Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021
V
ið könnumst öll við skammdegis-
málin sem gjósa upp árvisst og fá
miklu vanstilltari umgjörð en önn-
ur átakamál. Svo gufa þau allt í
einu upp eins og dögg fyrir vorsól-
inni. Það er iðulega lóan og aðrir
íslenskir vorboðar sem komnir eru svo stundvísir og
árvissir í átthagana sína. Þeir vita fyrir víst að þar
eiga þeir að halda sig svo sem þriðjung af hverju ári.
Þeir yrðu aldrei uppnefndir útlendir fuglar enda
fæddir hér og alast upp, fugl fram af fugli, og hver
þúfa og mosató er runnin þeim í merg og bein.
Skammdegismál fara illa í boðskap vorsins. Sumir
koma langt að og leita uppi þúfnakollinn frá því í
haust. Einhverjir gefa sér að ferðin á slíkar slóðir sé
gjald tilverunnar. Að öðrum kosti kæmist ungviðið
ekki á legg. Fóðra verður það jafnt og þétt allan
sólarhringinn og nóttin má ekki blanda sér í það.
Lendum of oft í vondum félagsskap
En að þessu sinni hafa varla dúkkað upp nokkur
skammdegismál sem gagn er að. Því frá því að veir-
an vonda og leiðigjarna barst úr austrinu hefur hún
yfirtekið alla niðurdrepandi og æsandi umræðu. Og
nú er komið á annað ár. Reyndar hefur okkar heims-
hluti komið sér upp eins konar skammdegisumræðu
öðru hvoru, aðeins öðru afbrigði, rétt eins og veiran.
Nú seinast var það stóra stólamálið í Tyrklandi.
Það kemur mörgum í opna skjöldu að leiðtogar Evr-
ópusambandsins skuli hafa komist í annað eins upp-
nám út af stólum eða vöntun á þeim miðað við vand-
ræðaganginn sem heltók þá síðustu mánuði og hefur
skapað almenningi, meintum skjólstæðingum þeirra,
stórbrotinn vanda vegna yfirgengilegs klaufaskapar
í bóluefnamálum.
Oft því miður þurftum við hér í norðrinu að bjóða
okkur um borð í þetta draugaskip af því að íslenskir
ráðamenn hafa gleypt í sig fyrir löngu hráar fullyrð-
ingar embættismanna um að landið hafi óvart gengið
í ESB fyrir allmörgum árum. Þetta eru sömu menn
sem leiddu Ísland í refsiaðgerðir gegn Rússum sem
hafa þegar kostað okkur tugi milljarða króna. Þeir
sögðu það vera vegna Krímskagans!
Um hann hefur ekkert verið rætt síðan og má því
sjálfsagt ganga út frá því að Pútín hljóti að hafa skil-
að honum fyrir löngu. Refsiaðgerðirnar miklu hafa
væntanlega gengið út frá því að þær myndu skila
einhverju, ef ekki Krímskaga. Engum vitibornum
manni datt í hug að honum yrði „skilað“.
Almenningur verður að eiga erindi
Þjóðin botnar illa í ruglmálum á borð við Icesave-
uppgjöfina og undirmál um orkupakka sem hún fær
aldrei skýringar á.
Ekki verður séð að verulegur munur sé á afstöðu
núverandi stjórnarflokka í þessum málum, þeir lulli
allir í einni röð á eftir systurflokkunum Samfylkingu
og Viðreisn, sem séu fánaberar.
Það er óhjákvæmilegt þegar flokkum fjölgar, og
enginn þeirra sem fyrir eru sker sig lengur úr, að
stjórnmálalegur áhugi fari minnkandi og þátttaka í
starfi flokkanna verði dræm. Þegar sú tilfinning
bætist við að „kerfið“ haldi sínu striki hverjir sem
slysist í stjórn þá versnar staðan hratt. En steininn
tekur út þegar allir stjórnmálaflokkar landsins sætta
sig við að nánast allur nýr lagagrundvöllur komi að-
sendur og óumbeðinn og lýsa því yfir að þeir „hafi
ekki lengur rétt“ til þess að taka raunverulega af-
stöðu til sendinganna. Þá eru menn komnir í miklar
ógöngur og ófyrirgefanlega sjálfheldu. Rétturinn
sem þeir hafa ekki er hinn að færa löggjafarvald,
dómsvald og framkvæmdavald úr landinu og til ann-
arra.
Staðan er svo lömuð enn með því að „lögunum“
sem engin tök virðast til að breyta eða afnema séu
þau einu sinni komin er nú lætt í gegn sem þings-
ályktunum, en með alla sömu niðurstöðu og bindingu
sem lög væru!
Í öllum framangreindum efnum er gengið á svig
við stjórnarskrá landsins og varla nokkur þingmaður
á hinu forna þingi hefur neina döngun í sér til að taka
á móti.
Stólar skyggja og ekki sést til sólar
Og þá fer sennilega best á því að líta á þessar þungu
áhyggjur sem hálfgert innskot og halda sig við
„alvörumálin“ eins og pirring heimsleiðtoga yfir
stóra stólamálinu í Tyrklandi.
