Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 6
Tilkynningar
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu
á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028
Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028, breytingar á landnotkun nokkurra svæða
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í
aðalskipulagi á nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Hér er um sameiginlega lýsingu að ræða á eftirtöldum
tillögum að breytingu:
Litli-Klofi 2A. Breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði á 12 lóðum merkt F37 í greinargerð.
Gaddstaðir við Hróarslæk. Stækkun íbúðasvæðis, breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði merkt F63 í
greinargerð.
Þjóðólfshagi 1. Breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði á 2 lóðum merkt F11 í greinargerð;
Borgarbraut 4 Þykkvabæ. Breyting úr íbúðarnotkun í lóð undir verslun- og þjónustu, merkt ÍB15 í
greinargerð.
Lækjarbotnaveita og Kerauga. Breyting á afmörkun grannsvæðis vatnsverndar.
Akstursíþróttasvæði og jaðarsport við Gunnarsholtsveg. Breyting úr Skógræktar- og landgræðslusvæði í
Íþróttasvæði, merkt SL1 í greinargerð.
Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu
og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir
við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. maí nk.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur
að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Efra-Sel 3E, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á
gildandi deiliskipulagi dags. 27.11.2018 fyrir Efra-Sel 3E. Byggingarreitur B1 á lóðinni Fagraseli verður
felldur út og nýir byggingarreitir afmarkaðir innan þriggja lóða, Bjallasels, Bjalladals og Sveitarinnar.
Aðkoma að svæðinu er frá Bjallavegi (272).
Eystri-Kirkjubær, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir Eystri-Kirkjubæ. Gert er ráð fyrir 4 nýjum lóðum, þar af einni þar sem íbúðarhús jarðarinnar stendur.
Skilgreind verður lóð undir annað íbúðarhús auk lóðar undir gestahús og reiðskemmu. Aðkoma að Eystri-
Kirkjubæ er af Suðurlandsvegi (1) um Kirkjubæjarveg (2704).
Geitamelur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
lóð úr Geitamel. Deiliskipulagið afmarkast við enda lendingarbrautar á geitasandi. Tveir byggingareitir
verða skilgreindir. Gert verði ráð fyrir aðstöðuhúsum, einu húsi á hvorum byggingarreit. Aðkoma að
svæðinu er frá Rangárvallavegi (264).
Öldur III, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að breytingu
á gildandi deiliskipulagi fyrir Öldur III dags. 7.11.2018 þar sem bætt verði við lóð undir parhús við
Skyggnisöldu á Hellu. Samhliða er færsla á göngustíg og reiðleið meðfram Skyggnisöldu felld niður.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu
og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. júní 2021.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
RANGÁRÞING YTRA
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12.30, nóg pláss - Söngstund við
píanóið, með Helgu kl.13.45 - Kaffi kl.14.30-15 - Vegna
fjöldatakmarkana verður að skrá fyrirfram á viðburði til þess að tryg-
gja fjarlægðarmörk og fjölda í hverju rými. Við minnum fólk á mi-
kilvægi sóttvarna og að það er grímuskylda í Samfélagshúsinu.
Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Boðinn Miðvikudagur: Handavinna frá kl. 13-16. Kaffisala er byrjuð
aftur í Boðanum. Gleðilegt sumar!
Bústaðakirkja Félagsstarf eldriborgara er á miðvikudögum, boðið
upp á göngutúr kl 13. Engin samvera í safnaðsal.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Upplestrarhópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl.
11.30-12.30.Tálgun meðValdóri kl. 13-1.:30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-
15.30.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10. og 11. Málun Smiðja Kirkjuh.
kl. 13. Zumba í sal kjallara Vídalínskirkju kl. 16.30 og 17.15.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Framhaldssaga kl. 10. Opin vinnustofa kl. 13-
16. Kveðjum veturinn með sögum og söng kl. 13.30.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu kl. 9. til 13. í Borgum.
Gönguhópur Korpúlfa kl 10. gengið frá Borgum þrír styrkleikar og
gengið inni í Egilhöll. Hópsöngur syngjum saman í Borgum, kveðjum
veturinn og fögnum sumrinu kl. 13. í umsjón Korpúlfa. Sóttvarnir í
hávegum hafðar og kaffi á könnunni, grímuskylda. Hámark 20. í hver-
jum hópi.
Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við
leiðbeinendur. Botsía á Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl.
10.30. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut milli kl. 13.
og 16. Virðum almennar sóttvarnir. Á morgun fimmtudag er lokað en
að öllu óbreyttu verður söngstund nk. föstudag kl. 13. Óskum ykkur
öllum gleðilegs sumars.
Félagsstarf eldri borgara
Raðauglýsingar
Aðalfundur
Síldarvinnslunnar hf. 2021
Verður haldinn miðvikudaginn 5. maí 2021 í
Safnahúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
til staðfestingar
3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs
4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
5. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins
6. Kosin stjórn félagsins
7. Kosnir endurskoðendur
8. Önnur mál, löglega fram borin
Stjórn Síldarvinnslunnar hf.
Fundir/Mannfagnaðir
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100