Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.04.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.4. 2021 LESBÓK JARÐGERÐARÍLÁT BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN MOLTU ! www.gamafelagid.is 577 5757 igf@igf.is Jarðgerðarílátið er 310 lítra og er hugsað fyrir þá sem vilja prófa sig áfram við moltugerð. Um það bil 30-35% af heildarmagni heimilissorps er lífrænn úrgangur sem má jarðgera. Afurð jarðgerðarinnar, moltan, nýtist sem næringarríkur áburður fyrir garðinn. Jarðgerðarílátið er hægt að panta í vefverslun okkar eða í síma 577 5757. ENDURKOMA Eftir tíu ára hlé snýr enska leikkonan Kate Winslet aftur í sjónvarp í glæpaþættinum Mare of Easttown í mánuðinum. Þar leikur hún rannsóknarlögreglukonuna Mare Sheehan sem rannsakar morð á ungri stúlku í bænum Easttown í Pennsylvaníu en glímir um leið við áföll í einkalíf- inu. Kunnuglegt stef, þykir ykkur ekki? Kjaftasögur ganga um Sheehan í þessu litla og samstillta samfélagi og munu þær trufla hana við lausn málsins? Af öðrum leikurum í þættinum má nefna Julianne Nicholson, Jean Smart, Evan Peters og Guy Pearce sem einmitt lék á móti Winslet í seinustu sjónvarpsseríu sem hún tók þátt í, Mildred Pierce, árið 2011. Mare of Easttown verður frumsýndur á HBO Max 18. apríl og degi síðar á Sky Atlantic/Now TV. Rannsakar morð Kate Winslet er á leið aftur í sjónvarpið. AFP UPPKÖST Þeir gerast ekki hressari, sagnaþulirnir í málmheimum en Bruce Dickinson, Íslandsvinur og söngvari Iron Maiden. Í þætti á BBC á dögunum rifjaði hann upp fyrstu kynnin af átrúnaðargoði sínu, Ian Gillan, söngvara Deep Purple. Dickinson var þá með félögum sínum í málmbandinu Samson í hljóðveri þegar Gillan gekk í salinn. Þeir Samsynir voru nýkomnir af næstu knæpu og okkar manni varð skyndilega svo bumbult að hann rauk beina leið inn á klósett. Kallaði þar í 45 mínútur á Eyjólf. Að því kom að hurðinni var hrundið upp og Gillan stóð í gættinni. „Jæja, lagsi. Við skulum koma þér heim.“ Dickinson getur ekki gleymt þessu atviki – enda minnir Gillan hann víst reglulega á það. Gillan veidd’ann upp úr klósettinu Dickinson hefur marga fjöruna sopið. AFP Aura Garrido leikur í Innocent. Liggur aftur undir grun SAKLEYSI Aðdáendur Harlans Co- bens ættu að merkja við 30. apríl á dagatalinu hjá sér en þá verður nýr þáttur úr smiðju hans frumsýndur á efnisveitunni Netflix. Innocent kall- ast hann og byggist á samnefndri skáldsögu frá árinu 2005. Níu árum eftir að Mateo var grunaður um morð reynir hann að hefja nýtt líf ásamt eiginkonu sinni, Oliviu, sem á von á þeirra fyrsta barni. Þá berst óvænt símtal sem kemur Mateo úr jafnvægi enda er sakleysi hans aft- ur dregið í efa. Að þessu sinni af lögreglukonunni Lorenu sem er að rannsaka meint sjálfsvíg. Aðal- hlutverk leika Mario Casas, Aura Garrido og Alexandra Jiménez. V ísir birti frétt þess efnis mið- vikudaginn 16. september 1970 að rokkgoðið Jimi Hendrix hefði áhuga á að heimsækja Ísland. Heimildarmaðurinn var Al- bert, plötusnúður á því ágæta dans- húsi Las Vegas. Föðurnafn hans kemur ekki fram en hér mun vera um að ræða Albert Rúnar Aðalsteinsson sem einnig var þekktur sem rótari og tónlistarmaður á þessum tíma, meðal annars undir nafninu Albert Icefield. Hann er nú látinn. „En Jimi viðurkenndi það fyrir Ís- lendingi nokkrum, sem náði tali af honum í London í fyrravetur, að áhugi sinn á Íslandsförinni hefði vaknað er brezkur hljómlistarmaður, sem hafði komið til Íslands hafði sagt honum frá því, hve íslenzku stelp- urnar væru dæmalaust sætar og skemmtilegar,“ hafði blaðið eftir Al- berti plötusnúði. Kvaðst Albert hafa sett sig sam- stundis í samband við umboðsmann Jimi Hendrix á Norðurlöndum, er hann frétti af áhuga kappans á að koma hingað til lands. „Hefur Albert síðan átt nokkur bréfaskipti við þann umboðsmann og fengið þær upplýs- ingar í gegnum hann, að ekki væri með öllu útilokað, að Jimi fengist til Ís- lands, þar eð hann er mikill ferðamað- ur og sækist mikið eftir því að koma til nýrra staða og kynnast nýju fólki og staðháttum,“ stóð í fréttinni sem ÞJM Jimi Hendrix á tónleikum í Stokk- hólmi árið 1967. Lést tveimur dögum síðar Rétt fyrir andlát sitt gat Jimi Hendrix vel hugsað sér að heimsækja Ísland enda hafði honum borist til eyrna að íslensku stelpurnar væru dæmalaust sætar og skemmtilegar. Það stóð alltént í Vísi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Goðsögnin lifir, hálfri öld eftir andlátið. Hér má sjá „múrverk“ af Jimi Hendrix í góðum félagsskap á vegg í New York. Myndin var tekin í byrjun þessarar viku. AFP Aðeins rúmum tveimur vikum eftir að Jimi Hendrix hélt á fund feðra sinna var annað stórt skarð höggvið í raðir vinsæl- ustu rokktónlistarmanna heims, þegar söngkonan Janis Joplin lést, einnig 27 ára að aldri. Íslensk dagblöð voru ekki með sama viðbúnað af þeim sökum og fréttin rataði ekki á forsíður þeirra. „Ein þekktasta bandaríska söngkonan í popheiminum, Janis Joplin, fannst látin í íbúð sinni í Hollywood í dag. Dán- arorsökin var ekki ljós, en lögreglan taldi dauðann stafa af ofneyzlu lyfja,“ sagði Morgunblaðið á blaðsíðu 17 þann 6. október 1970. Joplin féll frá 4. október. „Sviðsframkoma hennar var óvenjuleg í hæsta máta. Hún skók sig og hristi, eins og hún ætti lífið að leysa, og drakk töluvert sterkt vín, Southern Com- fort, á milli. Hún átti það til að drekka einar fjórar flöskur af víninu á einni skemmtun. Rödd hennar var sérstæð og auðþekkt — eins og strokið væri yfir raddböndin með sandpappír.“ Skammt stórra högga á milli Janis Joplin lést 27 ára.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.