Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021 ÁHUGAMÁL Vitamin E Útsölustaðir: Apótekum, Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup, Heilsuhúsinu og á Heimkaup.is Vítamínið sem verndar! - Nærir, græðir og endurnýjar - Gefur húðinni raka, næringu og fallegan ljóma - Hentar vel fyrir þurra húð og vegan Tveir litlir krúttlegir pylsu-hundar gægjast forvitnir áblaðamann þegar Borghildur Gunnarsdóttir opnar dyrnar. Yfir kaffibolla segir Bogga, eins og hún er kölluð, blaðamanni frá óvenju- legum áhugamálum sínum, jap- önsku og hárkollum! „Ég er á fyrsta ári í iðnaðarverk- fræði og þriðja ári í japönsku í Há- skóla Íslands. Ég átti að fara í skiptinám til Japans en svo kom Co- vid og þá fór ég í iðnaðarverkfræði í staðinn,“ segir hin 23 ára Bogga. Talar japönsku við hundana Bogga segir áhugann á japönsku hafa kviknað strax í grunnskóla. „Ég er einkabarn þannig að ég eyddi miklum tíma ein. Einhvern tímann fann ég anime-þætti talsetta á ensku en seinasta serían var á japönsku,“ segir Bogga og útskýrir að anime séu japanskar teiknimynd- ir. „Ég horfði á seríuna á japönsku og varð strax ástfangin af tungu- málinu. Ég byrjaði að kenna sjálfri mér japönsku í níunda bekk og svo fór ég í MH af því þar er japanska kennd. Ég er fyrsti nemandinn, svo ég viti, sem útskrifast með japönsku sem þriðja tungumál,“ segir Bogga sem dreif sig svo í japönsku í HÍ. „Við erum þó nokkur í japönsku þarna,“ segir Bogga og segist alveg skilja tungumálið og geta haldið uppi samræðum. „Ég hef einu sinni komið til Jap- ans. Ég fór með pabba mínum fyrir tveimur árum og var í tíu daga. Ég talaði þar japönsku og pabbi gat ekki verið án mín því ég talaði jap- önsku við alla leigubílstjórana. Hann týndist bara ef hann þurfti að fara eitthvað einn,“ segir hún og hlær. „Þegar ég talaði japönsku í búð- um var ég gjarnan spurð: „Af hverju kanntu japönsku?““ Bogga útskýrir japanska stafrófið fyrir blaðamanni. „Þeir nota þrjú stafróf; tvö eru eftir hljóðum og er þá annað fyrir japönsk orð og hitt fyrir tökuorð. Þriðja stafrófið er með táknum fyrir heil orð. Það er kínverska stafrófið sem þeir tóku til sín og þeir nota það til að stytta ritmálið,“ segir Bogga og segir þetta ekki flókið þegar maður nær tökum á því. „Þeir blanda öllum stafrófum saman. Þetta er svolítið klikkað en um leið hrikalega skemmtilegt. Ég myndi kalla þetta áhugamál mitt en um leið þráhyggju,“ segir hún og hlær. Bogga segist lesa mikið jap- anskar bækur og horfir einnig á japanskt efni. „Ég reyni að lesa mikið til að halda mér við og vann um skeið við að lesa í gegnum japönsk innflutn- ingsgögn, sem var æðislegt. Stund- um tala ég japönsku við hundana,“ segir hún og brosir. „Við erum nördar hérna á þessu heimili.“ Japanska vinkonan bíður Bogga segir drauminn vera að blanda saman iðnaðarverkfræði og japönsku. „Það eru nokkur íslensk fyrirtæki staðsett í Japan og það væri draum- ur að fá einhvern tímann vinnu hjá einhverju þeirra. Ég ætla seinna í skiptinám til Japans,“ segir Bogga og segist hafa farið í iðnaðarverk- fræði því próf í japönsku myndi ef til vill ekki opna margar dyr. „Ég er mjög raunsæ manneskja,“ segir Bogga og segist ætla að klára BA-próf í japönsku þegar hún fer í skiptinám í iðnarverkfræði í Japan. Bogga á eina japanska vinkonu sem var hér í skiptinámi og höfðu þær hlakkað mikið til að hittast í Japan. „En það verður að bíða.“ Ljóslillablá hárkolla keypt Hárkollur eru einnig stórt áhuga- mál hjá Boggu og á það einnig upp- runa sinn í anime-teiknimyndum. „Í þessum teiknimyndum eru persónur með mjög litríka hárliti. Þegar ég var í menntaskóla byrjaði ég að lita á mér hárið mjög mikið og vildi vera með alls konar litað hár. „Ég nota hárið til að tjá mig“ Borghildur Gunn- arsdóttir talar reip- rennandi japönsku og safnar hárkollum. Hún notar hárkollur til að tjá sig og á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Bogga skoðar sig í spegli og lagar til hárið á fyrstu hárkollunni sem hún keypti. Það er smá Marilyn Monroe-stæll á þessari bleiku og skvísulegu hárkollu. „Ég fer eiginlega í karakter eftir því hvaða hárkollu ég er með. Svo er ég bara mjög venjuleg þegar ég er ekki með neina hárkollu,“ segir Bogga sem á tíu hárkollur sem hún notar við mismunandi tækifæri. 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.