Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 1
Stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs óskar eftir að ráða forstöðumann sem hefur yfirumsjón með og samhæfir störf félagsráðgjafa, deildarstjóra í heimaþjónustu, forstöðumanna þjónustueininga á starfssvæðinu og sérfræðinga skólaþjónustunnar. FORSTÖÐUMAÐUR SKÓLA- OG VELFERÐARÞJÓNUSTU ÁRNESÞINGS Helstu verkefni • Daglegur rekstur, stjórnun og eftirlit með framkvæmd þjónustu og ákvarðanatöku nefndarinnar og eftir atvikum ákvarðana sveitarstjórna þegar þess er þörf • Undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar og eftirlit með útgjöldum þeirra aðila sem heyra undir málaflokkinn • Yfirumsjón með starfsmannamálum • Fagleg ráðgjöf til starfsfólks • Ýmis ráðgjöf gagnvart aðildarsveitarfélögum við gerð fjárhagsáætlunar og um önnur mál er snerta rekstur þjónustunnar • Ábyrgð á góðu samstarfi við að efla faglega þjónustu allra sem starfa í skóla- og velferðarþjónustu • Skýrslugerð og frágangur skjala og annarra gagna á sviði þeirra málaflokka sem undir hann heyra • Önnur trúnaðarstörf Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi • Framhaldsnám sem nýtist í starfi • Reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Skipulagshæfileikar • Frumkvæði • Hæfni í þverfaglegu samstarfi • Framúrskarandi lipurð og færni í samskiptum Sjö sveitarfélög í Árnessýslu: Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Ölfus standa sameiginlega að skóla- og velferðarþjónustu. Skólaþjónustu- og velferðarnefnd sveitarfélaganna markar þjónustunni stefnu í samvinnu við þá sem málið varðar. Lögð er áhersla á heildarsýn í málefnum einstaklinga og fjölskyldna. Skóla- og velferðarþjónustan skiptist í kennsluráðgjöf, sálfræðiþjónustu, félagslega ráðgjöf, barnaverndarmál, málefni eldri borgara og málefni fatlaðs fólks. Á svæðinu eru sjö leikskólar og sjö grunnskólar. Nemendafjöldi er alls um 1.450. Umsóknir eru fylltar út á www.hagvangur.is Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun. Umsóknarfrestur til og með 5. maí nk. Upplýsingar um starfið veita Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is og Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Við leitum að YFIRMATREIÐSLUMANNI með mikinn metnað. Viðkomandi þarf að vera faglærður, þjónustulundaður og góður í mannlegum samkiptum með góða skipulagshæfileika. Í starfinu felst að hafa umsjón með daglegum rekstri eldhúss, innkaupum, matseðlagerð, starfsmannaráðningum og vaktarplönum. Íslenskukunnátta nauðsynleg. Opnunartími Finnsson Bistro verður frá 11:30 til 21:00. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist á: info@finnssonbistro.is FINNSSON BISTRO opnar Í maí opnar Finnsson Bistro í Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.