Morgunblaðið - 09.04.2021, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021
SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
VIÐ MÆTUM AFTUR
15. APRÍL
EÐA UM LEIÐ OG COVID LEYFIR.
Starfsfólk Sambíóanna sendir ykkur öllum bestu kveðjur.
Hlökkum til að hitta ykkur í bíó aftur og upplifa
skemmtilegar stundir saman.
VÆ
NT
AN
LEG
Í B
ÍÓ
ÓSKARS-
TILNEFNINGA
MYNDIRNAR
MÆTA AFTUR
VÆNTANLEG Í BÍÓ
M
y Octopus Teacher, eða
Kolkrabbakennarinn
minn eins og hún
myndi eflaust heita í ís-
lenskri þýðingu, er ein þeirra heim-
ildarmynda sem tilnefndar eru til
Óskarsverðlauna í ár og framleidd af
streymisveitunni Netflix sem lætur
sífellt meir að sér kveða á verð-
launahátíðum. Þetta er heillandi
mynd og minnir um margt á stór-
kostlegar náttúrulífsmyndir BBC og
David Attenborough.
Í myndinni er fylgst með Craig
nokkrum Foster sem býr í Suður-
Afríku og daglegum köfunarleið-
öngrum hans nærri heimili sínu. Þar
er sjórinn tær og fjölbreytt lífríki
plantna og dýra. Foster kemur auga
á lítinn kolkrabba sem virðist einkar
lunkinn í því að fela sig og búa sér til
felubúninga úr skeljum, sjávar-
gróðri og öðru tilfallandi. Kolkrabb-
inn verður hans var og eftir nokkur
„stefnumót“ myndast traust þeirra á
milli og kolkrabbinn fer að snerta
Foster með fálmurum sínum og, er
fram líða stundir, hvíla á handlegg
hans og bringu. Já, þetta er stór-
furðulegt efni í heimildarmynd og
líka stórmerkilegt.
Myndirnar sem nást neðansjávar
af lífríkinu eru oft stórbrotnar og
magnað hversu vel hefur tekist að
fylgja kolkrabbanum eftir, til dæmis
á flótta hans undan röndóttum há-
körlum sem kenndir eru við náttföt.
Foster myndaði hluta þessa efnis en
mestan heiður virðist vinur hans,
Roger Horrocks, eiga. Þar verður
sagan æsispennandi og rýnir og fjöl-
skylda hans voru milli vonar og ótta
heima í sófa. Kolkrabbinn (sem er
kvenkyns og alltaf kölluð „hún“ af
Foster) hefur oftast betur en í eitt
sinn nær hákarl að éta einn arminn.
Á furðulegum hraða grær hann aft-
ur og er sá eiginleiki einn af mörgum
sem gera þessa tegund dýra stór-
merkilega og háþróaða. Ekki er nóg
með að dýrið breyti um lit eftir um-
hverfi og sé algjör meistari dular-
gervanna heldur er það líka klókt,
útsjónasamt og kann að leika á and-
stæðinginn. Og ef illa tekst að veiða
humar finnur kolkrabbinn bara nýja
og betri leið, eins og sjá má í mynd-
inni.
Foster verður heltekinn af kol-
krabbanum og afdrifum hans (sem
er auðvitað dálítið skrítið) og er
greinilega mjög ástríðufullur þegar
kemur að lífríki sjávar, eins og sést
líka á heimili hans sem er yfirfullt af
skeljum og ljósmyndum af þessari
leyndu veröld. Þegar kolkrabbinn,
„hún“, deyr undir lokin beygir Fost-
er næstum því af og greinilegt að
dauði dýrsins hefur fengið mikið á
hann þótt vitað sé frá byrjun að kol-
krabbi af þessari tegund lifir ekki
mikið lengur en eitt ár. Foster hefur
enda fylgt dýrinu eftir í tæpt ár,
fylgst með sigrum þess og lífsbar-
áttu og lært ýmislegt um undur lífs-
ins á þeim tíma. Hann bendir á að
við mennirnir séum ekki gestir hér á
jörð heldur hluti af lífkerfinu, þessu
mikla undri sem beri að virða og
vernda. Og að maður geti bundist
litlum kolkrabba tilfinningaböndum
er auðvitað undur í sjálfu sér.
Langstærsti hluti myndarinnar
fer fram neðansjávar, eðlilega, en
inn á milli þeirra leiðangra er skeytt
bútum úr viðtali við Foster sem í
byrjun myndar lýsir kulnun í starfi.
