Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021 LESBÓK RÁÐGÁTA Too Close, nýir glæpaþættir frá bresku sjón- varpsstöðinni ITV, hafa verið að fá glimrandi dóma í heima- landinu. Þannig gefur gagnrýnandi blaðsins The Guardian þeim fullt hús stjarna, fimm stykki, og segir alltaf dásamlegt þegar sjónvarpsefni er betra en það þurfi í raun og sann að vera. Too Close fjallar um móður sem grunuð er um að hafa ekið bíl sínum fram af brú með þeim afleiðingum að tvö börn hennar týndu lífi. Móðirin kveðst ekki muna neitt og geðlæknir er fenginn á vettvang til að meta sakhæfi hennar. Emily Watson fer með hlutverk geðlæknisins en Denise Gough leikur móðurina. Báðar fá mikið lof fyrir frammistöðu sína í umsögn The Guardian, einkum Gough sem spáð er verð- launum þegar sjónvarpsárið 2021 verður gert upp. Banaði hún börnunum? Denise Gough leik- ur móðurina grunuðu. AFP DRAUMUR Breska leikkonan Kelly Macdonald segir það draumi líkast að hafa fengið hlutverk í hinum vinsælu lögregluþáttum Line of Duty en hún gekk til liðs við þættina fyrir nýjustu ser- íuna, sem er sú sjötta í röðinni. „Þetta er nánast eins og að vera hinn nýi [James] Bond eða eitt- hvað þvíumlíkt. Kannski má bera þetta saman við Doctor Who,“ segir hún í samtali við breska blaðið The Independent. Hún hefur ekki síður gaman af umræðunum og vangaveltunum úti í bæ, en margir hafa skoðun á því sem er að ger- ast í Line of Duty. „Það er svo magnað að þætt- irnir komi vikulega, þannig að fólk þarf að bíða til að halda samræðum sínum áfram.“ Eins og að vera hinn nýi Bond Kelly Macdonald er ánægð í vinnunni. AFP Joey Belladonna og Scott Ian í ham. Þraxað í fjóra áratugi AFMÆLI Anthrax vinnur nú hörð- um höndum að undirbúningi mik- illar afmælisveislu en í sumar verða fjörutíu ár liðin frá því þetta goð- sagnakennda þrassband var stofn- að í New York. Ekki liggur fyrir hvað þeir miltisbrandar ætla ná- kvæmlega að gera en trymbillinn geðþekki Charlie Benante lét að því liggja í samtali við Eonmusic í vik- unni að um streymi af einhverju tagi yrði að ræða, þar sem leikin yrðu lög frá ferlinum, sem sum hver hafa sjaldan eða jafnvel aldrei heyrst áður á tónleikum. Nefndi hann júní eða júlí í þessu sambandi. „Okkur langar að gera eitthvað al- veg sérstakt,“ sagði Benante. Á rið er 1981. Hjartað berst um í brjóstinu á tíu ára gömlum dreng á leiðinni með flunku- nýjum grænum og hvítum vagni Strætisvagna Akureyrar úr Þorpinu niður á Ráðhústorg. Honum liggur á, enda að fara að kaupa sína fyrstu hljómplötu í þessu lífi, og biður vagn- stjórann kurteislega, eins og uppeldið býður honum, að kitla bensíngjöfina örlítið meira. Sá er ekki aldeilis á þeim buxunum enda nýbúinn að eign- ast þríbura og staðráðinn í að fara sér í engu óðslega. Vagninn – man ekki leiðarnúmerið en það hlýtur að hafa verið 2, var Brekkan ekki leið 1? – er því á áætlun þegar hann rennir inn á stæðið sitt við Nætursöluna sem þá var og hét. Hrörlegur timburskúr en með sál, þar sem nú standa kuldaleg steinsteypt háhýsi. Akureyri rauk allt í einu inn í 21. öldina eins og svo margir ámóta bæir hér á norðurslóð. Enginn tími er fyrir kók í gleri og krembrauð í Nætursölunni enda er pilturinn ungi, sem hér heldur á penna öllum þessum árum síðar, sem fyrr segir á leið í plötubúðina á Ráð- hústorginu, þar sem nú er kökubúð, skjöplist mér ekki. Ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað plötubúðin hét en þeir sem muna það mega endilega senda mér línu áður en ég rifja þessa frægðarför upp næst – væntanlega að tíu árum liðnum. Einhverjar plötur voru til á heim- ilinu á þessum tíma og ábyggilega hef ég fengið sumar þeirra að gjöf frá for- eldrum mínum, Halla og Ladda, Jör- und og þá kappa og mögulega ein- hverjar bræðingsskífur með vinsælasta poppinu, Pottþétt þetta eða Pottþétt hitt, eða komu þær seinna? En nú var alvara hlaupin í málið; ég sjálfur að velja og kaupa fyrir eigið fé og aðeins ein skífa kom til greina, fyrsta plata breska rokka- billípönkbandsins Tenpole Tudor, Eddie, Old Bob, Dick and Gary. Ég hafði séð þessa vösku kappa í Skon- rok(k)i hjá Þorgeiri Ástvaldssyni og varð að komast yfir gripinn. Tenpole Tudor voru engar mélkisur; heldur brynvarðir töffarar sem sveifluðu fimlega um sig sverðum. Tónlistin var líka ágæt og umfram allt hress – sér- samin fyrir tíu ára stráka í Þorpinu. Hlaut að vera. Það voru því sár vonbrigði þegar ég komst að raun um að Eddie, Old Bob, Dick and Gary var hreint ekki til í ónefndu plötubúðinni á Ráðhústorg- inu. Hvurslags búlla er þetta eig- inlega? hugsaði ég með mér. Er henni ekki kunnugt um helstu strauma og stefnur í rokkheimum? Þekkja menn kannski ekki einu sinni Þorgeir Ást- valdsson? Ég var ekki með neitt plan B en fyrst ég var kominn alla leið oní bæ var ekki um annað að ræða en að kaupa aðra plötu. Fyrir valinu varð Get Lucky með kanadíska iðnaðar- rokkbandinu Loverboy (þessi með fingurna og þröngu rauðu leðurbux- urnar á kóverinu). Það band hringdi einhverjum bjöllum enda ábyggilega verið sýnt í Skonrok(k)i líka. Þetta voru þó aum býtti. Þið getið rétt ímyndað ykkur að þau voru þung, skrefin út úr búðinni. Á þeirri stuttu leið dró hins vegar óvænt til tíðinda; ég rakst sumsé á stand á miðju gólfinu með fáeinum hljómsnældum eða kassettum. Og viti menn, haldiði að Eddie, Old Bob, Dick and Gary hafi ekki beðið eftir mér þar. Átekta. Ég þóttist að vonum hafa himin höndum tekið og reyk- spólaði (eða smækaði, eins og það var kallað fyrir norðan) aftur að af- greiðsluborðinu og óskaði eftir því að skipta á Loverboy-plötunni og snældunni sem var að brenna gat á lófann á mér – svo sjóðheit var hún. Við skiptum ekki hér! En björninn var ekki unninn. „Við skiptum ekki hér,“ sagði af- greiðslumaðurinn kuldalega. Ha? „Nei, ófrávíkjanleg regla!“ En bíddu, þú varst að afgreiða mig fyrir hálfri mínútu og ég var ekki einu sinni farinn út úr búðinni! Þeir sem þekkja mig vita að það er djúpt á geðvonskunni en þegar hún er vakin úr dvala, eins og þegar rétt- lætiskenndinni er misboðið, þá set ég í brýnnar. Ætli svipurinn á mér þarna við borðið hafi ekki verið eins og þegar ég er (óverðskuldað) Eddie, Old Bob, Dick and Gary. Snældan sem keypt var á Akureyri fyrir fjörutíu árum. Snældu- vitlaus snáði Fjörutíu ár eru um helgina liðin frá því fyrsta breiðskífa æringjanna í breska rokkabillípönk- bandinu Tenpole Tudor kom út. Það var einmitt fyrsta platan sem greinarhöfundur festi kaup á. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.