Morgunblaðið - 09.04.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Norðsnjáldri (Mesoplodon bidens)
fannst rekinn í grennd við Grenivík
fyrir nokkru og mun þetta einungis í
níunda skiptið sem hval af þessari
tegund rekur hér á land svo vitað sé.
Í liðinni viku fannst líka skugganefja
(Ziphius cavirostris), sem einnig er af
ætt svínhvela, rekin á land í Mýrdal.
Í báðum tilvikum var um fullorðna
tarfa að ræða.
Sverrir Daníel Halldórsson, líf-
fræðingur á Hafrannsóknastofnun,
segir að dánarorsök liggi ekki fyrir.
Sýni voru tekin úr báðum dýrunum
og verða þau rannsökuð hjá Hafrann-
sóknastofnun.
Lítið vita um hegðun þeirra
Norðsnjáldrinn við Grenivík
reyndist 4,73 metrar að lengd, en
þeir geta orðið vel yfir fimm metrar.
Ekki var annað að sjá en að hann
væri í góðu líkamlegu ástandi. Sverr-
ir segir að þessa tegund sé að finna á
stóru svæði í Norður-Atlantshafi, en í
raun sé lítið vita um hegðun þeirra og
lífsmynstur. Þeir haldi sig fjarri
landi, gjarnan á miklu dýpi í úthafinu,
séu styggir og forðist skip og báta.
Talið er að uppistaða í fæðu þeirra sé
smokkfiskur.
Á heimasíðu Náttúruminjasafns
Íslands er fjallað um norðsnjáldrann
sem fannst í svokallaðri Bót við bæ-
inn Höfða II, skammt sunnan við
Grenivík í Eyjafirði. Þar segir að
óvíst sé um ævilengd norðsnjáldra,
en miðað við aðra svínhvali geti þeir
orðið 15−30 ára að jafnaði. Dýrin eru
gráleit og dekkri á baki en kviði. Á
baki eru oft rispur og rákir, líklega
eftir viðureignir milli dýra. Enda þótt
norðsnjáldri tilheyri tannhvölum hef-
ur hann aðeins eitt par af tönnum.
Tennurnar eru á miðjum neðri
kjálka, en aðeins í karldýrum því
kýrnar eru tannlausar, segir á heima-
síðu NMSÍ.
Hræið af norðsnjáldranum var
urðað í fjöru þar sem það verður látið
rotna. Beinagrindin verður hirt síðar
og rannsökuð og einnig má nota hana
í sýningahaldi, er haft eftir Hilmari J.
Malmquist forstöðumanni Náttúru-
minjasafnsins. Á Hvalasafninu á
Húsavík er beinagrind norðsnjáldra
til sýnis.
Sandurinn og brimið verða hins
vegar látin sjá um skugganefjuna
sem rak í landi Norður-Hvols í Mýr-
dal á mánudag fyrir viku og var orðin
nokkuð rotin. Hvalurinn var 5,92
metrar að lengd, en skugganefjur
geta orðið yfir 6 metrar. Þetta var
önnur skugganefjan sem finnst á
þessu ári, en þá fyrri rak á land í
Höfnum á Reykjanesi þann 16. mars,
það var 5,94 metra tarfur.
Lengi vel var talið að búrhvalur og
andanefja gætu kafað allra hvala
lengst, rúman klukkutíma. Sverrir
segir að skugganefja hafi hins vegar
slegið það met á eftirminnilegan hátt
fyrir skemmstu. Í grein sem birtist í
tímaritinu Journal of Experimental
Biology í september 2020 er greint
frá þessu meti. Merki með nemum og
senditækjum hafi verið komið á
skugganefju og hafi hún kafað í tæpa
fjóra klukkutíma (þrjár klukkustund-
ir og 42 mínútur) eða tæplega fjórum
sinnum lengur en eldri methafar.
Ekkert plast fannst
Svonefndur „plastpokahvalur“
sem gekk á land við eyjuna Sotra fyr-
ir utan Bergen í Noregi árið 2017 var
skugganefja en í maga hennar fund-
ust 30 plastpokar. Að sögn Sverris
virðist sem svínhvalir séu í nokkuð
meiri hættu á að taka plast fyrir fæðu
enda algengasta fæða þeirra smokk-
fiskur. Ekkert plast fannst hins veg-
ar í maga norðsnjáldrans eða skugg-
anefjunar. Nánar má lesa um þessar
sjaldgæfu tegundir í bókinni Íslensk
spendýr útgefinni af Vöku-Helgafelli
árið 2004.
Af svínhvölum er þekkt 21 tegund
og hér við land er algengast að anda-
nefju reki á land. Samkvæmt yfirliti
sem Sverrir hefur tekið saman rak 23
andanefjur á land árið 2018 og eru
ekki dæmi um annan eins fjölda á
einu ári. Þær hafa oft verið 0-2 á ári
síðasta áratuginn. Árið 2018 rak
einnig fjórar skugganefjur og tvo
norðsnjáldra og voru svínhvelin því
áberandi það ár. Sama gilti víða við
Norður-Atlantshaf það ár en í gangi
er fjölþjóðlegt verkefni þar sem
reynt er að komast að ástæðu þessa
óvenjulega fjölda, m.a. hvort hern-
aðarumsvif hafi valdið.
