Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021 KVIKMYNDAGERÐ Á Café Babalú í miðbæReykjavíkur bíður viðmæl-andinn Gunnþórunn Jóns- dóttir, sjálfstætt starfandi kvik- myndagerðarkona. Við finnum okkur rólegt horn innan um hip- stera og erlenda ferðamenn og spjöllum um menntamál; mál sem hún brennur fyrir. Gunnþórunn hefur komið að ýmsum kvikmynda- verkefnum og nú nýlega tökum á þáttunum Systraböndum og Stellu Blómkvist 2. „Ég hef verið að vinna að heim- ildaverki um Landakotsmálið sem er enn í vinnslu. Ég var um árabil blaðamaður á Morgunblaðinu og svo seinna á Fréttablaðinu. Þar stýrði ég sérstökum fréttakafla, Tilverunni, um samfélags- og heilsutengd mál og skrifaði iðulega um börn og menntakerfið. Ég fékk mikinn áhuga á íslenska skólakerf- inu, sérstaklega stöðu drengja.“ Skoða rót vandans „Hugmyndin að þáttunum kom fyrst út frá umfjöllun minni um fanga og meðal annars rétt þeirra til menntunar. Fangelsin okkar eru oftast full og stór hluti fanga eru karlmenn. Einhvern tímann voru allir þessir einstaklingar börn. Ég trúi því að hægt sé að koma í veg fyrir svo mörg samfélagsleg vanda- mál ef rót vandans yrði skoðuð. Hvar getum við sem samfélag gert betur? Við þurfum að hlúa betur að börnum frá grunni, í stað þess að þurfa seinna meir að takast á við krísur,“ segir Gunnþórunn. „Staða drengja er ekki nógu góð og við þurfum breytingar; helst þyrfti að fara í allsherjarátak hér á landi. Það má samt ekki koma nið- ur á stúlkum. Við eigum að geta gert svo miklu betur, svona lítil þjóð,“ segir Gunnþórunn en þætt- irnir verða sex, hver þáttur með sitt þema. „Þegar ég hætti á Fréttablaðinu hafði ég samband við Hermund Sigmundsson, prófessor í lífeðlis- legri sálfræði, sem ég hafði nokkr- um sinnum tekið viðtal við og hef miklar mætur á. Hermundur hefur barist ötullega fyrir betra skóla- kerfi, eflingu mannauðs og bættum lestri barna hér á landi í rúm tutt- ugu ár. Ég bar undir hann hug- mynd mína, að gera þætti um ís- lenska skólakerfið, og þá hafði hann verið í svipuðum pælingum sjálfur. Við vorum þarna algjörlega á sömu blaðsíðu og ákváðum að sameina krafta okkar og höfðum samband við RÚV. Þeim leist vel á hugmyndina og við hófumst handa.“ Er kerfið of þungt? Í þáttunum verða viðtöl við fag- fólk, sérfræðinga og svo reynslu- sögur frá foreldrum eða fólki sem hefur eitthvað að segja um sína skólagöngu. Gunnþórunn segist finna mikinn meðbyr varðandi mál- efnið, en tökur hefjast í næstu viku. Hún biðlar til fólks sem vill segja sína sögu af menntakerfinu að hafa samband við sig; því fleiri sögur, því betri heildarmynd. „Við erum að leita að reynslu- sögum frá foreldrum eða nem- endum. Það eru margir mjög opnir og fólk vill tala um þessi mál. Fólki finnst vera kominn tími til að knýja fram breytingar til hins betra. Mér finnst eins og þetta umræðuefni hafi verið viðkvæmt og reglulega hafi farið af stað góð umræða um skólakerfið en svo deyr hún fljótt út. Það gerist af- skaplega lítið sem er áhugavert. Er kerfið svona þungt? Erum við hrædd við breytingar? Þættirnir eiga ekki að finna blóraböggla eða slíkt heldur er markmið okkar Hermundar að skoða lausnir og möguleika. Eins og Hermundur hamrar alltaf á; hvað segja vísindin okkur?“ Öll sett inn í sama ramma Gunnþórunn og Hermundur telja lesturinn vera eitt það helsta sem þarf að laga. Staðan hefur aldrei verið jafn slæm og hún er í dag en til að mynda geta tæplega 35% drengja og 19% stúlkna ekki lesið sér til gagns og gamans eftir tíu ára skólagöngu. „Þetta eru sláandi tölur. Það þarf að passa að öll börn sem stíga inn í grunnskóla séu með góðan málþroska. Ef barn getur ekki tjáð sig nógu vel eða lesið, á það erf- iðara með félagslega þáttinn og tengsl. Ef eitthvað er að þarf að veita aðstoðina strax, en það eru svo langir biðlistar alls staðar. Það er rosalega mikið að bíða kannski í tvö ár eftir að komast að hjá tal- meinafræðingi fyrir barn sem er fjögurra ára,“ segir Gunnþórunn og nefnir einnig að jafnvel mætti breyta kennsluháttum. „Að sitja kyrr við borð í fjörutíu mínútur eða lengur í kennslustund hentar kannski ekki öllum. Við er- um öll sett inn í sama rammann og ef barn passar ekki inn í hann get- ur það átt erfitt uppdráttar. Kannski þurfa börn meiri hreyf- ingu, að fara meira út í náttúruna og jafnvel að hafa kennslustundir fjölbreyttari. Ég veit að álagið á kennara er gríðarlegt, með marga nemendur í bekk og lítið svigrúm til umbóta,“ segir hún og segist sjálf vilja sjá meiri rækt við hug- ann, eins og að innleiða hugleiðslu og hugarfarsþjálfun í námskrá barna. „Þegar allt kemur til alls vilja allir gera betur í skólakerfinu. All- ir vilja að börnunum okkar líði vel og að þau fái þá þjónustu sem þau þurfa á að halda. Flest erum við foreldrar eða höfum börn í kring- um okkur og ég trúi að það sé vilji til að laga ástandið.“ Skólakerfið krufið í mynd Kvikmyndagerðarkonan Gunnþórunn Jónsdóttir vinnur að heimildarmynd um börn og skólakerfið en hún telur víða brotalamir í skólakerfinu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís „Að sitja kyrr við borð í fjörutíu mín- útur eða lengur í kennslustund hent- ar kannski ekki öllum. Við erum öll sett inn í sama rammann og ef barn passar ekki inn í hann getur það átt erfitt uppdráttar,“ segir Gunnþórunn Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.