgar- svæðisins hina einu sönnu lausn við þessum sjálfskapaða vanda: Borgarlínuna. Hundraða milljarða króna þungt strætókerfi með miklum rekstrarkostnaði sem þrengir að öðrum samgöngumátum og er mjög flókið í framkvæmd. Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna að spálíkön um notkun þessa kerfis eru óraunhæf og því ólíklegt að þau gangi eftir, en einmitt þess vegna hefur hljómgrunnur meðal efasemdafólks um borgarlínu aukist jafnt og þétt. Nú hefur verið kynnt til sögunnar svokölluð léttlína eða BRT-lite kerfi, sem nær fram sambærilegum ár- angri og borgarlínan og er auk þess mun einfaldari, fljótvirkari og hag- kvæmari í framkvæmd. Á sama tíma og kostir og gallar borgarlínu eru í umræðunni er nauðsynlegt að skoða þessa leið sem er hófstilltari og mögulega jafngóð eða betri. Útfærslan um léttlínuna er mörg- um tugum milljarða ódýrari en kostnaðurinn við hana er talinn 15-25 milljarðar króna. Þá er gert ráð fyrir sérakreinum hægra megin á veg- inum á þeim vegköflum þar sem þörf þykir og álagspunktar eru miklir. Þannig þrengir hún ekki að öðrum samgöngumátum. Flækjustig skipu- lagsmála er lítið sem ekkert og því hægt að hefjast handa strax. BRT- lite kerfið eða Léttlínan gæti því ver- ið fullbúin á 4-5 árum í stað þess að bíða til ársins 2040 – en ráðgert er að borgarlínan verði fullbúin um það leyti. Samhliða léttlínu munum við sjá fleira fólk sem fer ferða sinna hjól- andi og gangandi í umferðinni, sveigjanlegra vinnuumhverfi í kjölfar Covid og bætta ljósastýringu. Með þessum hætti er hægt að ná frábær- um árangri með margfalt minni til- kostnaði. Niðurstaðan verður öflugt og skilvirkt samgöngunet á höfuð- borgarsvæðinu. Raunhæf lausn í samgöngumálum Eftir Egil Þór Jónsson Egill Þór Jónsson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. egill.thor.jonsson@reykjavik.is »Einmitt þess vegna hefur hljómgrunnur meðal efasemdafólks um borgarlínu aukist jafnt og þétt. Lilja Dögg Alfreðs- dóttir menntamála- ráðherra skrifar pistil í Morgunblaðið 1. apríl sl. undir fyrirsögninni „Á ég að gera það?“ Þar telur hún sig vera að telja kjarkinn í lands- menn og „allir bíða þess að hagkerfið komist á fulla ferð“. Má ég biðja hana að líta sér nær? Hún segir einnig: „Það mun þó einungis gerast ef allir leggjast á ár- arnar.“ Má ég biðja hana að líta sér nær? Og Lilja segir: „Eins erfitt og það kann að reynast, þá verður skynsemin að ráða …“ Má ég biðja hana að líta sér nær? Og Lilja segir einnig: „Þannig má halda hjól- um atvinnulífsins á fullu og skapa störf, bæði í innlendri ferðaþjónustu og öðrum atvinnugrein- um.“ Má ég biðja hana að líta sér nær? Ég gaf nýverið út bók, valdi að fara að ráðum hennar og með „Gerum þetta saman“-beiðnina í huga lét ég prenta bókina hér heima eða eins og Lilja orðar þetta: „… halda hjólum atvinnulífsins á fullu og skapa störf, svo hagkerfið snúist, láta skynsemina ráða og leggjast á árarnar.“ Það fór þó svo að verkið Barna- barnabókin ber 24% VSK við þessa heimaprentun en ekki 11% VSK ef prentað er í öðru landi! Undrar einhvern viðbrögðin þegar lagðar eru svona hömlur á „Gerum þetta saman“-átakið? Að hygla erlendum prentsmiðjum, hönnuðum, umbrotsfólki, útsetjurum og öllum þeim sem starfa við erlent prent á sama tíma og átakið er svívirt með skattlagningu. Er með glaumyrðum verið að plata? Er ráðherra með aprílgabb? Á ekki almenningur rétt á rökstuðningi fyrir þessum vinnubrögðum yfir- valdsins? Eftir Ólaf B. Schram »Er með glaumyrðum verið að plata? Er ráðherra með aprílgabb? Ólafur B. Schram Höfundur er útgefandi og afi. Er ráðherra að þykjast?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.