Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Page 17
þennan sal forsetahallarinnar fyrir fundinn! Full-
yrða má að það sé ekki almenn venja.
Margir voru fundirnir
Bréfritari átti iðulega fundi með æðstu mönnum
ESB (breytileg nöfn) í Brussel. Bæði með Jacques
Delors (sem var mikill áhrifamaður, nú 95 ára), Rom-
ano Prodi (stundum forsætisráðherra Ítalíu) og San-
ter, sem einnig kom hingað til lands sem forsætis-
ráðherra Lúxemborgar og voru allir eftirminnilegir.
Erdogan hitti bréfritari alloft og átti við hann mörg
samtöl, bæði í Tyrklandi og á fundum á meginland-
inu og ekki síst á fundum í tengslum við Nató.
Þegar Erdogan forsætisráðherra átti erindi vestur
um haf og millilenti hér kom fyrir að hann lét bréfrit-
ara vita og kannaði hvort hægt væri að setja á há-
degisfund í flughöfninni sem var gert, ef það gekk
upp.
Langur tími er liðinn og mikið hefur gengið á í lífi
Erdogans sem hefur augljóslega haft mikil áhrif á
hann. Bréfritari átti iðulega harla ánægjuleg sam-
skipti við Erdogan á þessum tíma. Rifjað var upp að
báðir hefðu hafið stjórnmálaafskipti sín sem borgar-
stjórar, hann í Istanbul. Erdogan hafði verið liðtæk-
ur knattspyrnumaður (gott ef hann hafði ekki komist
í landsliðið) og hafði gist fangelsi í tæpt ár fyrir að
fara með kvæði á mótmælafundum. Sá íslenski gat
ekki montað af slíku.
CIA fréttir allt seinast
Lífsáfall Erdogans varð þegar deildum í her Tyrk-
lands tókst næstum að ráða hann af dögum. Flugher-
inn réðst á sumardvalarstað hans og varpaði
sprengjum. Þetta var á valdatíma Obama í Banda-
ríkjunum, en Bandaríkin voru og eru með öfluga her-
stöð í Tyrklandi. En Bandaríkin virtust þó ekki
verða neitt vör við að tilraun hersins til valdaráns
væri í pípunum. Það var „óvinurinn,“ Pútín forseti
Rússlands, sem hringdi í Erdogan og sagði að gerð
yrði árás á hús hans innan skamms. Erdogan komst
út á síðustu mínútum og braut byltinguna á bak aftur
með ævintýralegum hætti. Hann talaði inn á síma
sinn í mynd og CNN í Tyrklandi sendi það út. Á
skerminum var aðeins sími Erdogans, lítill á skján-
um, þar sem hann skoraði á vopnlausan almenning
að þyrpast út á göturnar og umkringja skriðdrekana
sem þá þegar æddu um götur Istanbul. Síðar komst
Erdogan í flugvél sem flögraði lengi um áður en liðs-
mönnum Erdogans þótti öruggt að lenda. Það vakti
mikla athygli að John Kerry, Íslandsmágur, þá utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, neitaði að fordæma
byltingartilraun hersins og árás á réttkjörinn leið-
toga Natóríkis. Sagði hann einfaldlega að það væri of
fljótt að gefa yfirlýsingar nú. Það yrði gert þegar
mál skýrðust!
Eftir að Erdogan náði undirtökum á ný gekk hann
mjög fast fram og vafalítið er að þau viðbrögð öll
hafa ekki staðist marga kvarða um mannréttindi og
jafnræði fyrir dómstólunum, eða þær aðferðir sem
virða þarf þegar knúið er á um að ákvarða sekt eða
sakleysi og svo mætti lengi telja. En vegna aðdrag-
andans hefur það uppgjör ekki aðeins verið sann-
leiksleit í þágu refsiréttarins, heldur verið upp á líf
og dauða í augum Erdogans. En það er þekkt að því
dýpra sem sokkið er á þeirri vegferð því snúnara
verður að komast aftur á rétta braut.
Og hversu valdamiklir sem menn eru um skeið eru
þeir um leið smám saman orðnir fangar í eigin til-
veru, sem sleppa ekki úr þeim lífstíðardómi sem þeir
hafa fellt yfir sjálfum sér.
Þá er ekki spurt um sanngirni.
Morgunblaðið/Ásdís
’
Langur tími er liðinn og mikið hefur
gengið á í lífi Erdogans sem hefur
augljóslega haft mikil áhrif á hann.
Bréfritari átti iðulega harla ánægjuleg
samskipti við Erdogan á þessum tíma.
11.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17