ESB virðist ekki ætla að ríða feitum hesti frá því
máli fremur en öðru því sem það fæst við þessi miss-
erin. En hvað gerðist? Við sáum það öll á myndum,
og reyndar lifandi myndum, eins og það hét fyrir
skömmu. Forseti Tyrklands tekur á móti fulltrúum
ESB. Tveimur „forsetum“ á þess vegum. Forsetar
ESB eru 4-5 (eða eftir atvikum 7-8 ef forseti dóm-
stólsins og endurskoðunarráðsins, og stundum
Seðlabanka ESB, eru taldir með, sem oft er gert.)
ESB-löndin fara svo „með forsæti í sambandinu“ í 6
mánuði í senn.
Þess má minnast að þáverandi utanríkisráðherra
sló því upp sem stórmáli að það mætti takast að af-
henda „umsókn Íslands“ að ESB á meðan Svíar færu
með forsæti í því! Ekki var heil brú í því, eins og kom
á daginn. Í raun er ekkert gert með þessa hringekju
þótt ríkin verji iðulega verulegum fjármunum í 6
mánuðina sína og fyrir lítil lönd er það ekki síst
kostnaður við að halda einn leiðtogafund heima hjá
sér og komast í lókalblöðin. Stóru löndin gera ekkert
með þennan sýndarskap.
Forseti leiðtogaráðsins er tiltölulega nýtt embætti
og var hann í upphafi kallaður „forseti ESB“ en tog-
streita hefur aukist og leiðbeiningar ESB um dipló-
matíska röð, þar sem forseti leiðtogaráðsins væri á
hærra hænsnapriki en forseti framkvæmdastjórnar-
innar, virðast nú vera í uppnámi.
Ráðist er á Erdogan, forseta Tyrklands, fyrir að
hafa „niðurlægt konu“ með því að hafa stól fyrir karl
á fundi sínum með þessum tveimur forsetum. (Mátti
Erdogan væntanlega þakka fyrir að allur forseta-
skari ESB var ekki mættur og jafnvel Spanó líka frá
ME.) Þá hefði þurft að drífa inn stóla.
Myndirnar sýna glöggt, að þegar Belginn Charles
Michel, forseti leiðtogaráðsins, sá að einn stóll var
við hlið Erdogans þá tók hann nánast undir sig stökk
og hlammaði sér niður í „fína“ stólinn og ók sér þar
hálfhræddur við að verða rekinn upp.
Ursula von der Leyen sást standa á miðju gólfi og
hnykkja til höfðinu og ræskja sig svo hátt og snjallt
en hvorugur þeirra Erdogans eða Michels virðist
hafa skynjað hvað þessar merkjasendingar þýddu.
Það fór ekki á milli mála að Charles Michel tók af
skarið um það hver skyldi sitja hið næsta Erdogan
fyrst sá stóll væri einn.
Það væsti svo sem ekki um Leyen í plusssófanum
sem tók a.m.k. 10 manns í sæti. Tíu til tuttugu metr-
um gegnt henni sat utanríkisráðherra Tyrklands í
sínum sófa og forsetarnir tveir voru ekki langt und-
an, en þó í svipaðri fjarlægð. Þeir Þórólfur og Víðir
hefðu getað verið mjög sáttir við öll þessi fjarlægðar-
mörk, en hefðu sjálfsagt ekki tekið afstöðu til fín-
heitamatsins, enda veirunni óviðkomandi. Lítið hefur
síðan verið rætt um umræðuefni fundarins eins og
þegar Spanó mætti, en því meir um móðganir við
ESB, niðurlægingu kvenfólks og annað það sem
helst er efst á baugi um þessar mundir.
Ítalíukeisari grípur inn í
Mario Draghi, sem lengi var seðlabankastjóri ESB,
en er nú aðsendur forsætisráðherra Ítalíu, tók upp
þykkjuna fyrir Ursulu von der Leyen. En þótt
Draghi sé mikið snillingsmenni, þá tókst honum ekki
endilega vel upp í þetta sinn. Draghi svaraði blaða-
mönnum um hið diplómatíska uppnám og „sagðist
vera mjög brugðið yfir þessari niðurlægingu sem
forseti framkvæmdastjórnarinnar hefði þurft að þola
af hálfu þessa – við skulum kalla þá það sem þeir eru
– einræðisherra sem við komumst ekki hjá að eiga
samstarf við.“
Það stóð ekki á viðbrögðum. Utanríkiráðherra
Tyrklands kallaði sendiherra Ítalíu þegar á sinn
fund. Engar fréttir eru um sætaskipan þar. En ráð-
herrann las sendiherranum pistilinn: „Við for-
dæmum af miklum þunga lýðskrumsfyrirlestur og
ógeðfellt tal af hálfu tilnefnds forsætisráðherra Ítal-
íu í garð lýðræðislega kjörins forseta Tyrklands.“
Þarna hitti ráðherrann á veikan blett því titlarnir
eru hverju orði sannari.
Utanríkisráðherrann fullyrti við blaðamenn að
niðurröðun á umræddum fundi með forseta Tyrk-
lands hefði verið borin undir og verið í samræmi við
óskir fulltrúa ESB og að öllu leyti í samræmi við
diplómatískar reglur um samskipti þjóða.
Talsmenn ESB gátu ekki andmælt því en báru
fyrir sig að þeim hefði ekki gefist færi á að skoða
Á hverja getur
ESB stólað?
Reykjavíkurbréf09.04.21