Sinn innri frið finnur hann í hafinu
og kýs að nota ekki súrefniskút og
kafarabúning heldur aðeins blöðkur,
gleraugu og köfunarpípu. Og það oft
í ísköldum sjó en eins og þeir vita
sem stundað hafa sjóböð er það
einkar hressandi og að margra mati
læknandi. Maður finnur auðveldlega
til samkenndar með Foster og skilur
fullkomlega þá ró sem hafið og þara-
skógurinn veitir honum. Hinn þétti
þari gerir að verkum að auðvelt er
að kafa á svæðinu sem er greinilega
náttúruperla.
Þessi heimildarmynd hlýtur að
teljast mikið afrek þegar kemur að
myndatöku og klippingu og hún er
heillandi sjónarspil. Um 30 þúsund
klukkustundum af efni mun hafa
verið safnað og stóðu tökur yfir í um
átta ár og löngu áður en Foster
komst í kynni við kolkrabbann. Lita-
dýrðin er líka stórkostleg og hætt
við að áhorfendur vilji stinga sér í
sjóinn eftir að myndinni lýkur. Enn
einn kostur myndarinnar er svo sá
að hún höfðar til allra aldurshópa.
Ef eitthvað mætti að finna væri
það heldur stuttaraleg baksaga
Fosters sem verður, eftir áhorf sem
fyrir það, nokkur ráðgáta. Hver er
þessi maður? Við fáum að vita að
hann hefur gert heimildarmyndir og
er mikill náttúruverndarsinni en
minna um hans persónulegu hagi
sem hefði verið áhugavert.
Kolkrabbakennarinn minn er
falleg og gefandi mynd sem minnir
okkur, enn og aftur, á undur náttúr-
unnar og smæð okkar gagnvart
henni. Erum við eitthvað merkilegri
en kolkrabbi? Eða marglytta?
Margt má af dýrunum læra.
Margt má af kolkrabba læra
Vinir Craig Foster og kolkrabbinn klóki á sundi fyrir ströndum Suður-Afríku í My Octopus Teacher.
Netflix
Kolkrabbakennarinn minn/
My Octopus Teacher bbbbn
Leikstjórn: James Reed og Pippa
Ehrlich. Bandaríkin, 2020. 85 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Streymisveitan
Netflix hefur
fest kaup á
heimildarþáttum
sem spanna 20
ár í lífi rapp-
arans Kanye
West og þá m.a.
andlát móður
hans árið 2007
og tilraun hans
til að bjóða sig fram til forseta
Bandaríkjanna árið 2020. Í þátt-
unum eru margvísleg myndskeið
sem hafa ekki sést áður og segir
á vefnum Billboard að þættirnir
verði aðgengilegir seinna á þessu
ári. Ekki er vitað hvort fjallað
verður um skilnað West og
raunveruleikaþáttastjörnunnar
Kim Kardashian, en tengdamóðir
West, Kris Jenner, hefur greint
frá því að skilnaðurinn verði tek-
inn fyrir í lokasyrpu raunveru-
leikaþáttanna Keeping Up With
the Kardashians sem sýningar
eru hafnar á. West komst upp-
haflega í sviðsljósið sem upp-
tökustjóri. Hin síðustu misseri
hefur hann verið umdeildur fyrir
uppátæki sín á borð við að mót-
mæla því að Taylor Swift fengi
MTV-verðlaunin og að styðja
Donald Trump.
Netflix kaupir
mynd um West
Kanye West
Alþjóðlega heimildarmyndahátíðin
IceDocs verður haldin í þriðja sinn í
sumar á Akranesi og nokkru fyrr
en áður, 16.-20. júní í stað júlí.
Fjöldi heimildarmynda verður á
dagskrá auk annarra viðburða og
fara allar kvikmyndasýningar fram
í Bíóhöllinni og aðrir viðburðir
meðal annars í fjörunni og í Akra-
nesvita. Frestur til að skila inn
myndum hefur verið framlengdur
til 15. apríl.
Hátíðin var fyrst haldin 2019 og
meðal þeirra sem sóttu hana voru
erlendir blaðamenn. Í fyrra komust
fáir erlendir blaðamenn vegna
heimsfaraldursins en blaðamaður
The Times fjallaði ítarlega um hana
og gaf henni lofsamlega dóma.
Dagskrá hátíðarinnar verður
kynnt í vor og má kynna sér hátíð-
ina á icedocs.is.
IceDocs haldin
í júní í stað júlí