Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 2
Hvað ætlar þú að kenna á þessu námskeiði? Meginþema námskeiðsins er að skoða á tengsl milli áfalla sem við verðum fyrir í uppvextinum vegna vanvirkra uppeldisaðferða og þeirra varnarhátta sem við þróum út frá þeim, í daglegu tali kall- að meðvirkni. Hvað er meðvirkni, í stuttu máli? Meðvirkni er eðlileg viðbrögð við óeðlilegum kringumstæðum sem síðar meir verða óeðlileg viðbrögð við eðlilegum kringumstæðum. Þegar við erum ung er eðlilegt að við bregðumst við aðstæðum sem gætu talist óeðlilegar, við verjum okkur fyrir þeim sársauka sem þær hafa í för með sér. Þessar varnaraðferðir fylgja okkur svo inn í fullorð- insárin en þá eru þær orðnar að óeðlilegum viðbrögðum við eðlilegum að- stæðum. Meðvirkir einstaklingar eru áhyggjufullir af eigin hegðun og eru með skert sjálfsvirði sem hefur áhrif á allt lífið. Þeir eru líka uppteknir af hegðun og framferði annarra, hvað annað fólk segir, hvernig það segir hlutina, í hvernig skapi aðrir eru og eru að bregðast við þessu öllu saman. Það veldur því að fólk er hætt að hafa stjórn á eigin lífi, það verður andlega fjarverandi sjálfu sér því það er svo mikið af hugsunum og tilfinningasveiflum í gangi. Hvernig hættir fólk að vera meðvirkt? Raunveruleikinn er sá að við erum að tala um lærða hegðun sem byrjar að þróast í barnæsku. Þegar fullorðin manneskja ætlar að takast á við það er hún að fara að aflæra lærða hegðun sem hefur átt sér stað jafnvel í áratugi. Það er því mikilvægt að fjárfesta í tíma til þess að vinda ofan af vandamálinu og að viðhalda þeirri vinnu til framtíðar. Með því að vinna í vandamálinu tekst fólki að láta með- virkni ekki hafa eins mikil áhrif á líf sitt og upplifir meira frelsi og vellíðan. Er svona netnámskeið fyrsta skrefið í átt að bata? Algjörlega. Á þessu námskeiði fær fólk miklar upplýsingar á skömmum tíma. Það hefur vantað að uppfræða fólk um meðvirkni til að það geti tekið skref í átt að bata. Það varð talsverð aukning á aðsókn þegar námskeiðin fór á netið. Morgunblaðið/Eggert VALDIMAR ÞÓR SVAVARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Meðvirkni og áföll Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021 Ég ók framhjá Laugardalshöllinni á dögunum. Þar var bíll við bíl ogmaður við mann alla leið upp í Sigtún, þannig að stytturnar hans Ás-mundar sameinuðust röðinni og hafa ugglaust trúað því í sakleysi sínu að þær væru að fara að taka sín fyrstu skref í þessu lífi – slíkur var rífandi gangurinn. Maður hefur ekki alltaf hemil á hugsunum sínum og það fyrsta sem kom upp í hugann var Led Zeppelin. Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna enda vissi ég mætavel að allt þetta fólk var á leið í bólusetningu við kórónuveirunni. Þess utan var ég ekki einu sinni fæddur þegar sú fróma rokksveit stakk við stafni hérna í fásinninu fyrir ríflega hálfri öld. En tengingin er augljós. Í röðinni nú var upp til hópa sama fólkið og var í röðinni þennan bjarta sumardag 1970 þegar Pobert Plant, Jimmy Page og félagar tróðu upp á allra fyrstu Listahátíðinni í Reykjavík á stærstu og merkilegustu bítlatónleikum, sem haldnir höfðu verið hér á landi, frá því að bítlahljómleikasögur hófust, eins og Stefán Halldórsson blaða- maður orðaði það í Morgunblaðinu. Aldurstakmarkið var sextán ár, þannig að enn á fólk sem var á tón- leikunum eftir að rekast hvað á ann- að í röðinni við Höllina. Sumt af því hefur mögulega ekki sést síðan 1970. Þar af leiðandi margs að minnast og margan „statusinn“ að uppfæra. Mikill hugur var í mannskapnum sumarið 1970 og fáeinum dögum fyr- ir tónleika Led Zeppelin, nánar til- tekið 16. júní, réðst hópur framtakssamra unglinga inn í Laugardalshöllina og tók þar til óspilltra málanna við að rífa niður skilveggina, sem staðið höfðu á hallargólfinu síðan sýningunni „Heimilið – veröld innan veggja“ lauk. Hafði ekki fengist undanþága hjá verkfallsvörðum Dagsbrúnar til að taka þessa veggi niður. En unglingarnir voru alls ekki á þeim buxunum að láta verkfall stöðva hljómleika átrúnaðargoðanna og því reyndu þeir bara sjálfir að rífa niður veggina. Lögregla stöðvaði þann gjörning og þá stormaði ungmennaherinn niður á Austurvöll og fékk þar Guðmund J. Guðmundsson, varaformann Dags- brúnar, út á tröppur Alþingishússins. Jakinn var hinn rólegasti, reykti pípu og sagði: „Í fyrsta lagi gef ég ykkur 100 prósent loforð fyrir því, að Sjapplín- hljómsveitin ykkar getur spilað í Laugardalshöllinni. Við skulum sjá um að húsið verði hreinsað áður. Í öðru lagi, ef þið viljið dansa á morgun [17. júní], þá megið þið alveg græja það sjálf. Setjið þið bara hljómsveit upp á vörubíls- pall og dansið eins og þið viljið. Ekki getum við bannað ykkur það, ef þið að- eins lendið ekki í útistöðum við lögregluna, og fáið leyfi Þjóðhátíðarnefndar.“ Og með það fóru unglingarnir, sigri hrósandi. Eins og nýbólusettir. Sjapplín í Höllinni? Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Þannig að stytturnar hans Ásmundar sam- einuðust röðinni og hafa ugglaust trúað því í sak- leysi sínu að þær væru að fara að taka sín fyrstu skref í þessu lífi. Brynja Janusdóttir Mér finnst það svolítið asnalegt. SPURNING DAGSINS Hvað finnst þér um lækkun hámarks- hraða í Reykjavík? Arnþór Þórsteinsson Það er jákvætt mál. Við hljótum að treysta fagfólki sem segir að það sé betra fyrir öryggi íbúa. Björg Ólafsdóttir Mér finnst þetta ekki gott mál. Mér finnst að það eigi bara að þrífa göt- urnar reglulega. Sigurður Arnþórsson Mér finnst að það ætti að þrífa meira. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Valdimar Þór Svavarsson, sem er með MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA-gráðu í félagsráðgjöf og sérmenntun í áfalla- og meðvirknifræðum, stendur fyrir netnámskeiðinu Meðvirkni og áföll í uppvextinum þriðjudaginn 20. apríl klukkan 17:30-20. Skráning er á fyrstaskrefid.is. Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.