41 dýr rak í fyrra
Árið 2019 rak hins vegar óvenju-
marga grindhvali eða 136 dýr í 14
rekum því oft var um hópa að ræða
sem gengu á land.
Á síðasta ári rak 41 dýr í 29 hval-
rekum. Þar af voru 20 grindhvalir í
átta rekum, þar á meðal einn hópur
tíu dýra sem rak á land í Álftafirði við
Breiðafjörð. Einnig rak í fyrra sjö
búrhvali, fjórar andanefjur, tvo hnýð-
inga, tvær hrefnur, tvo rákahöfr-
unga, einn háhyrning, eina hnísu,
einn hnúfubak og einn meðalstóran
hval, sem ekki var tegundargreindur.
Ljósmynd/Stephanie Lohmann
Svínhvalur Norðsnjáldrinn við Grenivík. Hausinn er fremur lítill, trjónan frammjó og tennurnar tvær í miðjum kjálka.
Níundi norðsnjáldrinn
- Sjaldgæfar hvalategundir - Tvær skugganefjur hafa fundist reknar það sem af
er ári - Norðsnjáldri fannst við Grenivík - Skugganefjan heimsmethafi í köfun
Smásölufyrirtækið Samkaup var rek-
ið með 446 milljóna króna hagnaði
eftir skatta á síðasta ári. Vörusala fé-
lagsins á árinu nam rúmum 38 millj-
örðum samanborið við rúma 34 millj-
arða árið 2019. Heildareignir
Samkaupa í árslok námu tæpum
átján milljörðum króna en voru 17,2
milljarðar í lok árs 2019. Eigið fé í
árslok 2020 nam 2,6 milljörðum
króna borið saman við 2,4 milljarða í
lok árs 2019. Eiginfjárhlutfall var
14,4% samanborið við 14,2% á árinu
2019.
Breytt neysluhegðun
Í fréttatilkynningu frá félaginu
segir að rekstur ársins hafi gengið
vel þrátt fyrir að árið hafi verið
óvenjulegt á marga vegu. „Velta
vegna erlendra ferðamanna dróst
verulega saman strax í upphafi
heimsfaraldursins en á móti varð
mikil aukning í veltu netverslunar.
Þá varð breytt neysluhegðun, með
tilkomu samkomutakmarkana og
sóttvarnaaðgerða, til þess að aukning
varð í veltu minni hverfisverslana og
vörukarfan stækkaði. Heilt yfir leiddi
Covid-19 til meiri viðskipta í dag-
vöruverslunum en á móti jókst kostn-
aður líka,“ segir í tilkynningunni.
Hagnaður
Samkaupa
446 m.kr.
- Mikil aukning í
veltu netverslunar
Net Samkaup reka verslanir Nettó.
Ágætu
félagsmenn
Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður haldinn
30. apríl 2021 kl. 9:30 til 12:00 og er eingöngu fyrir aðalfundarfull-
trúa. Fundurinn verður haldinn í Hörpu, Austurbakka 2, Reykjavík.
Rétt er að benda á að vegna samkomutakmarkana stjórnvalda er
hugsanlegt að fundurinn verði rafrænn. Á fundinum verða hefð-
bundin aðalfundarstörf samkvæmt 12. grein samþykkta SFS.
Skráning aðalfundarfulltrúa fer fram í tölvupóstfanginu
adalfundur@sfs.is.
Morgunkaffi hefst kl. 9:00 á fundarstað. Frekari upplýsingar munu
berast félagsmönnum þegar nær dregur.
Stjórn SFS
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Fjármálaeftirlit Seðlabankans hef-
ur óskað eftir því að 13 lífeyris-
sjóðir taki samþykktir sínar til end-
urskoðunar á næsta aðalfundi og
skýri hvort, hvernig og við hvaða
aðstæður sjóðurinn afturkallar um-
boð stjórnarmanna sinna í skráðum
félögum.
Fjármálaeftirlitið hefur haft
sjálfstæði stjórnarmanna lífeyris-
sjóða til skoðunar um nokkurn tíma
en í september 2020 óskaði eftir-
litið eftir upplýsingum frá öllum líf-
eyrissjóðum um hvernig að þessu
væri staðið. Skoðunin hófst í kjölfar
útboðs sem Icelandair réðst í síð-
sumars, en stéttarfélagið VR, sem
skipar helming stjórnarmanna í
Lífeyrissjóð verzlunarmanna, hafði
þá sent frá sér yfirlýsingu þar sem
mælst var til þess að sjóðurinn snið-
gengi hlutafjárútboðið. Það hafði
VR gert vegna ákvörðunar Ice-
landair um að segja upp öllum flug-
freyjum sínum til að stilla þeim upp
við vegg í kjaraviðræðum.
Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins
var að skortur væri á skýrleika í
samþykktum 13 lífeyrissjóða um
hvort mögulegt væri að afturkalla
umboð stjórnarmanna og hvernig
staðið skyldi að slíkri afturköllun.
Þurfa að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna