Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Qupperneq 8
STJÓRNMÁL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021 Í þriðja skipti í röð fara Alþingiskosningar fram að haustlagi, nánar tiltekið 25. september, en á lýðveldistímanum hefur verið rík hefð fyrir því að Íslendingar gangi að kjörborðinu að vori eða snemm- sumars. Heldur verðum við þó fyrr á ferðinni nú, en kosið var 28. október 2017 og 29. október 2016. Hvort ný hefð sé að skapast skal ósagt lát- ið en sem kunnugt er kláraði hvorki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem mynduð var 2013, né stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sem tók við 2016, kjörtímabil sitt sem skýrir hvers vegna kosið var á svo óvenjulegum tíma. Enda þótt rúmir fimm mánuðir séu enn til stefnu bendir ekkert til annars en að ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, sem nú er við völd, sitji út kjörtímabilið. Aldrei hafa fleiri flokkar setið á Alþingi en á yfirstandandi kjörtímabili, átta talsins, og fimm flokkar eða stjórnmálasamtök til viðbótar hafa fengið úthlutað listabókstaf. Ekki ætla þó allir að færa sér það í nyt í haust. Fylgið í föstum skorðum Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskól- ann á Akureyri, segir erfitt að sjá fyrir sér á þessum tímapunkti að kosningarnar í haust komi til með að sæta sérstökum tíðindum. Fylgi flokkanna sé meira og minna í föstum skorðum miðað við fylgismælingar enda þótt einhverjar sveiflur séu alltaf milli kannana. Mesta spennan verði mögulega fólgin í því hvort við verðum með sjö, átta eða níu flokka á þingi eftir kosn- ingarnar en auk flokkanna átta sem eiga menn á þingi nú sækir Sósíalistaflokkur Íslands að samkvæmt könnunum. Komist hann yfir 5% markið og Flokkur fólksins haldi velli myndi það að öllum líkindum hafa áhrif á uppbót- armennina, það er litlu flokkarnir fengju hlut- fallslega flest af jöfnunarsætunum níu og þá á kostnað stærri flokkanna. „Eigi maður að lesa eitthvað í síðustu kann- anir þá virðist Samfylkingin aðeins vera að missa flugið. Mögulega vegna vandræða við val á listum, maður veit það ekki fyrir víst. Þá virð- ist Miðflokkurinn ekki vera að ná vopnum sín- um, eins og hann hefði eflaust viljað. Þetta kann þó allt að breytast fram að kosningum, ekki síst þegar eiginleg kosningabarátta fer af stað og flokkarnir byrja fyrir alvöru að sýna á spilin. Það verður þó væntanlega ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi,“ segir Grétar Þór. Níu flokkar eða bara sex? Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að fróðlegt verði að fylgjast með því hvort flokkum á Alþingi komi til með að fjölga um einn í kosningunum í haust eða fækka um einn eða jafnvel fleiri. „Flokk- arnir gætu orðið níu en líka bara sjö eða jafnvel sex; því fleiri smærri flokkar sem verða í kjöri þeim mun meira gæti fylgið dreifst,“ segir hún. Stefanía segir fylgi flokkanna, sem eiga sæti á Alþingi, hafa verið merkilega stöðugt á kjör- tímabilinu, samkvæmt mælingum, og fyrir vikið sé óvæntra tíðinda varla að vænta í kosning- unum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur í kosn- ingum eftir hrun fengið á milli 24-29% og gæti búist við svipuðu fylgi í komandi kosningum. Hann er því stærsti flokkurinn en í skoð- anakönnunum á kjörtímabilinu hafa flestir aðr- ir flokkar verið að mælast með fylgi í kringum 10-15% og þeir allra minnstu með fylgi í kring- um 5%. Framsóknarflokkurinn er nú lítillega yfir fylginu sem hann fékk í kosningunum 2017 en VG er aðeins undir sínu kjörfylgi. Í könn- unum eru Samfylkingin og Miðflokkurinn einn- ig nálægt kjörfylginu 2017, Viðreisn og Píratar eru aðeins yfir fylginu