Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Scholl fyrir gönguna & hlaupin Scholl vörurnar fást í apótekum, Hagkaup, Fjarðarkaup, Stoð og á Heimkaup.is Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KLIPPTU BARA FYRIR FIMMHUNDRUÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að botna setningar hvort annars. ÉG HATA ÞAÐ ÞEGAR FÓLK ANGRAR MIG ÞETTA LEIT ÚT EINSOG RÖÐ HVER VILL SÍÐUSTU KÖKUSNEIÐINA? ÞETTA ER HEIL KAKA! ÉG VEIT! GEFÐU MÉR NOKKRAR MÍNÚTUR! KVIKMYNDAEFTIRLITIÐ KLIPPING 3.000 KR. FÁUMOKKUR … ÍTALSKAN Íslenska Gámafélagið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar í gegnum tíðina. Það hlaut Kuðung- inn, umhverfisverðlaun umhverf- isráðuneytisins, árið 2008 og var valið fyrirtæki ársins bæði árið 2010 og 2011 hjá VR. „Vinnan hefur líklega tekið of mikinn tíma í mínu lífi,“ segir Jón um áhugamálin. „En samt er það útivistin og ferðalög sem hafa allt- af heillað. Ég lagði þónokkra stund á lengri hlaup um tíma og náði að fara nokkur af lengri hlaupunum, s.s Laugaveginn og Hengilinn, en það er fátt skemmti- legra en að hlaupa úti í nátt- úrunni. Í dag verð ég að láta mér nægja að labba og geri þó nokkuð af því.“ Fjölskylda Sonur Jóns með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Kristínu Jó- hannsdóttur, f. 10.8. 1963, kennara er 1) Birkir Jónsson, f. 17.8. 1986, búsettur í Brussel ásamt sam- býliskonu sinni, Margréti Sigurð- ardóttur, og tveim börnum þeirra, Sigurlaugu Lilju og Kristínu Elísu. Börn Jóns með fyrrverandi eiginkonu sinni, Elfu Dögg Þórð- ardóttur, f. 11.6. 1972, fram- kvæmdastjóra eru 2) Arnór Jóns- son, f. 9.5. 1997, nemi, búsettur í Reykjavík; 3) Sandra Jónsdóttir, f. 24.5. 2000, búsett í Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum, Pétri Guðbirni Sigurðarsyni, og eiga þau eina dóttur, Heklu Maríu; 4) Einar Dagur Jónsson, f. 22.9. 2006, nemi í Vallaskóla á Selfossi. Systkini Jóns eru Aðalheiður Frantzdóttir, f. 28.2. 1949, fram- kvæmdastjóri Mæðrastyrks- nefndar, og Pétur Ingi Frantzson, f. 6.3. 1955, umsjónarmaður Tjald- svæðisins í Hveragerði og fyrrver- andi ofurhlaupari. Foreldrar Jóns: Frantz Adolph Pétursson, f. 5.5. 1930, starfaði lengstum sem verkstjóri hjá SVR og síðan húsvörður í Ármúlaskóla, búsettur í Reykjavík, og Sig- urbjörg Skagfold Kristinsdóttir, f. 24.10. 1929, d. 11.11. 2018, starfaði mikið á gæsluvöllum Reykjavík- urborgar og m.a. sem húsvörður í Ármúlaskóla. Foreldrar Jóns gengu í hjónaband árið 1947 með leyfi forseta þar sem Frantz hafði ekki aldur til að kvænast. Jón Þórir Frantzson Anna Hallfríður Sölvadóttir húsfreyja í Hornbrekku á Höfðaströnd, Skag. Sveinbjörn Sveinsson bóndi í Hornbrekku Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir húsmóðir í Reykjavík Kristinn Albert Sæmundsson smiður í Reykjavík Sigurbjörg Skagfold Kristinsdóttir húsvörður í Reykjavík Guðrún Jóhannsdóttir Grundtvig húsfreyja í Hringverskoti Sæmundur Pálmi Jónsson bóndi í Hringverskoti í Ólafsfirði Helga Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík Björn Benediktsson sjómaður í Reykjavík Ísafold Helga Björnsdóttir húsmóðir í Reykjavík Pétur Þorgrímsson forstjóri SVR Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir húsfreyja í Viðey og Laugarnesi Þorgrímur Jónsson bóndi í Viðey og Laugarnesi í Reykjavík Úr frændgarði Jóns Þóris Frantzsonar Frantz Adolph Pétursson fv. verkstjóri í Reykjavík Sigtryggur Jónsson yrkir á Boðn-armiði: Ég af gleði’ og gáska hlæ og gleymi sorg og böli. Á morgun sprautu’ af fæser fæ og fagna því með öli. Þessi vísa kallar fram í hugann stöku Níelsar skálda: Ég að öllum háska hlæ á hafi sóns óþröngu. Mér er sama nú hvort næ nokkru landi eða öngu. Magnús Halldórsson yrkir: Þótt af lífsins dropum dignir, dvel við eitt. Ýmist hvessir eða lygnir, yfirleitt. Broddi B. Bjarnason yrkir við ljósmynd: Harður þessi heimur er híma hross í frosti og byl. Bara að veðrið batni hér og blessað vorið veiti yl. Þessi staka Hólmfríðar Bjart- marsdóttur á Sandi er vinaleg og hlý: Morgungolan kyssir kinn klökknar hjarn í spori. Okkur flytur andvarinn ilm frá liðnu vori. Árið 1878 gaf Almenna bóka- félagið út úrvalsstökur eftir 120 höfunda, sem Kári Tryggvason hafði valið, og segir um efni bók- arinnar að hann hafi haft það fyrir meginreglu að kjósa það helst sem hann kunni og hafði mætur á. Ég hef áður tekið stökur úr þessu kveri í Vísnahorn og hér eru fleiri. Stein- grímur Baldvinsson í Nesi orti: Allt sem þjóðin átti og naut, allt sem hana dreymir, allt sem hún þráði og aldrei hlaut alþýðustakan geymir. Kristján Fjallaskáld orti: Allt þó sýnist blítt og bjart blysum fyrir hvarma, innra getur manni margt megna vakið harma. Konráð Vilhjálmsson orti: Björt á fjalla bláum múr breiðir allan ljóma. Lind af hjalla hoppar úr hjarns og mjallar dróma. Egill Jónasson kvað: Gekkstu þannig lífsins leið langa götu og breiða: gerðir aðeins út úr neyð öðrum manni greiða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur úr ýmsum áttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.