Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Jón Magnússon hæstarétt-arlögmaður, einn þeirra sem unnu mál vegna sóttvarna- reglugerðar, skrifar á blog.is: „Enginn ágrein- ingur er um að haga sóttvörnum með sem bestum hætti. Reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti og leiddi til frelsissviptingar á þriðja hundrað manns var ólög- mæt. Þá verður að athuga hvort þörf er á að grípa til annarra að- gerða til að tryggja það markmið sem að er stefnt. Eðlilegast væri að það yrði á höndum annars ráð- herra en þess, sem klúðraði mál- inu. - - - Eðlilegt væri þegar svona málkemur upp, að sú nefnd Al- þingis sem málið heyrir undir boð- aði þá lögmenn á fund sinn, sem fóru með málin bæði fyrir sótt- varnalækni og varnaraðila, til að fá á hreint hvernig var staðið að málum og hvort einhver mistök hafi verið gerð. - - - Það er síðan umhugsunarefni,að formaður velferðarnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, sem annars hefur staðið sig vel í þessari umræðu, hoppaði strax á vagn vinsældaöflunar og nánast bauð upp á nýjan gjafapakka til stjórnvalda varðandi sóttvarnir með breyttum lögum. Ef til vill væri þá einfaldast að Alþingi mundi bæta við ákvæði í sótt- varnalögin svohljóðandi, þannig að borgaraleg réttindi væru ekki að þvælast fyrir: „Sóttvarnalæknir getur gripið til hverra þeirra ráðstafana, sem hann telur nauðsynlegar hverju sinni.““ - - - Einhverjir virðast telja æskilegtað sóttvarnalæknir hafi slíkt alræðisvald. Það er áhyggjuefni. Jón Magnússon Er alræði æskilegt? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Krafa um að lágmarkshlutfall evr- ópsks efnis á fjölmiðlaveitum sem miðla myndefni eftir pöntun skuli vera 30% og að það skuli vera sýni- legt og fjölbreytt verður væntan- lega lögfest hér á landi á næstunni. Frumvarp menntamálaráðherra um breytingu á fjölmiðlalögum, sem er innleiðing Evróputilskipunar um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu, hefur nú verið lagt fram á Alþingi. Þeir sem eru með litla veltu verða þó undanþegnir þessari 30% reglu. Íslenskt efni fellur undir skil- greininguna á evrópsku efni. Er 30% hlutfall evrópsks efnis ákvarðað og reiknað út þannig að miða skuli við fjölda titla. T.d. telst þá ein þáttaröð vera einn titill og ein kvikmynd telst sömuleiðis sem einn titill. Því þurfa 30 titlar af hverjum 100 að vera evr- ópskir. Bent er á í skýringum að að- ildarríkjum var heimilt að velja á milli tveggja aðferða, þ.e. fjölda titla eða fjölda mínútna efnisins en sú leið að telja titla var talin vera betri fyrir alla aðila hérlendis. Í frumvarpinu sem upphaflega var kynnt í drögum í samráðsgátt fyrir rúmu ári eru einnig ákvæði sem gera mynddeiliþjónustum skylt að gera ráðstafanir til að vernda börn gegn óæskilegu efni og almenning gegn hatursáróðri. Til mynddeiliveitna teljast einnig tilteknir hlutar sam- félagsmiðla á borð við Facebook og Youtube en eftirlit með þeim er inn- an írskrar lögsögu. Í frumvarpinu fá fjölmiðlar og fjöl- miðlaveitur aukið svigrúm til að ákveða hvenær í dagskrá auglýsing- ar eru birtar. Hámarkið verður ekki lengur bundið við 12 mínútur á klukkustund heldur verður deginum skipt upp í tvo tímaramma og há- markslengd auglýsinga má þá vera 20% innan hvors ramma. omfr@mbl.is Evrópskt efni aldrei minna en 30% - Miðlar fá aukið svigrúm til að ákveða hvenær í dagskrá auglýsingar eru birtar Rykið var dustað af Landabrigð- isþætti Grágásar, Landleigubálki Jónsbókar og Brennu-Njálssögu í nýlegu dómsmáli fyrir Landsrétti. Einnig var þar vitnað í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 18. öld auk yngri laga og gjörn- inga. Í málinu tókust á annars vegar eigendur Bergþórshvols og Berg- þórshvols 2 og hins vegar eigendur Káragerðis, sem áður var hjáleiga frá Bergþórshvoli. Eigendur Kára- gerðis stefndu eigendum Bergþórs- hvols og kröfðust þess að viðurkennt væri með dómi að jörð þeirra ætti þriðjung af óskiptum hlunnindum Bergþórshvolstorfu, þ.e. jarðanna þriggja. Eigendur Bergþórshvols voru sýknaðir af kröfu eigenda Káragerðis í héraði og Landsréttur staðfesti þann dóm. „Það er ekki algengt í dómsmálum að farið sé í svo gamlar heimildir sem þessar,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari. „Það er saga á bak við allar landareignir í landinu. Stund- um þarf ekki að fara mjög langt aft- ur til að leysa úr því hver réttarstaða manna er hvers gagnvart öðrum. En stundum þarf að fara lengra aftur. Hér er um að ræða eignarréttindi sem gengið hafa frá manni til manns. Þá þarf að átta sig á því hverju var afsalað, ef um það var að ræða, og hvað lög sögðu um það á hverjum tíma,“ sagði Jón Steinar. Þegar hjáleigu hafi verið skipt út úr jörð þurfi t.d. að skoða hvort hlunn- indi hafi fylgt hjáleigunni. „Þetta þýðir í mínum huga að við lifum í sama landi og forfeður okkar og erum enn að ráðskast með sömu eignarréttindi og þeir ráðskuðust með á sínum tíma,“ sagði Jón Stein- ar. gudni@mbl.is Rykið dustað af eld- gömlum heimildum - Vitnað í Grágás, Jónsbók og Njálu í nýlegu dómsmáli Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Vestur-Landeyjar Þar eru jarðirnar Bergþórshvoll og Káragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.