sem flokkarnir fengu 2017 en Flokkur fólksins eitthvað lægri en 2017. Athygli vekur að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi hafa ekki aukið fylgi sitt sem neinu nemur samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum,“ segir hún. Stefanía segir muninn á stefnum flokkanna oft hafa verið meiri; allir séu með velferðar- áherslur, allir séu jafnréttissinnaðir og leggi áherslu á umhverfismál. Viðreisn og Samfylk- ingin skeri sig úr með áherslu sína á Evrópu- sambandsaðild en síðarnefndi flokkurinn hafi þó tónað það tal niður í seinni tíð. Þá hafi ríkt nokkuð góð sátt um viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. „Satt best að segja hefur verið tíðindalítið í stjórn- málunum undanfarið. Mögulega eiga eftir að koma fram kosningamál, sem við sjáum ekki fyrir núna, en að óbreyttu er í þessu ljósi ekki ólíklegt að kosningarnar muni snúast meira um persónur en oft áður.“ Að sögn Stefaníu geta prófkjör og uppröðun á lista enn átt eftir gera usla, ekki síst ef próf- kjörsbaráttan verður hörð eða uppstillingar umdeildar. Þá verði án efa horft til fjölda kvenna á listum. Kjörtímabilið engu líkt Grétar Þór og Stefanía eiga frekar von á því að núverandi stjórnarflokkar standi uppi með nægan þingstyrk eftir kosningar til að halda samstarfi sínu áfram í óbreyttri mynd. Hvort þeir hafi svo áhuga á því sé allt annað mál. „Varla ganga þeir bundnir til kosninga enda ekki hefð fyrir slíku hér á landi. Samstarfið virðist um margt hafa gengið vel og traust ríkja milli flokkanna og formanna þeirra. Yfir- standandi kjörtímabil er engu líkt í lýðveld- issögunni en stjórnin fékk auðvitað heimsfar- aldurinn í fangið. Mín tilfinning er sú að það hafi þétt raðirnar frekar en hitt enda ekki ver- ið mikill ágreiningur um aðgerðir stjórnvalda, alla vega ekki í grundvallaratriðum. Ef að lík- um lætur hefðu fleiri ágreiningsmál komið upp hefði stjórnin ekki þurft að takast á við þetta risavaxna verkefni,“ segir Grétar Þór. Stefanía vekur athygli á því að ríkisstjórnin hafi mælst með góðan stuðning gegnum allt kjörtímabilið, alltaf yfir 50% í könnunum og stundum yfir 60%. „Það er óvenjulegt og verður að teljast afrek en aðrar stjórnir sem hafa setið frá hruni misstu flugið tiltölulega fljótt í könn- unum. Þetta verður að óbreyttu fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin sem situr í fjögur ár. Auð- vitað hafa menn ekki verið sammála um allt en ágreiningur hefur þó verið til þess að gera lítill á stjórnarheimilinu og menn hafa alltaf náð lendingu.“ Ekki hafa þó allir þingmenn verið sáttir og eins og við þekkjum gengu bæði Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson úr þingflokki VG á kjörtímabilinu vegna óánægju með stjórnarsamstarfið. Þá hafa Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson, þingmenn Morgunblaðið/Eggert Ekki sjálfgefið að ríkisstjórnin haldi áfram Kosið verður til Alþingis 25. september. Margt getur gerst í millitíðinni en samt er ekki úr vegi að velta fyrir sér hverjar niðurstöð- urnar koma til með að verða. Mun stjórnin halda velli og ef svo er geta menn þá hugsað sér að vinna áfram saman og framlengja þetta óhefðbundna mynstur? Eða fáum við eitthvað allt annað upp úr kössunum og út úr viðræðunum sem fylgja á eftir? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Létt var yfir Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni þegar stjórnin var mynduð haustið 2017. Grétar Þór Eyþórsson Stefanía Óskarsdóttir ’ Athygli vekur að stjórnar- andstöðuflokkarnir á þingi hafa ekki aukið fylgi sitt sem neinu nemur samkvæmt nýleg- um skoðanakönnunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.