Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Side 19
Sniðið „Þú þarft ekki að vera grannur og leggjalangur til að skarta hvítum buxum. Nú eru í tísku buxur með beinu sniði en ekki níðþröngar. Hægt er að hafa þær síðar eða í styttri kantinum þar sem þær ná þá rétt fyrir ofan ökklann. Ég er líka hrifinn af buxum sem eru millivegurinn af chinos og gallabux- um, með brettar skálmar. Mjög Jackie O.“ Hversu hvítar? „Hvítar buxur virka mjög ferskar og gefa öllu útlit- inu bjartari ásýnd. Þær mega þó ekki vera of hvítar, ekki lýsa í myrkri!“ Úr hvaða efni? „Alls ekki velja efni sem er of þunnt. Þá sést í gegn- um þær! Gallabuxnaefni með teygju í er mjög vinsælt.“ Hvað skal para buxurnar við? „Vinsælast hefur verið að para buxurnar við einlita boli, til dæmis hvíta eða svarta. Sumir hafa líka fallið fyrir þessum klassísku röndóttu bolum sem minna á Frakkland. Ef þú vilt eitthvað ljósara þá getur ljós- brúnn verið fallegur eða aðrir hlutlausir litir við kakí- jakka. Vinsælast er samt hvítur og blár,“ segir stílist- inn. Röndóttir bolir í frönskum stíl passa vel við. Hvítar buxur í beinu sniði eru töff. Sumarið er á næsta leiti og þá er viðeig- andi að klæðast ljósari litum. Hvítu buxurnar eru löngu orðnar klassík en það þarf að stíga varlega til jarðar og vanda valið þegar fjárfest er í hvít- um buxum. Það er margt sem gæti farið úrskeiðis. Stílisti Sunday Tim- es gaf lesendum nokkur góð ráð. Hvítar Raph Lauren-buxur úr hör í Mathildu 34.990. Hvítar milliháar buxur frá Envii. Fást í Gallerí Sautján 12.995. Fallegt er að para hvítar buxur við sumarlega hæla. Smart buxur úr Lindex 5.999. Gallabuxur í mömmusniði í Zöru 5.495. Sandlitaðar flíkur hressa upp á hvítar buxur. Hvernig á að „púlla“ hvítu buxurnar? 11.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.