Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021
ÁHUGAMÁL
Síðan sá ég eitt sinn stelpu á You-
tube sem var að setja á sig hárkollu
og hugsaði, þetta er hægt! Ég sökkti
mér ofan í þessi myndbönd og fannst
þetta geggjað. Það var einmitt einn
háralitur sem ég gat aldrei litað hár-
ið mitt með af því ég er svo dökk-
hærð; ljóslillablár. Ég uppgötvaði
þarna að ég gæti bara keypt mér
þannig hárkollu. Ég fann hana á net-
inu og keypti og er hún ein af uppá-
haldshárkollunum mínum. Hún er
búin að ganga í gegnum margt,“ seg-
ir Bogga og segist oft nota hana þeg-
ar hún hitti vini eða fari út að
skemmta sér.
Bogga kaupir vandaðar hárkollur
sem líta náttúrulega út en eftir að
hafa keypt fyrstu kolluna var ekki
aftur snúið.
„Þá þurfti ég að kaupa aðra og svo
aðra. Þetta er ekki ódýrt áhugamál,“
segir hún en segist þó ekki kaupa
hárkollur úr mannahári því þær séu
allt of dýrar.
Hárkolla í þrjátíu stigum
Hvað notar þú oft hárkollu?
„Fyrir Covid notaði ég hárkollu
allar helgar og oft þegar ég fór í
skólann. Ef ég vaknaði með hræði-
legt hár gat ég bara skellt á mig hár-
kollu,“ segir hún og brosir.
„Eina notaði ég mikið í vinnunni
af því hún er stutt,“ segir Bogga og
viðurkennir að það geti verið ansi
heitt að vera með kollu.
„Það venst. Eftir tuttugusta sinn
hættir þú að taka eftir því. Einu
sinni var ég með hárkollu í Aust-
urríki í þrjátíu stiga hita, og hatt yf-
ir. Eftir það er allt annað ekkert
mál,“ segir Bogga og segir nú ekki
nógu mörg tilefni til að nota hár-
kollur vegna faraldursins. Þó setur
hún upp hárkollu þegar hún fer í
vinnuna.
„Ég er að vinna í Líflandi, hesta-
búð, og körlunum þar finnst þetta
mjög fyndið þegar ég er með blátt
hár,“ segir Bogga og segir hesta ein-
mitt þriðja áhugamálið.
Finnst foreldrum þínum þetta
hárkolluáhugamál ekkert skrítið?
„Jú, en ég held að pabbi sé bara
ánægður með að ég sé hætt að lita á
mér hárið. Stundum mætti ég til
hans með eldrautt hár og hann dæsti
bara.“
Hemur sig í kaupunum
Í safni Boggu má finna tíu hárkollur
og hún er hvergi nærri hætt.
„Ég ætla ekki að kaupa aftur fyrr
en í sumar,“ segir Bogga og segist
reyna að hemja sig í innkaupum.
Hún liggur gjarnan yfir síðum á net-
inu sem selja hárkollur og lætur sig
dreyma. Sérstök kúnst er að setja á
sig hárkollu og segir Bogga að svart-
ar konur séu þar fremstar í flokki og
hafi kennt sér réttu handtökin á net-
inu.
Bogga nær í allar hárkollurnar og
raðar þeim varlega á eldhúsborðið.
Hún fer um þær mjúkum höndum og
sýnir blaðamanni en þarna eru hár-
kollur í öllum regnbogans litum.
Hún handleikur eina tvílita; svarta
og brúna með topp.
„Þessi er svolítið inn í dag af því
hún er tvílit,“ segir hún og tekur svo
upp lillabláu hárkolluna, sem var sú
fyrsta í safninu.
„Þessi er svakaleg! Ég þarf að
slétta hana,“ segir hún og mátar
eina rauða og hvíta, tvílita.
„Ég litaði þessa sjálf sem var
svakalegt vesen. Hún er stoltið mitt.
Ég litaði hana upphaflega fyrir bún-
ing en hef alveg notað hana úti á
djamminu,“ segir hún og skellir á sig
annarri með stutt hár.
„Ég hef fengið marga fría drykki
út á þessa bláu,“ segir hún og greini-
legt er að hárkollurnar vekja at-
hygli.
Bláa aldrei með vesen
Bogga setur upp hárkollurnar eina
af annarri. Útlit hennar gjörbreytist
eftir því hvaða kolla er sett upp.
Sumar eru rómantískar, aðrar töff
og enn aðrar brjálaðar.
„Stjúpmamma mín segir að ég sé
með mörg andlit,“ segir Bogga og
segist gjarnan klæða sig í stíl við
kollurnar.
„Ég nota hárið rosalega mikið til
að tjá mig. Ef ég er í stuði nota ég
ljósa hárkollu en ef ég vil vera alvar-
leg nota ég aðeins náttúrulegri. Ef
ég vil skemmta mér rosalega vel
nota ég þessar styttri. Ég fer eig-
inlega í karakter eftir því hvaða hár-
kollu ég er með. Svo er ég bara mjög
venjuleg þegar ég er ekki með neina
hárkollu,“ segir hún og hlær.
„Mér þykir vænt um þær. Ég veit
ekki hver er í uppáhaldi; þetta er
eins og að gera upp á milli barna
sinna. Ég nota svörtu mest því hún
passar við flest. En ég held að þessi
stutta bláa sé uppáhalds; hún er
aldrei með neitt vesen.“
Bláa stutta er aldrei með vesen.Þessi ljósbláa er sumarleg og sæt.Ein sem er í miklu uppáhaldi.Tvílitt hár er í tísku.Svart fer Boggu vel.
Svarta síða hárkollan er klassísk og passar vel við alls kyns klæðnað.
Bogga litaði sjálf
þessa hárkollu sem
var ekkert létt verk.
Morgunblaðið/Ásdís
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Veganbúðin,
Fiskkompaní Akureyri & Matarbúr Kaju Akranesi