Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Síða 12
D
yrnar opnast og Guðrún Sigríð-
ur Ágústsdóttir, eða Sirrý eins
og hún er kölluð, stendur þar
og býður brosandi í bæinn.
Hún er í afar fallegri bleikri
blússu með slaufu og með varalit í stíl. Sirrý
býður upp á te í notalega eldhúskróknum. Ný-
fæddur lítill frændi er inni í stofu ásamt móð-
urinni, en Sirrý hefur fengið það hlutverk að
vera amma drengsins og er að vonum í skýj-
unum.
Sirrý hellir heitu tei í bolla og man svo eftir
kökum sem bíða inni í stofu og býður blaða-
manni að fá sér. Þar má sjá snúða, marengs-
tertu og fleira góðgæti. „Er veisla á eftir?“
spyr blaðamaður. „Nei, nei, ég er kökukona,“
segir Sirrý eins og það sé daglegur viðburður
að skella í nokkrar tertur og fullan bakka af
snúðum.
Það kemur síðar í ljós í viðtalinu að Sirrý
bíður ekki eftir neinu; ef hún vill köku í dag þá
er kaka bökuð; ef hún vill klæðast bleiku spari-
skyrtunni er ekki eftir neinu að bíða. Lífið er
núna hjá Sirrý sem þurft hefur að glíma við
krabbamein og alla þá sálarangist sem því
fylgir. Sirrý fékk að vita það árið 2015 að hún
ætti ekki langt eftir, en hér er hún enn og ekk-
ert á förum. Nema þá helst upp á Hvannadals-
hnjúk!
Skírð Guðrún ellefu ára
Sirrý var skírð Sigríður og það var ekki fyrr en
löngu síðar að nafninu Guðrún var bætt fram-
an við.
„Þegar ég kom heim úr skólanum einn dag-
inn þegar ég var ellefu ára tilkynntu foreldrar
mínir mér að ég héti núna
Guðrún Sigríður; þau
hefðu gleymt að skíra
mig Guðrúnar-nafninu,“
segir Sirrý og brosir.
„Ég var skírð í höfuðið
á ömmu sem hét Guðrún
Sigríður en notaði ekki
nafnið Guðrún,“ útskýrir
Sirrý og segist ekki hafa
kippt sér upp við nafna-
breytinguna.
„Ég hélt ég fengi einhverjar gjafir en svo
var nú ekki,“ segir hún og hlær.
Sirrý er alin upp vestur á fjörðum, á Bíldu-
dal, og segir hún æskuna hafa verið afar góða
og fjölskylduna samrýmda. Amma og afi voru í
næsta húsi og Sirrý segist oft hafa skottast til
þeirra, jafnvel bara til að bjóða góða nótt.
„Afi minn er enn á lífi, 99 ára og er minn
besti vinur í lífinu. Hann hefur einmitt verið
verndari göngunnar en hann var mikill fjalla-
maður,“ segir hún og á við göngu Snjódríf-
anna.
Æskuástin varð að lífsförunaut en Sirrý
fann ástina hinum megin við bæjarlækinn, eins
og hún orðar það, þegar hún hitti Jens Bjarna-
son frá Tálknafirði. Hún var ekki há í loftinu
þegar þau kynntust; aðeins þrettán ára en
hann fimm árum eldri.
„Jens hélt ég væri mun eldri. Ég fékk þarna
fyrsta kossinn sem var sjokk,“ segir hún og
hlær.
„Hann beið svo bara þolinmóður og spurði
reglulega; hvað ertu gömul núna?“
Þau hjón hafa verið saman síðan, eftir þenn-
an fyrsta koss fyrir margt löngu, og eiga fjög-
ur börn, það yngsta ellefu ára.
Hvað er að sjá þig?
Lífið tók snarpa beygju þegar Sirrý greindist
með leghálskrabbamein árið 2010, þá 37 ára
gömul.
„Ég greindist sex mánuðum eftir að ég eign-
Maður á bara stundina
Guðrún Sigríður Ágústsdóttir tilheyrir vöskum hópi kvenna sem kalla sig Snjódrífurnar. Þær þveruðu Vatnajökul í fyrra en
í ár stefna þær hærra. Sirrý, eins og hún er kölluð, greindist með krabbamein árið 2010 og aftur 2015 og var þá sagt að hún
ætti aðeins nokkur ár ólifuð. Nú sex árum síðar er hún eldhress á leið upp á hæsta tind Íslands í hundrað kvenna hópi.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
„Mig langaði að búa til einhverja brjálaða
áskorun. Útivist hefur í raun verið mín end-
urhæfing; að komast upp á fjöll og upplifa
þessa sigra, en ég komst ekki á milli hæða
fyrstu mánuðina. Ég upplifði svo mikla valdefl-
ingu í útivistinni,“ segir Sirrý, ein af Snjódríf-
unum sem eru á leið upp á Hvannadalshnjúk.
Morgunblaðið/Ásdís
’
Við hjónin fundum á okk-
ur að við ættum ekki góð-
ar fréttir í vændum. Lækn-
irinn settist á rúmgaflinn og
sagði mér að staðan væri ekki
góð; ég væri með stórt æxli
sem ekki væri hægt að skera.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021