Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 39
Morgunblaðið/Eggert Bingó Jónsi mætir í kvöld og tekur lagið fyrir þátttakendur. Fjölskyldubingó mbl.is verður á sínum stað á fimmtudagskvöldið þar sem þau Siggi Gunnars og Eva Ruza sjá til þess að færa fjöl- skyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu. Í síðustu viku mætti Páll Óskar Hjálmtýsson og tók lagið fyrir þátttakendur fjölskyldubingósins en þá var haldinn sérstakur páska- þáttur. Í kvöld mætir söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekkt- ur sem Jónsi, í bingósettið og held- ur uppi stuðinu fyrir þátttakendur. Ásamt þeim Sigga og Evu verð- ur furðu-DJ-inn í setti, tóm gleði og fullt af stórglæsilegum vinn- ingum. Allar upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að fara inn á heimasíðu bingósins á www.mbl.is/​bingo. Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á bingo@mbl.is. Jónsi tekur lagið fyrir bingó- þátttakendur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Kristjana Arnarsdóttir, íþrótta- fréttakona á Rúv og Gettu betur- spyrill, er þessa dagana að vinna í því að taka upp úr kössum og flytja aftur heim til sín eftir að hafa búið í heilt ár heima hjá tengdaforeldrum sínum og for- eldrum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum var sú að Kristjana ásamt kærasta sínum, atvinnugolfaranum Haraldi Franklín Magnús, ætlaði sér að flytja til Spánar og búa þar í nokkur ár. Parið ætlaði sér að flytja um miðjan mars árið 2020 eftir að Gettu betur lauk. Ekkert varð þó úr þeim plönum eftir að Covid-19 fór af stað og endaði parið með því að vera búin að leigja íbúðina sína út og þurfa að flytja aftur í foreldrahús. „Við vorum búin að ákveða þarna fyrir jólin árið 2019 að 2020 ætluðum við bara að svona, jæja nú sláum við þessu bara upp í smá kæruleysi, förum út. Af því að kærastinn minn er nú svona at- vinnugolfari og að vera golfari á Íslandi er kannski ekki „ideal“, það er betra að vera golfari á Spáni. Þannig að við vorum búin að ákveða að slá þessu svona upp í að hann var kominn inn í sterkari mótaröð og bara nú fer ég með þér og ég verð bara kylfusveinn og við förum á mótin og ég læri spænsku og fáum okkur tapas og drekkum rauðvín og verum í kósí. En svo bara frestaðist þetta alltaf um viku og viku og viku og allt í einu vorum við búin að vera allan þennan tíma heima hjá foreldrum okkar,“ útskýrir Kristjana í viðtali við Síðdegisþáttinn á K100. Búið að ganga á ýmsu Kristjana slær þó á létta strengi og segir atburðarásina vera þeirra Covid-sögu. „Eins og ég horfi á þetta, fólk er búið að vera að glíma við alls konar og þetta er búið að vera hundleiðinlegt fyrir alla og það er bara þannig. Við erum bara einn af þessu stóra mengi sem er búið að vera að glíma við Covid og þetta var bara svona okkar saga. Við ætluðum þvílíkt að slá þessu upp í eitthvað „he he“ og bara skella okkur út og hafa gaman og fyrir vikið fengum við bara að vera eins og unglingar á uppeldis- heimilunum okkar. En sem betur fer eigum við frábær sett af for- eldrum svo þetta gekk bara furðu vel. En við reyndum að komast heim á gamlárskvöld og vorum læst úti og ég þurfti að skríða inn um gluggann 31 árs gömul og þetta var allt svona. Þannig að það er ýmislegt búið að ganga á en við erum alla vegana komin á lokaáfangastaðinn aftur,“ segir hún. Kristjana og Haraldur héldu plönum sínum alltaf opnum í upp- hafi faraldursins og bjuggust þau við því að komast út. Fljótlega kom þó í ljós að af því yrði ekki en hún segir þó að þau hafi skellt sér saman út í þrjá mánuði. Hún viðurkennir að þrátt fyrir að það hafi verið notalegt að búa í for- eldrahúsum hafi hún hlakkað til að flytja aftur heim til sín. „Mómentið þegar ég þurfti að skríða inn um gluggann heima hjá mér þá fékk ég svona nei, nú fer þetta að verða gott, þetta er kom- ið ég þarf að fara að koma mér heim, ég er orðin þrjátíu ára,“ segir Kristjana og hlær. Nú er Haraldur úti á meðan hún er ein að sjá um að flytja þau aftur inn í gömlu íbúðina. Krist- jana segir það ekki mjög spenn- andi að flytja aftur á sama staðinn enda sé hún bara að raða hús- gögnunum aftur á sama staðinn. Það hafi þó verið skrítin upplifun að flytja aftur heim og að upplifa sig sem „ungling“ aftur. Viðtalið við Kristjönu má nálg- ast í heild sinni á K100.is. Kristjana Arnarsdóttir Flutti heim í foreldrahús í eitt ár. Flutti í foreldrahús í ár: „Þetta var bara svona okkar saga“ Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á Rúv og Gettu betur-spyrill, flutti ásamt kærasta sínum, Har- aldi Franklín Magnússyni, aftur í foreldrahús þar sem þau hafa búið undanfarið ár. Parið hafði sett íbúðina sína á leigu og stefndi á að flytja til Spánar þegar heimsfaraldurinn skall á og stöðvaði öll plön. Nú ári síðar er parið aftur að flytja heim til sín eftir að hafa fengið að vera eins og unglingar á uppeldisheimilum www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra Sumarlínurnar 2021 komnar í hús Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun selena.is Vefverslunselena.is * Bíkíní * Tankiní * Sundbolir * Strandfatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.